Dagrenning - 01.12.1950, Side 31

Dagrenning - 01.12.1950, Side 31
JÓNAS GUÐMUNDSSON: Þegar ræða skal um stjórnskipulag hér á landi í framtíðinni, eða breytingar á því stjórnarformi, sem við nú búurn við, er nauð- svnlegt að byrja á því að gera sér grein fyrir því í aðalatriðum, um livaða stjórnskipan getur vfirleitt verið að ræða, því tæpast er um annað að gera, en taka eitthvert þeirra stjórnarforma, sem nú eru til með þjóðum heimsins, og klæða það íslenzkum búningi, ef svo rnætti segja, svo að það geti samrýmst menningu okkar, venjum, hugsunarhætti og aðstæðum. Á vorum dögurn eru ekki til nema þrjú aðalstjórnarform, sem stjórnskipan allra landa er á einhvern hátt afbrigði af. Hið elzta þeirra er einræðið, en svo kallast það stjómarform, þar sem allt þjóðfélags- valdið — þ. e. löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdan'ald — er annaðhvort hjá ein- um einvöldum þjóðliöfðingja, — en sú skipan er nú víðast hvar að mestu úr sög- unni —, eða hjá einum st/órnmáiafiokki, sem ekki leyfir starfsemi annarra flokka, og hefur einræði í þeirri mynd breiðst mjög út síðan 1917 er þetta fornr var upptekið af kommúnistum í Rússlandi, og í framkvæmd er það þekktast í sambandi við ríki nasista, fasista og kommúnista. Næst í röðinni kemur þingræðið, en svo ber að kalla það stjómarfomi þar sem þjóðþing, k/örið í frjálsum kosningum á flokkagrund- velli, fer með allt þjóðfélagsvaldið, annað hvort beint eða óbeint. Valdskiptingin milli framkvæmdar- og löggjafarv'alds er óglögg í öllurn þingræðislöndum. Slíkt stjórnarfomr er það, sem nú er ríkjandi á Norðurlöndum, Bretlandi, Frakklandi, Niðurlöndum og Ítalíu. Algengust afbrigði þingræðisins eru þingbundin konungsstjórn og þingbundin forsetastjórn. Þetta stjórnarform er nú hér á landi. Þriðja stjórnarfonnið er þjóðiæði, en svo kalla ég það stjórnarform, þegar þjóðin sjálf, í beinurn eða óbeinum kosningum, skiptir þjóðfélagsvaldinu rnilli þeirra þriggja aðila, sem samkvæmt stjórnarskrá ríkisins eiga að liafa það ,með höndum. Þjóðræðið byggist auk þess á skiptingu þjóðarinnar í smærri heildir, sem eru í ýmsum greinum næsta óháðar alríkisheildinni, (ríki, kantónur — eða fylki). Greinilegasta einkenni þjóðræðisins er hin hreina skipting milli löggjafarv'alds og framkvæmdarvalds. Þjóðræði er það stjórn- arform, sem Bandaríki Norður-Ameríku og Sambandslýðveldið Sviss búa við. Ég hef af ráðnurn hug ekki nefnt neitt þessara stjórnarforma „lýðræði“ vegna þess hversu teygjanlegt það liugtak er og hve óskaplega það er misnotað í ræðu og riti. Lýðræði er heldur ekki til sem stjómarform, ef hugtakið er rétt skilgreint. Margir rugla mjög saman lýðræði og lýðfrelsi. Lýðfrelsi er ekki til í einræðisríki, en það er til í þeim löndum, sem búa við þingræði og þjóðræði, og aðalatriði stjórnskipunarinnar í lýðfrjálsu landi á að vera það, að varðveita sem bezt þetta frelsi — lýðfrelsið —, reisa sem ramm- astar skorður við því, að fólkið glati and- legu og veraldlegu frelsi sínu. DAGRENNI NG 29

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.