Dagrenning - 01.06.1951, Qupperneq 17
það stafar af misskilinni húsbóndahollustu,
eða öðru verra,virðist sóknarprestur þessi með
öllu hafa gleymt hinu frábæra heilræði Hall-
gríms Péturssonar: „Vinn það ei fyrir vinskap
manns að víkja ag götu sannleikans," en því
ættu prestar allra manna síst að gleyma.
*
Bænadagurinn 29. apríl 1951 var ekki al-
mennur bænadagur íslenzku þjóðarinnar,
heldur endurvakinn gamall bænadagur kirkj-
unnar. Almennur bænadagur þjóðarinnar á
að vera fyrirskipaður af forseta landsins og
ríkisstjórn, og ná þannig til allra kristinna og
nafnkristinna safnaða með þjóðinni. Slíkan
bænadag höfum við ekki enn eignast, og
hann á ekki að vera bundinn við neinn ákveð-
inn dag, heldur að haldast þegar þjóðin á í
erfiðleikum eða þarf að þakka veittar vel-
gjörðir. Þann bænadag á þjóðin öll að hafa
tækifæri til þess að koma fram fyrir Frelsara
sinn og biðja Hann um hjálp og varðveizlu,
og hún á þá líka að þora að biðja um ákveðna
hluti og biðja Hann að bæta úr því, sem er
hennar böl.
Þess var vænst, að stærsti söfnuður lands-
ins, þjóðkirkjan, beitti sér fyrir því við stjóm-
arvökl landsins, að almennur þakkargjörðar-
dagur yrði haldinn vegna þeirrar dásamlegu
vemdar, sem íslenzka þjóðin naut í ógnum
siðustu styrjaldar, og að sá dagur yrði jafn-
framt upphaf að trúarlegri vakningu með
landsmönnum, en á slíkri vakningu er þjóð-
inni rnikil þörf, ef hún á ekki að glata sjálfri
sér í innbyrðis deilum um heimskulega —
oft írnyndaða — stundarhagsmuni, og
dmkkna í ómenningu efnishvggjunnar.
Þetta hefir ekki orðið enn og er það illa
farið. En það er ekki þjóðin, sem hér á sök,
heldur leðitogar hennar, andlegir og verald-
legir. Þeir treysta ekki á Drottin heldur á
jarðnesk vísindi og heiðin bandalög. Þó verð-
ur það að segjast og segjast skýrt, að bæna-
dagur þjóðkirkjunnar var spor í rétta átt, því
hann getur orðið upphaf meiri tíðinda í þess-
um efnum er tímar líða.
#
Það er ákaflega athyglisvert hversu um
skipti hvað tíðarfar snerti strax eftir bæna-
daginn. Hin rniklu harðindi á Norður- og
Austurlandi virtust mundu valda fjárfelli á
stóru landsvæði. Vegna snjóa var svo til
ókleift að koma því litla fóðri, sem til var,
milli bæja og byggðarlaga þóttöllvorvéltækni
væri tekin í þá þjónustu og í engan kostnað
horft. Sveitirnar, sem látið gátu hey, voru að
verða heylausar sjálfar. En stiax eftii bæna-
daginn bieyttist veðiáttan. Hlýja kom og
snjóa tók að leysa. Enginn efi er á því, að
þessi miklu harðindi hafa staðið hugum
margra íslendinga næst á bænadaginn, og er
ekki að efa, að sú bæn hefir verið heyrð, þótt
ekki væri hún nema óbeint fólgin í bæn dags-
ins. Hér hefir það rættst, sem Kristur sagði
oss: „Faðir yðar veit hvers þér við þurfið
áður en þér biðjið hann.“
Þó er það enn athyglisverðara hvernig Guð
svaraði bæn kirkjunnar urn íiið, — þann
frið, sem á „réttlætið að homsteini“, og sem
um var beðið fyrst og frernst þessari þjóð til
handa.
Réttii viku eftii bænadaginn kom hingað
til Iands veindailið fiá Bandaríkjunum, og
ísland gerðist viikui aðili í vörnum hinna
fijálsu þjóða, en einmitt nógu öflugt „ísraels-
þjóðabandalag" er eina vonin, sem vér nú
eygjum fyrir varanlegum heimsfriði. Þannig
svaraði Guð bæn kirkjunnar um frið. Hvor-
ugu þessu ættu menn að gleyma þegai þeii
minnast bænadagsins.
Engilsaxneskar og norrænar þjóðir eru
„ísrael nútímans“ — Guðs útvalda þjóð, —
sem hefur það hlutverk samkvæmt Biblíunni,
að vera þjónn Guðs hér á jörðu. Sú þjónusta
er ekki fólgin í því að diottna yfii öðium
DAGRHNNING 1S