Dagrenning - 01.04.1954, Page 3

Dagrenning - 01.04.1954, Page 3
DAGRENNING 2. TOLUBLAÐ 9. ÁRGANGUR REYKJAVÍK APRÍL 1954 Ritstjóri: JÓNAS GUÐMUNDSSON, Reynimel 28, Reykjavíh. Sími 1196 DÆMISAGAN UM HVEITIÐ OG ILLGRESIÐ hefur jafnan þótt ein hin athyglisverðasta af öllum dæmisögum Krists, sem í Biblíunni geym- ast. Flestir kunna hana, og um hana hefur margt og mikið verið ritað fyrr og síðar og hún „skýrð“ á óteljandi vegu. Dæmisaga þessi er þannig í Matt- eusarguðspjalli: Líkt er himnaríki manni, sem sáði góðu sæði í akur sinn; en með- an fólkið svaf kom óvinur lians og sáði líka illgresi meðal hveitisins, og fór síðan á burt. En er grasið spratt og bar ávöxt, þá kom illgresið í ljós. Þá komu þjónar húsbóndans og sögðu við hann: Herra, sáðir þú ekki góðu sæði í akur þinn? Hvaðan kemur lionum þá illgiesi? En hann mælti við þá. Þetta hefir óvinveittur maður gjört. En þjónarnir segja við hann: Viltu þá að vér förum og tínum það? En hann segir: Nei, svo að þér eigi, er þér tínið illgresið, reytið hveitið upp ásamt því. Látið IiAorttveggja vaxa saman til kornskurðarins; og er kornskurðar- tíminn kemur, mun ég segja við kornskurðarmennina: Tínið fyrst illgresið og bindið það í bundin, til þess að brenna það, en safnið hveitinu í kornhlöðu mína.“ (Matt. 13. 24. 30). I amerísku tímariti, „Truth and Liberty“, hefir Arthur E. Jones, sem lesendum Dagrenningar er kunnur af greinum, sem hér hafa birzt eftir hann, birt mjög athyglisverða grein út af dæmisögu þessari. Nefnist giein hans. Dæmisögur og spádómar (Parables and Prophecies), og þar sem mér er ókunnugt um, að um þessa dæmisögu hafi fyr verið ritað á þann veg, sem A. E. Jones gerir, hefi ég snúið grein hans á íslenzku, því hún er að mínum dómi hin athyglisverðasta. Fer lnin nú hér á eftir í lauslegri íslenzkri þýðingu: ★ „Það er enn ekki almennt viðurkennt, að dæmisögur eru ekki aðeins táknrænar sögur, heldur einnig spádómar, sem eiga sér langan aldur. Spá- dómur er birtur mönnum til þess þeir trúi, þegar spádómurinn er kominn fram. Hinn rétti tími til þess að skýra spádóma er þess vegna þá fyrst þegar þeir eru komnir fram (Jóh. 14. 29). I dæmisögunni um illgresið (Matt. 13. 24) sáði sáðmaður góðu sæði í DAGRENNING 1

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.