Dagrenning - 01.06.1951, Blaðsíða 26

Dagrenning - 01.06.1951, Blaðsíða 26
einskonar „kalt stríð“ við þá menn, sem við höfðurn beðið um að koma okkur til hjálpar í umkomuleysi okkar og varnarleysi. Finnst mönnum þetta ekki göfugt hlutverk fvrir ungmennafélög landsins? Ég veit ekki hvað öðrum finnst, en mér finst það fyrirlitlegt og ósæmandi bæði æskulýðnum sjálfum og þjóðinni allri. Og hvers konar félagsskapur eru ungmennafélögin nú orðin? Þau eru a. m. k. í kaupstöðum gegnsýkt af kommún- isma, sem birtist í heimskulegu gaspri um hættu sem stafa á frá öllum öðrurn en Rússurn og dindlum þeirra, og rninna einna helst á hina heimaríku rakka, sem voru víða á bæjum fyrr meir og öllum voru hvum- leiðir. Hún er alveg óskiljanleg þessi dæmalausa þjónusta ríkisútvarpsins við þessa kommún- istísku og hálfkommúnistísku vindbelgi. Það er eins og sóttst sé eftir þeim alveg sérstak- lega. Þeir eru tvndir upp úr hinurn ólíkleg- ustu stöðum, og valið hlýtur að byggjast á al- veg óvenjulegu lyktnæmi eða fjarskynj- unarhæfileikum hjá forráðamönnum út- varpsins. Veit ekki útvarpsráð, sem þykist vera „lýðræðislegt“, að allt „lýð- ræði“ í þessu landi hefir fyrir löngu fengið nóg af þessu fimbulfambi og vindbelg- ingshætti þessara hálfkommúnista eða nyt- sömu sakleysingja, sem verið er að trana framan í menn í tírna og ótíma? Veit það ekki og skilur, að það er blátt áfram móðgun við mikinn hluta landsmanna að láta þetta koma fyrir hvað eftir annað? Vafalaust mun útvarpsráð afsaka sig með því, að þessir menn misnoti þann trúnað, sem þeim er sýndur, en þá ætti „refsingin" að vera fyrst og fremst sú, að þessir vindbelgir kæmu ekki aftur fyrir eyru almennings. Og það er ekki nóg með að þetta sé móðg- un við allan þorra þjóðarinnar, það er líka móðgun við hinn erlenda her, sem hingað er kominn samkvæmt ósk íslenzkra stjórnar- valda, en fær svo slíkar kveðjur í sjálfu út- varpi íslenzka ríkisins. Slíkir hlutir geta ekki gerst nema hjá þjóð, sem annað hvort enga mannasiði kann, eða gleyrnt hefir öllu vel- sæmi. Eru þeir menn, sem stjóma ríkisútvarpinu í „forföllum“ þeirra Jónasar Þorbergssonar og Helga Hjömar, virkilega svo mikil böm að vita það ekki, að kommúnistar reyna að lauma áróðri sínurn inn um öll þau göt sem finnast kunna á stofnuninni? Þeir lauma honum inn í leikritum, samtölum, mús- ikk, erindum, sögum og fréttum. Þeir korna ekki með hann beint framan að útvarpsráði eða forstjóra þess, heldur breiða þeir vfir hann einhverja hræsnisblæju, sem svo fýk- ur af þegar vindurinn fer að fara úr belgnum inni í útvarpsklefanum.Það er eins og hver og einn þykist þess umkominn að svívirða og rógbera hið erlenda herlið, sem hingað er komið og engurn hefir nokkurt rnein gert, og aldrei leyfist neinum að bera af því sakir á opinberum vettvangi. Aldrei heíir ein ein- asta slík rödd heyrst í ríkisútvarpinu. Ef þessi ófögnuður hættir ekki tafarlaust — ef út- varpsráð og aðrir fyrirsvarsmenn útvarpsins annað hvort hafa ekki manndóm til þess að taka fyrir þetta heimskulega ættjarðar hræsn- isglamur hjá þessu fimbulfambandi fimmtu- herdeildarpakki og skósveinum þess, eða er þess ekki umkomið af öðmm ástæðum, verð- ur þing og stjóm að grípa í taumana. Það er með öllu ósæmilegt að hver og einn geti úr út- varpssal svívirt að ósekju þá þjóð, sem viðhöf- um gert mikilvægan vamarsáttmála við og þá menn, sem hingað liafa verið sendir landinu til varnar. Slíkt á alls ekki að þolast hvorki útvarpsráði né öðrum forstöðumönnum rík- isútvarpsins eða þeim mönnum eða konum sem fá aðgang að útvarpinu. Það eru nóg ráð til að koma í veg fyrir þá misnotkun ef vilj- ann ekki vantar. 24 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.