Dagrenning - 01.06.1951, Síða 14
JÓNAS GUÐMUNDSSON:
Bænadagur þjóðkírkjuunar.
Sunnudagurinn 29. apríl s. 1. var um land
allt bænadagur íslenzku þjóðkirkjunnar, eins
og biskup landsins hafði ákveðið á síðast
liðnu hausti að vera skyldi, og var það gert
samkvæmt samþykkt prestastefnunnar 1950.
Af fregnum má ráða, að kirkjusókn hafi
verið með ágætum þennan dag og sýnir það
vel, að þjóðin er ekki orðin afkristnuð með
öllu ennþá.
Hér í Reykjavík var kirkjusókn rnikil, og
var hvert sæti skipað í Dómkirkjunni í
Reykjavík bæði við messu biskupsins og séra
Sigurbjörns Einarssonar. Augljóst og auð-
fundið var það hverjum þeim, sem viðstadd-
ur var guðsþjónustu biskups, að mikil
„stemning" ríkti í kirkjunni, og er ekki að
efa að flestir þeir, sem þá voru í kirkjunni,
voru þar í bæoarhug og vildu sitt til leggja,
að sú guðsþjónusta yrði sem hátíðlegust.
Ráðamenn kirkjunnar, sem tæpast þorðu að
beita sér fyrir bænadagi af hræðslu við ónóga
þátttöku, rnáttu þar sjá, að hafi kirkjan eitt-
hvað að bjóða skortir ekki á kirkjusókn.
. Eftirmiðdagsguðþjónustu í Dómkirkjunni
hafði séra Sigurbjörn Einarsson á hendi
ásamt ágæturn söngpresti, séra Garðari
Þorsteinssyni í Hafnarfirði. Var þar revnt
að taka upp ævafornt messuform og verð-
ur ekki annað sagt, en að bæði séra Garð-
ar og söngfólkið leysti hlutverk sitt vel af
hendi, en í kirkjunni ríkti enginn hátíðleiki.
Það var einna líkast þ\ú að maður væri í leik-
liúsi, og er mér ekki grunlaust urn að rnargir
hafi farið þangað meira fyrir fonútnissakir, en
í sérstökum bænarhug.
Alveg virðist óhugsandi að kirkjan fari að
taka þetta miðaldaform upp við bænadags-
messur, því það yrði með öllu óframkvæman-
legt nerna með aðstoð listafólks, en á slíku
fólki er óvíða völ utan Reykjavíkur, og auk
þess á austurlenzkur söngur og tón mjög
illa við Vesturlandabúa og rnundi taka marga
áratugi að venjast slíkum kirkjusöng. Höf-
undur þessarar greinar telur því messufonn
þetta með öllu óhafandi, og er þess að vænta
að kirkjan láti sig ekki henda þann óvina-
fagnað, ofan á allt annað, að fara að taka það
upp á væntanlegum bænadegi kirkjunnar.
Samkvæmt tilkynningu biskups átti bæna-
dagsefnið að vera fyrir allsherjar friði í heim-
inum, og var bænin, sem lesin var í öllum
kirkjum landsins hin sama. Hún var þannig:
„Algóði, himneski faðir.
Á þessum sameiginlega bænadegi
biðjum vér þig, sem ert faðir allra
manna og þjóða, að líta í miskunn þinni
og föðurást til jarðarinnar, til mann-
kynsins alls, sem nú er að ganga ævi-
braut sína. Lít á gleði þeirra og ham-
ingju og hélgaðu liana. Lít á þjáning
þeirra, sorgir og tár. Sefaðu sársaukann
og þerraðu tárin. Heyr heita bæn millj-
ónanna, sem stígur wpp til þín, almátt-
ugi Guð, um frið á jörðu. Vér biðjum
þig um þann frið, sem helgast af þínum
anda og þínum vilja. Ekki þann fríð,
sem vill una við ranglæti og sætta sig
við það, sem er rangt, lágt og lítilmót-
legt, heldur þann frið, sem á réttlætið
12 DAGRENNING