Dagrenning - 01.06.1951, Blaðsíða 10

Dagrenning - 01.06.1951, Blaðsíða 10
fyrri, með dvöl bandarísks og brezks her- liðs hér í landinu, á höfunum umhverfis það og í loftinu yfir því. ísland er, hvað legu snertir, einhver allra þýðingarmesti bletturinn á hnettinum, þegar til styrjaldar kemur rnilli Ameríku — hins nýja heims — og Asíu — hins gamla heims' — því sú styrjöld verður að verulegu leyti háð á norðurhveli jarðar. Lega íslands gerir það því að verkum, að óhjákvæmilegt er, að hér á landi verði gerð mjög öfíug herstöð, og mun því ísland verða eitt þýðingarmesta og öruggasta vígið í orustu ísraelsþjóða nútímans við hið heiðna Gógs- bandalag Asíu, sem Rússar hafa forustu fyrir. ísland verður hin ósigrandi „Malta“ Atl- antshafsins í næstu stórstyrjöld, og meðan sú styrjöld geisar verður hér á landi færð fram og viðurkennd sú mikla staðreynd, að hinar norrænu og engilsaxnesku þjóðir eru hin wikla ísraelsþjóð Guðs. Nú þegar er mörgum þetta ljóst orðið, þó skal hér enn einusinni bent á hvemig saga vorra tíma nákvæmlega sannar spádóma Pýramídans mikla og Biblíunnar um þessi efni. Árið 1939 var þetta skráð: „Á tímabilinu 1948 til 1953 mun fara fram endurskipan heimsmálefnanna undir forustu hins upplýsta ísraels, því að allar ísraelsþjóðimar — þ. e. Breska heimsveldið, Bandaríkin, ísland, Noregur, Svíþjóð, Dan- mörk, I-Iolland og Finnland og Estland, sem að nokkrum hluta eru ísraelsþjóðir, — munu (á þeim tíma) ganga saman í voldugt, sam- stillt ríkjabandalag frjálsra þjóða og verða þannig að voldugri og mikilli (en blandaðri) „þjóð“, sem Guð ætlar það hlutverk, að leiða blessun ytir allt mannkyn." (A. Ruth. ísrael Britain. Útg. 1939 bls. 754.) Sarni höfundur, A. Rutherford, segir ber- um orðum að þetta muni gerast á tímabilinu 11. nóv. 1948 til 20. ágúst 1953. í greininni „11. nóv. 1948“ í 5. hefti Dag- renningar 1948, og í greininni „ísland og árið 1948, í 1. blaði ársins 1949, hefi ég sýnt mjög rækilega fram á hversu þessi spádómur hefir ræzt bókstaflega, og að það bandalag, sem Biblían og spámælingar Pýramidans muni eiga við, sé Atlantshafsbandalagið, sem einmitt var komið á fót á tímabilinu frá ri. nóv. 1948 til 18. marz 1949. Síðan hefir þetta bandalag stórum eflst og er nú hin eina von mannkynsins um frið á jörðunni, því Sameinuðu þjóðirnar geta augljóslega ekki varðveitt frið í heiminum. Atlantshafsbandalagið verður þó ekki „fullskapað" fyrr en 1953 og þá má búast við að lokaþáttur átakanna milli þess og Gógsbandalags Asíuþjóðanna hefjist. Það er háskalegt skeytingarleysi, að hyggja ekki nánar að þessum hlutum en almennt er gert. 8 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.