Dagrenning - 01.06.1951, Page 7
ekki frá öðrum þjóðum, því hjá Bandaríkj-
unurn er mests styrks að vænta ef út af ber,
auk þess kynntumst við þeim best í síðasta
ófriði og höfum átt við þau margháttuð við-
skipti síðan, m. a. í sambandi við Kefla-
víkurflugvöll.
Þess er að vænta, að íslendingar reynist
nú það þroskaðir, að þeir láti ekki fimmtu
herdeild Rússa hér, kommúnista og leppa
þeirra, komast upp með að spilla sambúð
herliðsins og íslendinga, en það mun verða
eitt af höfuðverkefnum þeirra. Það verður
og að vænta þess, að yfirstjórn hins banda-
ríska herliðs sækist ekki beinlínis eftir
fimmtuherdeildar mönnum eða dindlum
þeirra til þjónustu fyrir sig, en á því bar mjög
er Bandaríkjaherinn var hér hið fyrra sinn,
að slíkar persónur væru sérstaklega eftirsótt-
ar í þjónustu hans.
Sá samningur, sem nú hefur verið gerður
við Bandaríkin er annar samningurinn þess-
arar tegundar, sem íslendingar gera við
Bandaríkjamenn. Hinn fyrri var gerður 7.
júlí 1941, en þessi kom til framkvæmda
7. maí 1951. Það eru því sem næst nákvæm-
lega 10 ár milli þessara samningsgerða og er
það næsta athyglisvert. Hinn fyrri samning-
urinn var í gildi frá 7. júlí 1941 til 7.
október 1946, að Keflavíkursanmingurinn var
greður. Með þessum nýja samningi fellur
Keflavíkursamningurinn úr gildi og nýr
samningur verður gerður um rekstur flug-
stöðvarinnar þar.
Með vamarsáttmála íslands og Banda-
ríkjanna verður ísland virkur þátttakandi í
Atlantshafsbandalaginu, og leggur fyrsta
skerf sinn til bandalags hinna frjálsu þjóða.
Hinir skammsýnu stjómmálaleiðtogar, sem
árið 1947 hrökktu Bandaríkjamenn burtu
héðan með þær sterku hervamir, sem þeir þá
höfðu byggt hér upp og vildu fá að lialda
um hríð, meðan allt útlit í heimsstjómmál-
um var enn ótryggt, og loft allt lævi blandið,
hafa nú orðið að viðurkenna skammsýni sína
og undanhald fyrir fimrntu herdeild komm-
únista, og semja urn hervemd landsins á nýj-
an leik. Að þeim samningum stöndum vér
nú ólíkt ver, en vér hefðum staðið 1947, en
um þetta tjáir ekki að tala, og bezt er að reyna
að gleyrna þeirri stjómmálaglópsku, sem þá
var framin. Þó verður ekki hjá því komist að
veita því athygli, að það eru sem næst allt
sörnu mennirnir, sem nú gera hinn nýja vam-
arsamning, og þeir sem þá gengu harðast
fram í því að fá herliðið flutt burt, og töldu
„að ekki kæmi til mála“ að hafa hér „erlent
herlið á friðartímum“.
Enginn skilningur ríkti þá á því, að síðan
1914 hefur staðið yfir alheimsstyrjöld og
stendur enn, og að meðan þeirri styrjöld er
ekki lokið geta engir „friðartímar“ verið, því
þótt vopnahlé sé á ýmsurn stöðum er ann-
ars staðar barist og öðrum vopnurn beitt.
Fjármálastyrjöld, viðskiptastyrjöld, „kalt
stríð“, stjómarbyltingar og borgarastyrjaldir
eru allt greinar af sömu rót — alheimsstyijöld
kommúnismans, sem hófst 1914 og stendur
yfir enn.
Hver sannur íslendingur fagnar því, að ís-
lendingar eru nú orðnir virkir þátttakendur
í samstarfi frjálsra þjóða til vamar frelsi
sínu og menningu. Þó skortir hér á enn, að
vér eigurn sjálfir engan heimaher — þjóð-
vörð eða þjóðlið — sem vér getum gripið
til, ef hættu ber að höndum. Slíkan hen'örð
þarf að setja á fót sem allra fyrst, velja í hann
unga og hrausta menn, sem eru lausir við
hina kommúnistisku drepsótt og fúsir til að
leggja líf og starf fram fyrir ættjörð sína.
Verður að vænta þess, að næsta Alþingi
sýni fullan skilning á því, að stofna íslenzkan
þjóðvörð og veita fé til að búa hann og þjálfa.
*
í sambandi við hinn nýja hervarnar sátt-
mála íslands og Bandaríkjanna gerðist einn
DAGRENNING g