Dagrenning - 01.06.1951, Page 9
í athöfninni með næn'eru sinni, lófaklappi
og öðru tilbærilegu hátterni.
Lausatökin, sem hér eru á öllum sviðum,
skapa þessu fólki líka skilvrði til að troða
þannig frekju sinni upp á aðra borgara. Má
í því sambandi minnast þess, að ennþá —
eftir rneira en tvö ár — er ekki fallinn Hæsta-
réttardómur yfir landráðalýðnum, sem tók
þátt í árásinni á Alþingishúsið 30. mars 1949.
Það tekur vísast full 3 árin að ná dómi yfir
þeim mönnum, og hvað mundi þá, ef árekst-
urinn hefði orðið enn alvarlegri. Slík lausa-
tök á öllum sviðum leysa upp þjóðfélögin
svo að þau verða ákjósanlegur vettvangur
fy'rir hverskonar glæpalýð, sem að lokum
tekur með byltingu öll ráð í sínar hendur.
Það er kominn tími til þess, að menn átti
sig á því hvert stefnir. Það er kominn tími
til þess að liinir svonefndu íslenzku stjóm-
málaflokkar hætti öllu samstarfi við landráða-
lýð kommúnista á öllum sviðum og í öllum
stofnunum og félögum, og það er kominn
tími til þess að Alþingi og öðrum stofnunum
þjóðfélagsins verði lokað fyrir þessunr land-
ráðalýð. Upplausnin verður að hætta og í
hennar stað að koma meiri festa og styrkleiki
í allar þjóðfélagsframkvæmdir, og meiri
drengskapur og sanngimi að verða ráðandi
innbyrðis meðal þjóðfélagsþegnanna.
Ef koma hins nýja herliðs frá Bandaríkjun-
um gæti stutt að því, að hugsunarháttur ís-
lendinga brevttist í þá átt, væri það ekki til
einskis komið og hefði markað merkileg
tímamót í sögu og menningu íslendinga.
Ég hef látið svo um mælt áður, að ég teldi
að ísland mundi verða ein allra þýðingar-
mesta herstöð frjálsra þjóða í lokaátökum
þeim við Gógs-bandalagið, sem nú eru fram-
undan. Ég er sömu skoðunar enn, og her-
sveitir Bandaríkjanna, sem nú eru hingað
komnar með fullu samþvkki og vilja allra
íslendinga em fyrsta merki þess, að sú spá
rætist.
Verið því velkonmir, Bandaríkjamenn!
*
Eins og vikið er að á öðrurn stað í þessu
hefti Dagrenningar er það næsta athvglis-
vert, að svar Drottins við friðarbæn íslenzku
þjóðkirkjunnar skyldi verða það, að senda
bandarískt herlið til íslands, til vemdar landi
og lýð. Nákvæmlega einni viku eftir bæna-
daginn lenti fyrsti flokkur varnarliðsins á
íslandi.
Og daglega að kalla sjást merki þess, að
hin illa stefna kommúnista rnissi meir og
meir tökin. Hið stórkostlega verkfall, sem
efnt var til í maímánuði fjaraði út eftir þrjá
daga, og í stað þess að verða til þjóðfélags-
legrar bölvunar eru allar líkur til að það verði
upphaf að nýrri skipan á skiptum verkalýðs
og atvinnurekenda á miklu eðlilegri grund-
velli en verið hefir til þessa.
Þannig snúast jafnvel illir hlutir til góðs,
ef Guð er með í verkinu.
Á undánförnum árum hefir því margoft
verið haldið fram, bæði í Dagrenningu og
fleiri ritum, sem fást við spádómsskýringar,
að íslands biði mikilvægt hlutverk í náinni
framtíð. Því hefir ennfremur verið haldið
fram, að þetta hlutverk væri fremur andlegs
efnis en veraldlegs, því íslendinga skorti
flest, sem til þess þarf að vera forustuþjóð í
veraldlegum skilningi.
Hlutverkið sem íslandi og íslenzku
þjóðinni er alveg sérstaklega ætlað, er það, að
þjóðin átti sig á því fyrst alíra þjóða, að hún
sé „hluti af hinum mikla ísraelslýð Guðs“,
og kannist við það opinberlega að svo sé.
En til þess að íslendingar geti rækt nokk-
urt andlegt starf svo að verulegum notum
komi verður þjóðin að búa við öryggi, því
örvggislaus þjóð er óhæf til andlegrar for-
ustu. Fyrir þessu öry'ggi mun Drottinn sjá
íslendingum á sama hátt nú í síðasta þætt-
inum, og hann vemdaði hana í tveim þeim
DAGRENN I NG 7