Dagrenning - 01.06.1951, Side 19
hvem hápunkt á þessu ári, sem nú er skammt
undan?
Vér skulum athuga nokkur 666 ára tímabil
í sögu vorra tíma. Fyrri heimsstyrjöklin hófst
28. júlí til 4. ágúst 1914. Þremur 666 daga
tímabilum siðar var liið ógæfusama Þjóða-
bandalag stofnað (10. janúar 1920). Fjómm
tímabilum síðar var hin kunna afvopnunar-
ráðstefna í Washington (10. nóvember 1922).
Tólf tímabilum síðar var árásin á Pearl Har-
bour gerð (7—8. desember 1941). Fjórtán
tímabilum síðar féll atómsprenjan og batt
endi á síðari heimsstyrjöldina (1.—14. ágúst
1945). Sextán 666 daga tímabilum síðar var
Norður-Atlantshafssáttmálinn kunngerður
(18.—24. marz 1949).
Hinn 20. ágúst 1939 gerði Hitler samn-
ing við Stalín um innrás í Pólland og flýtti
með því fyrir byrjun síðari heimsstyrjaldar-
innar. Einmitt 666 dögum síðar, í vikunni
15.—22. júní 1941, hóf Hitler stríð gegn
Rússlandi. Skeði allt þetta af tilviljun, eða
sýnir það æðri stjórn á rás viðburðanna?
*
Svo rninnzt sé aftur á tímatal Múhameðs-
trúarmanna þá reiknuðu þeir tímann í tungl-
árum, sem töldu 354 daga. Veitið athygli orð-
um Ritningarinnar í Daníel 12:12, en þar
segir: „Sæll er sá, sem þolugur þreyr og náð
getur 1335 dögum“. Múhameðstrúarmenn
hertóku Jerúsalem og réðu henni þar til
Allenby leysti hana með brezkum hersveit-
um árið 1917, en eftir það var Gyðingum
leyft að snúa heim aftur. En nú var árið 1917
þrettán hundruð þrítugasta og fimmta ár
múhameðska tímatalsins! Á tyrkneskri mynt,
sem slegin var þetta ár, stendur öðrum megin
1917 e. Kr., en hinum megin 1335. Þetta
var síðasta árið, sem þess konar mynt var
mótuð.
*
Hinar sjö tíðir, eða 2520 dagar, er mjög
merkilegt tímabil í Ritningunni. Nú liðu
2520 dagar frá upphafi fyrri heimsstyrjaldar-
innar þar til Bandaríkin undirrituðu friðar-
samningana við Þýzkaland (2. júlí 1921).
Frá þeim tíma er Hitler fyrst bauð heim-
inum bvrginn í Múnchen (27. september
1938) til loka síðari heimsstyrjaldarinnar
liðu 2520 dagar. Frá 1. september 1939, þegar
síðari heimsstyrjöldin hófst, þar til þjóðimar
komu saman, 27. júlí 1946 til þess að gera
drög að friðarsamningum, liðu 2520 dagar.
Briand-sáttmálinn, sem fordæmdi stríð, stóð
í 2520 daga. Frá þeim tíma, er öxulríkið
Japan réðist inn í Kína (7. júlí 1937) og til
þess dags, er bandamenn gerðu innrásina
í Evrópu (6. júní 1944) liðu 2520 dagar.
*
Talan 1290 er tengd eyðileggingunni
(Daníel 12:11). Hún var tala Hitlers. Flest
meiri háttar skref hans voru stigin með milli-
bilum, serp voru margfeldi af 1290. Til dæmis
var fyrsta hemaðarskref hans að ráðast inn í
Rínarlöndin (7.—15. mars 1936). Einmitt
1290 dögum síðar sigraði hann Pólland (19.—
26. september 1939). Rússland einkennist
einnig af þessari tölu. Það hóf þátttöku sína
í fyrri heimsstyrjöldinni 31. júlí 1914. Ein-
mitt 1290 dögum síðar, 10. febrúar 1918,
sagði það skilið við málstað bandamanna og
ruddi þannig kommúnistabyltingunni braut.
*
Ezekiel 4:5—6 sýnir að talan 390 er tala
resfingarinnar. Stóra-Bretland átti nákvæm-
lega fjórum sinnum 390 daga tímabil í fvrri
heimsstyrjöldinni. Þátttaka Bandaríkjanna í
sömu stynjöld stóð einmitt í 1V2 slíkt tímabil.
Borgarstvrjöldin í Bandarikjunum stóð í
fjórum sinnum 390 daga (talið frá fyrsta
skoti, sem hleypt var af, til hins síðasta). I
frelsisstríðinu áttu Bandaríkin í fjómm sinn-
um 390 daga, þ. e. frá því er frelsisyfirlýsing-
DAGRENNING 17