Dagrenning - 01.06.1951, Síða 25
JÓNAS GUÐMUNDSSON:
9
I tíma oc ótíma.
Það er ekki ein báran stök fyrir stofnun
þeirri, sem kölluð er ríkisútvarp og starfrækt
er af menntamálaráðuneytinu en kostuð af al-
þjóð. Menn héldu lengi vel að þeir „ástvin-
irnir“, Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri og
Helgi Hjön'ar skrifstofustjóri útvarpsráðs,
ættu alla sök á því, hvernig ýmsir laumu-
kommúnistar óðu uppi í ríkisútvarpinu í tíma
og ótíma, belgjandi sig út af svokallaðri „um-
hyggju fyrir föðurlandinu“ eða bollaleggj-
andi um siðferði eða siðspillingu, sem allt
\rar einber hræsni og loddaraskapur, enda
hvert færi notað til að setja siðspilling-
una í samband við það varnarlið, sem
íslenzk stjómarvöld höfðu fengið hingað til
lands úr fjarlægri heimsálfu til þess að verja
land okkar. Þetta er því fyrirlitlegra sem
þessari fornfrægu víkingaþjóð er nú
bnignað svo, að henni dettur ekki
einu sinni í hug að hún geti sjálf varið
eina hundaþúfu, hvað þá meira, af okkar
stóra og fagra landi. En nú verður skuldinni
ekki lengur skellt á „fornvinina" því Jreir,
eru „ekki við“ í bili. Menn hafa veitt því at-
hygli að þessir vindbelgir útvarpsins læðast
með þetta sorp sitt aðallega inn í dagskrárliði
þá sem kallaðir eru „um daginn og veginn.“
Réttast væri að breyta nafninu, á þessum
þáttum og kalla þá „í tíma og ótíma“ því
það heiti ætti miklu betur við flest það leið-
inda snakk, sem þar er að heyra að ógleymd-
urn vindbelgingshætti þessara kommúnista-
leigutóla eða heimskingja, sem pota sér iðu-
lega í þessa þætti.
Bandaríkjaliðið, sem ríkisstjórnin hafði ósk-
að eftir að kæmi hingað — og sú ósk var áreið-
anlega í fullu samræmi við vilja svo að kalla
allrar þjóðarinnar — var ekki fyr lent en einn
hinna alþekktu „nytsömu sakleysingja“ hóf
að þenja sig í útvarpinu um hættuna, sem
af því stafaði bæði fyrir alda og óborna
að hingað væri nú komið erlent her-
lið, sem átti að hafa aðsetur á Kefla-
víkurflugvelli og verja þá flugstöð bæði
fyrir innlendum skemmdarvörgum, sem
nú eru byrjaðir að láta nokkuð til sín taka
hér á landi eins og annars staðar, og útlend-
um árásarher, sem hvenær sem er má vænta
að varpað verði úr flugvélum yfir þcnnan
varnarlausa hólma. Mánudaginn 21. maí s.
1. talaði í úh'arpið enn einn af þess-
ari manntegund, sem annað hvort af
heimsku eða barnaskap ganga erinda
kommúnista með því að rcyna að æsa
til fjandskapar gegn hinurn bandaríska her,
sem hér er. Það var auðheyrt á þessum
mannaumingja að hann þóttist þess
svo sem umkominn að verja land og þjóð
fyrir aðsteðjandi ófagnaði. Ilonum varð ekki
skotaskuld úr því að segja til um á hvern hátt
ætti að haga sér gagnvart herliðinu, sem hing-
að var komið. Jú, það átti að fela ungmenna-
félögum landsins að annast urn þá hlið máls-
ins, sem snéri að því að „vernda Jrjóðernið“.
Og ungmennafélögin áttu að umgangast her-
inn með „kaldri kurteisi" eða einhverri
hálfgildings fyrirlitningu. Það átti með öðr-
um orðurn að skipuleggja æskulýð landsins í
ÐAGRENN I NG 23