Dagrenning - 01.06.1951, Side 15

Dagrenning - 01.06.1951, Side 15
að liornsteini og byggður er á heilögu hugarfari hans, sem elskaði mennina mest og vildi hjálpa oss öllum til að lifa lífi voru þannig, að vér getum öðlazt sannan frið. Vér viljum í dag þakka þér fyrir handleiðslu þína og föðurforsjón. Þú leiddir oss í vísdómi. Ástríki þitt var oss hinn mikli aflgjafi og athvarf frá einni kynslóð til annarrar. Þú veizt að vér, sem í þessu landi búum, erum fá og smá. Frá yztu annesjum til innstu dala íslands ert þú beðinn að vera með oss í lífsstríðinu og leysa vandann á hættu- fidlum og óráðnum tímum. Gef, að vér megum sjálf leggja fram allavorakrafta í óbifanlegri trú á þig og trausti til þín. Ger oss sterka, sanna, frjálsa. Læg storma sundurlyndisins. Efl kærleikann í hverju brjósti. Vak yfir þjóðinni og láttu fegurstu drauma hennar rætast. Láttu himin þinn og miskunn þína Ijóma yfir landi og þjóð. Leið oss öll, faðir, í vísdómi þínum um leyndardómsfulla vegu jarðlífsins, og opna oss hinn bjarta faðm eilífðarinnar, er lífsskeið vort er runnið. Vér biðjum af ölhi hjarta, allri sálu og öllum huga um hjálp þína, vegsögu þína og líkn. Kenn oss öllum, yngri og eldri, að feta í fótspor Frelsarans og lúta leiðsögn hans og boðskap. Lát þinn vilja verða á Islandi — og þitt ríki koma þar og um gjörvallan heiminn. í Jesú nafni.“ * Það sæmir ekki að hefja gagnrýni á þessa bæn kirkjulegra yfirvalda, enda óþarfi. Hún er ekki fyrst og fremst bæn fyrir íslandi og íslenzku þjóðinni, fyrir velgengni hennar og blessun, heldur — eins og vera átti — tilraun til að sameina þjóðina í bæn fyrir heimsfriði og auðvitað þykjast allir vilja frið og allir tala um frið þótt þeir hinir sömu undirbúi ófrið, stuðli að ófriði og uni sér aldrei nema í ófriði. Ég hlustaði bæði á biskup landsins og séra Sigurbjörn Einarsson tala á þessum „friðardegi“ þjóðkirkjunnar. En hvorugur þeirra nefndi á nafn friðarspillinn sjálfan — Satan — og þjóna hans, sem nú birtast í mörgum myndum, meira að segja í friðar- dúfna líki og „friðardúfnaþingi". Meðan engin rödd innan kirkjunnar þorir að rísa gegn hræsnurum, svikurunum og níðingun- um í þjóðfélögunum á líkan hátt og sjálfur höfundur kristninnar, Jesús frá Nazaret, reis á sínum tíma gegn Fariseum og skriftlærðum og sagði: „Vei yður þér hræsnarar" — „þér nöðruafkvæmi", sem „eigið djöfulinn að föð- ur“, er kirkjan verri en gagnslaus, því allar tilraunir hennar til þess að reyna að sameina Ijós og myrkur, sannleika og lýgi, réttlæti og ranglæti, eru í þágu hins illa en ekki þjón- usta við höfund kristindómsins. Meðan kirkjan ekki tekur ákveðna afstöðu gegn kommúnismanum, sem er hreinræktað, djöf- ullget vísinda- og vantrúarkerfi, er kirkjan ekki í þjónustu Jesú Krists heldur andstæð- ings hans — Satans, og á meðan svo er getur hún enga leiðsögn haft á hendi til hins fyrir- heitna lands, hvorki þess jarðneska, né hins himneska. * Nú hefur það þó á unnist, að íslenzka kirkjan hefur á ný, eftir óralangan svefn, tek- ið upp sinn sérstaka bænadag. Það er gott. Einn af prestum þjóðkirkjunnar, sóknarprest- ur Seyðisfirði, hefur í ekki ófróðlegri grein, í mánaðarritinu Gerpi, leitt rök að því, að ís- lenzka kirkjan hafi bókstaflega týnt sínum fornhelga bænadegi, sem enn sé í miklum heiðri hafður með öðrum kristnum þjóðum. Honum farast svo orð: „Ef þér nú, góðir lesendur, lítið í alma- DAGRENN I NG 13

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.