Dagrenning - 01.06.1951, Síða 8

Dagrenning - 01.06.1951, Síða 8
atburður, sem var leiðinlegur svo ekki sé rneira sagt. Hann var sá, að stjórnin skyldi telja sig þurfa að kveðja þingmenn til fundar til þess að bera sáttmálann undir þá, en kveðja þó ekki hreinlega saman Alþingi. Ríkisstjómin hefir vafalaust ekki þurft sam- þykki Alþingis til þess að gjöra vamarsátt- málann því Alþingi hafði áður formlega samþykkt Atlantshafssáttmálann og íslend- ingum var öllum kunnugt, að hér hlutu að verða herstöðvar fyrr eða síðar. Ríkisstjómin mun hinsvegar hafa talið sér skylt að skýra þingmönnum þeirra flokka, sem hún styðst við, syo og Alþýðuflokknum, sem styður ut- anríkisstefnu núverandi rikisstjórnar, frá því, sem var að gerast, og talið réttara, til þess einstakir þingmenn gætu síður gert banda- lag við kommúnista á eftir, að tryggja sér yfirlýsingar þeirra, og er henni það ekki lá- andi, þar sem í öllum þrem flokkunum eru menn, sem hafa óhugnanlega tilhneigingu til þess að hengja sig aftan í kommúnista í hverju máli, sem eitthvað snertir utanríkis- mál þjóðarinnar,og alveg sérstaklegaefBanda- ríkjamenn eru þar annars vegar. Það skal tekið skýrt fram að ég lái ríkisstjórninni það á engan hátt þó hún vildi ttyggja sig fyrir þessari væntanlegu rýtingsstungu í bakið frá sínu eigin flokks eða stuðningsliði, en óneitanlega hefði það verið frjálsmann- legra og betur viðeigandi að kveðja þá Alþingi sarnan fyrir opnurn tjöldum og leggja fyrir það samninginn. Það skal hins vegar fúslega viðurkennt að sú leið var tæpast fær, því á Al- þingi sitja nú 8 þingmenn — þingmenn kommúnista — sem í einu og öllu ganga er- inda hinnar rússnesku heimsveldisstefnu, og hvenær sem er eru reiðubúnir til njósna og hverrar annarar landráða og svikaþjónustu, sem af þeim er heimtuð af hinum erlendu vfirboðurum þeirra. Þess er tæpast að vænta að ríkisstjómin vildi eiga á hættu að atburðir þeir endurtækju sig aftur, sem hér urðu 30. marz 1949, er kommúnistar tefldu í fyrsta sinn frarn manndrápsliði sínu í árásinni á Alþingishúsið. Aðferð sú, sem ríkisstjórnin notaði, var því óneitanlega sú hyggilegasta, enda kom hún kommúnistum verst, því þeirn gafst ekki tækifæri til neinna óspekta eða æsinga í sambandi við komu hersins hing- að til lands. En þessi staðreynd, að Alþingi sé í raun og veru óstarfhæft þegar fjalla þarf þar um þýðingarmikil utanríkismál, er býsna alvar- leg og sýnii best eina af höfuðveilum þing- ræðisins, sem er sú, hve greiðan aðgang jafn- vel ódulbúnir svikarar og landráðalýður á inn í þýðingarmestu stofnanir frjálsra þjóða, sem við það skipulag búa, ef þjóðin sjálf lætur glepjast af lygum og loforðaglamri slíkra manna. Það er ekki skemmtileg tilhugsun fvrir okkur hér í Reykjavík að vita það, að land- ráðalýður kommúnista getur á hvaða augna- bliki sem er kallað út úr öllum stofnunum þjóðfélagsins, allt frá Alþingi sjálfu og niður í barnaskóla borgarinnar, tugi eða jafnvel hundruð manna sem eru þess albúnir að ráð- ast á samborgara sína með bareflum, grjót- kasti og öðrurn vopnum, sem þeirn vrðu í hendur fengin, til þess að limlesta þá og drepa. Það er heldur ekki skemmtileg tilhugs- un að þessi sami landráðalýður ræður tveirn stærstu verklýðsfélögum Reykjavíkur og hefir komið ár sinni svo fyrir borð þar, að hann getur beitt þeim félagsskap í baráttu sinni hvenær sem hann telur þess þörf. Þannig er ástandið nú í dag undir voru marglofaða lýðræði og þingræði, og menning- arstig höfuðstaðarbúa er slíkt, að í hvert sinn sem það fréttist, að kommúnistalýður Reykja- víkur ætlar að „pissa upp við húsvegg,“ - eins- og Sveinn í Firði orðaði það á sínum tírna, — flykkist fjöldi manna að til þess að taka þátt 6 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.