Dagrenning - 01.06.1951, Blaðsíða 4
„í Chunghoníf komu um 300 þús. manns sam-
an til þess aS taka þátt í sTokölluðum hópdóm-
stólum. Ung stúlka. háskólanemandi, að nafni
Chcn Kuo-tseng, hlaut almenna hylli, þegar
hún ákærði móður sína á eftirfraandi hátt:
„Fólk í leyniþjónustunni er ekki mannlegt,"
hrópaði hún. „Ég vii ekki þekkja þessa konu,
sem unnið hefir gegn stúdentafélagi okkar, sem
móður mína. Ég bið stjórnina að lífláta hana,
svo hún sé ekki lengur ógn fólksins.“
í Kwangtung skýrir fréttastofa kommúnista
svo frá, að faðir hafi komið til kommúnista
með son sinn og sagt: „Sonur minn er glæpa-
maður gagnvart þjóðinni. Ég vil, að hann sé
drepinn." (Mdbl.)
Til frekari sönnunar er þetta. Hinn 1. júní
s. I. birti Morgunblaðið eftirfarandi frétt:
! „Útvarpið í Shanghai skýrði i dag frá því, að
kommúnistar í Kína héldu áfram að lifláta fólk
hópum saman fyrir „andstöðu við stjórnarvöld-
in.“
Hafa kommúnistar sjáifir þá staðfest það, að
hinni hroðalegu ógnar- og ofsóknaöld í Kína
er langt í frá lokið.
Samkvæmt frásögn útvarpsins, voru 205
karlar og konur líflátnar á sex stöðum i gær.
Einn flokkurinn var líflátinn i Shanghai
sjálfri.
Útvarpsþulurinn skýrði glaðklakkalega frá þvi,
að aftökurnar hefðu verið framkvæmdar „sam-
kvæmt réttlátum kröfum almennings." —
Engum þeim, sem kynnir sér spádóma Biblí-
unnar, rannsakar þá af gaumgæfni og lætur
ekki heimskuguðfræði háskólanna og kirkj-
unnar villa sér sýn, kemur það á óvart, sem nú
er að gerast.
Nú eru að koma í Ijós ávextir menningar
vorra tíma, og það er af ávöxtunum, sem menn
geta þekkt tréð.
Það skiptir engu hvað menn segjast vera eða
þykjast vera eða kalla sig og sina menningu.
Það eru ávextirnir einir, sem ekki ljúga.
Vestrænar þjóðir ættu að reyna að draga rétt-
ar ályktanir af því, sem nú er að gerast í
Kína og Rússlandi, í stað þess að leggja allt kapp
á að sætta hið ósættanlega, eða reyna að sam-
eina réttlæti og ranglæti, því það er með öllu
ógerningur.
II.
Rikisforlagið í Moskva hefir nýlega gefið út
orðabók yfir 20 þúsund útiend orð í rússnesku
máli. Orðin Biblía og Religion, sem þýðir trúar-
brögð, eru meðal þeirra orða, sem þarna eru
skilgreind og er það gert á þennan hátt:
Biblía: „Safn fjarstæðukenndra helgisagna
án vísindalegs rökstuðnings, fuli af óskiljanleg-
um ummælum, sagnfræðilegum skekkjum og
mótsögnum. Notuð af kirkjunum til þess að
sætta fáráðan verkalýð við kúgunar örlög sín.“
Trúarbrögð (Religion): „Fjarstæðukenndur
átrúnaður á guði, engla og anda, átrúnaður,
sem vantar allan vísindalegan grundvöll. Trú-
arbrögð eru borin uppi og studd af afturhalds-
flokkum og notuð til þess að undiroka verka-
Iýðinn og til þess að tryggja vald borgarastétt-
arinnar.
Hindurvitnum þessara fornu trúarbragðs
hefir nú verið útrýmt með kommúnistískri
menntun hinna vinnandi stétta og með djúp-
stæðum skilningi þeirra á hinum vísindalega
fullkomnu kenningum Marx-Leninismans.“
Ekki er þetta birt hér vegna þess að það j
veki neina furðu, að slíkum skoðunum sé fram
haldið. Þetta er það, sem kennt er í guðfræði-
deild Háskóla Islands, prédikað í kirkjum vor-
um og börn vor frædd um af prestum þessa
lands. Þarf ekki frekari rök fyrir því að færa
en eftirfarandi tilvitnanir I tvo nútímanskenni-
menn. Þeir segja:
„Þetta er nú hið forna æfintýri úr barnæsku
Gyðingaþjóðarinnar."
„Hitt vekur meiri furðu, að nokkur menntað- j
ur maður nútimans skuii geta látið sér koma
til hugar að trúa á þetta sem heilagan sann-
leika, eða Iíta á það öðruvísi en það auðsjáan-
lega er: hugarburður löngu liðinna alda.“
„Syndafallið er ekkert annað en barnaleg j
þjóðsaga, hér um bil umsnúningur á veruleik-
anum. Eden mannkynsins var aldrci annað
en hrægrimm villimennska og það er þessi
arfur, sem mannkynið er að reyna að vaxa
frá.“ (Séra Benjamín Kristjánsson. Kirkju-
ritið 1950, bls. 124—125.)
„Frásagan um útburð hans (þ. e. Móse) er
þó þjóðsaga." — „Onnur Mósebók (2 Mós.)
segir svo frá, að Jahve hafi sent margar plág-
2 DAGRENNING