Dagrenning - 01.06.1951, Blaðsíða 6

Dagrenning - 01.06.1951, Blaðsíða 6
JÓNAS GUÐMUNDSSON: VerSur ísland ein öflu^asía þýðm^aruiesta herstöð í heimi? Mánudagsmorguninn 7. maí 1951 lentu á Keflavíkurflugvelli 15 Skymaster-flugvélar. Flugvélar þessar fluttu til íslands fyrsta her- liðið, sem hingað kernur samkvæmt nýgerð- um varnarsáttmála milli íslands og Banda- ríkjanna, en sá sáttmáli er gerður á grund- velli Atlantshafssáttmálans, en eins og kunn- ugt er er ísland eitt ríkið í Atlantshafsbanda- laginu. Snemma um morguninn þennan sama dag var birtur í útvarpinu samningurinn, sem gerður hafði verið við Bandaríkin, og jafn- framt tilkynnt að herlið væri komið til lands- ins. Síðar um daginn birtust svo samningur- inn og greinargerð ríkisstjórnar íslands í blöðunum. Þegar hinn bandaríski her hafði lent á Keflavíkurflugvelli birti yfirmaður hans, E. J. MacGaw hershöfðingi, eftirfarandi ávarp til íslenzku þjóðarinnar: „Ég er E. J. MacGaiv Brigadier Gene- ral í her Bandaríkjanna. Ég fer með yfirstjórn öryggisliðsins fyrir ísland, sem kom í dag. Við komum hingað sam- kvæmt gerðum samningi stjórnarvalda íslands og Bandaríkjanna til þess að inna af hendi með ykkur sameiginlegar skuldhindingar á vegum Norður- Atlantshafsbandalagsins. Tilgangur liðs okkar og ábyrgð snertir því margar þjóðir. Ég er mér þess vitandi, að þið eruð gestgjafar okkar og við gestir ykkar. Eins og þið vitið er lið mitt hluti af öll- um þremur greinum Bandaríkjahersins. — landher, sjóher og lofther. Við ætlum okkur að reynast slíkir gestir, sem þið mynduð ávallt vilja bjóða velkomna. Það mun tryggja þá sambúð, að auðvelt verði að ráða fram úr öllum sameigin- legum vandamálum. Við þekkjum allir glæsilega sögu og arf íslands. Við öfundum ykkur af margra alda friði. En í dag ógnar einn og sami árásaraðilinn því frelsi, sem við allir njótum. Sameiginlegt markmið okkar er að standa vörð um frið og ör- yggi íslands og Norður-Atlantshafs- svæðisins gegn þessari hættu. Frelsið verður ekki varðveitt fyrir- hafnarlaust. En í öllum vandamálum, sem upy kunna að koma, megið þið treysta á fullan stuðning minn og liðs míns til að ráða fram úr þeim. Þar á móti bið ég um velviljað samstarf ykkar. Ég fagna því að vera kominn hingað og gríp fyrsta tækifæri til að heilsa ykk- ur. Og vegna mín og manna minna vildi ég mega segja, að við væntum þess allir í Keflavík, að fá tækifæri til að kynnast ykkur öllum bæði persónulega og vel. ísland — ég heilsa þér!“ Engum manni á íslandi mun hafa komið það á óvart að lið þetta skyldi koma hingað, og íslenzka þjóðin fagnar því alveg sérstak- lega, að lið þetta er frá Bandaríkjunum en 4 dagrenning

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.