Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 25

Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 25
Ein með honum, — ó-nei, jólin ein eg lield með Guði’ í kvöld. — Banna mér að rekja ramma rauna-jnœði, himinvöld. — Brostin eina elli-stoðin, einkasoninn geymir fold, fallinn eins og lietja’ i hildi, hulinn Frakklands göfgu mold! Hinzta bréfið, hinztu kveðju hans eg enn þá lesa vil. Það hef eg lesið þúsund sinnum, þegar eg við heiminn skil. — Er hún saknœm eigingirni, elsltan min og hjarlasorg? Þyrm mér, Guð, i þinum dómi, þegar eg kem að lifsins borg! Gullin, sem hann átti’ i œsku, allar jólagjafir hans, legg eg á borðið, leik mér að þeim, Ijósan flétta minja-kranz. Eg er barn, — ó, bara’ að vœri’ eg barnið góða, eins og hann, — jólabarn, sem lifði’ i Ijósi, Ijósinu kringum frelsarann! Eins og milli heims og lielju hvili eg i vökulok, kynlegur sigur höfgi’ á hvarma, liuga þjakar torbœrt ok. Þungar gátur sál og sinni sœkja heim, er allt er hljótt. — Gef mcr þreyttri friðinn, friðinn, Frelsari minn, á jólanótt! DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.