Dagrenning - 01.06.1951, Qupperneq 16

Dagrenning - 01.06.1951, Qupperneq 16
nakið yðar og flettið upp 5. sd. eftir páska, þá fáið þér fróðlega skýringu á málinu. Þar stendur í sviga við þann dag orðið rogate, sem er latína, og þýðir: biðjið. Texti kirkjunnar er Jóh. 16. Biðjið í Jesú nafni. Þetta er sem sé bænadagurinn — hinn almenni bænadagur kristinnar kirkju. Þessi almenni bænadagur hefir verið þannig auðkenndur í íslenzku al- manaki, vafalaust frá því fyrst var gefið út al- manak, og áður hefir þessi dagur vísast átt sinn stað í íslenzku fingrarími. Hinn almenni bænadagur hefir því verið til, sennilega frá fyrstu kristni i landinu. Verður því varla séð að hugmyndin um al- mennan bænadag sé neitt nýmæli í landinu hér, heldur er þetta dagur, sem ákveðinn er af kirkjufeðrum, sem mótuðu helgisiðaform kristinnar kirkju á löngu liðnum öldum. Hitt er svo getraun mikil og rannsóknar- efni, hversvegna þessi dagur hefir glatast úr íslenzku trúar og kirkjulífi, á sama tíma og hann er í heiðri hafður í öllum nágranna löndum vorum.“ (Gerpir 5. árg. 4. tbl.) Þannig farast sóknraprestinum orð, og er hér hvert orð vafalaust satt og rétt. En sókn- arpresturinn þarf tæpast lengi að leita að ástæðunni fyrir brottfalli bænadags kirkjunn- ar. Hans örlög hafa að sjálfsögðu verið ná- tengd breytingunni, sem orðið hefir á kirkj- unni síðustu 50—60 árin. Auðvitað hvarf bænadagurinn þegar kirkjan hætti að boða íólki trú á Jesúm Krist sem Drottinn og Frels- ra syndugra manna. Þá var hans ekki lengur þörf. Það er eins og presturinn skilji ekki enn þá mikilvægu staðreynd, að kirkjan trúir ekki lengur á Jesúm Krist, þótt hún kenni sig enn við hann. Nútíðar menn líta svo á að þeir séu ekki syndarar — þeir þekkja ekki það orð. Þeir þurfa þess vegna ekki að frels- ast frá neinni synd, og þess vegna þurfa þeir engan írelsara. Kirkjan trúir því ekki lengur að nein yfir- skih’itlega, ill vera sé til, sem leiði menn af- vega og á glapstigu, og tortími þeim að lokum, ef þeir forherða sjálfa sig. Þess vegna þekkir kirkjan ekki lengur „drekann mikla, sem kall- aður er djöfull eða Satan“. Hún hefir af- skrifað hann. Djöfullinn var aðeins hugar- burður sem stafaði af „skennnd í heilanum" eða „óreglu á taugakerfinu“, að dómi nútíð- ar presta og vísindanna. Og þegar enginn djöfull er lengur til, og engan vansælustað lengur að óttast, hvað þurfa menn þá að vera að flækjast lengur með bænir, bæna- dag, Krist og frelsara. Þetta er þá réttilega allt óþarft, enda allt horfið, því Kristur var að- eins venjulegur maður og djöfullinn hugar- burður samkvæmt kenningum nútíma guð- fræði. Þetta eru aðeins örfá sprek, saman- borið við allt það stónúði, sem sóknarprestur- inn á Seyðisfirði mun finna þegar hann gerir alvöru úr þeirri fyrirætlun sinni að ganga á fjörur og hefja leit að ástæðunum fyrir því hvers vegna íslenzka þjóðkirkjan týndi bænadegi sínum, sem hún nú aftur — góðu heilli — hefir fundið, að því er virð- ist aðallega fyrir tilverknað Víkverja í Morg- unblaðinu, samanber eftirfarandi ummæli í Mbl. 29. apríl s. 1.: „Fyrir nokkrum árum var stungið upp á því liér í dálkunum, að það væri vel við eig- andi, að halda almennan bænadag árlega hér á landi, eins og tíðkast í öðrum kristn- um löndum. Síðasta prestsastefna samþykkti svo að taka upp þennan sið og í dag verða sérstakar messur og helgistundir í flestum eða öllum kirkjum landsins.“ Þá veit maður þetta, svo hér eftir þarf hvorki sóknarpresturinn á Seyðisfirði né aðrir að efast um hvaðan sú alda er runnin, að kirkjan hóf nú loks leit að sínum týnda bænadegi. Grein sóknarprestsins á Seyðisfirði er á ýmsan hátt athyglisverð og ólík því sem menn liafa átt að venjast að undanfömu frá kirkjunnar mönnum. En í þessu riti verður ekki komist hjá að geta þess, að hvort sem 14 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.