Dagrenning - 01.04.1954, Side 6

Dagrenning - 01.04.1954, Side 6
tegundar, og þeir, er hafa kenningar slíkra samtaka fyrir andlega fæðu sína, eru á leið til andlegs dauða. Sérhver sú stofnun eða félagsskapur sem kenn- ir það, að öll trúarbrögð séu jafn háleit, að heiðnir guðir séu í engu minni háttai' en Guð ísraels, að Biblían sé óáreiðanleg sem heimildar- og fræðslu- rit, og sá félagsskapur, sem ekki viðurkennir að Jesús Kristur sé „vegurinn, sannleikurinn og lífið“, eru slík illgresisbundin. Slíkur félagsskapur er and- kristinn. Sum þessara bundina víðsvegar um lieim kenna sig við „bræðra- lag“, og er það ein leiðin til þess að draga hina kristnu kenningu niður á það stig heiðindóms, sem slíkur félagsskapur stendur á. Sérhver kristinn maður ætti að forðast það, að vera að narta í þessar eitruðu kenningar þótt formælendur þeirra hrópi hástöfum, „bróðir“ um leið og þeir bjóða ill- gresi sitt. Slík bundin eða hreyfingar eru nú Jjegar innan hinnar kristnu kirkju og ganga þar undir ýmsum nöfnum. Gefið gaum að þeim. Þær eru jafn aðlaðandi og jafn háskalegar og efnishyggjutrú sósíalismans. Þeir sem reglulega lesa í Biblíu sinni og reglulega biðjast fyrir á heimilum sín- um eða í kirkjunni nærast á hinu góða sæði — brauði lífsins. Umhverfis oss eru nú mörg tákn um að tímabil endalokanna sé nú yfir oss. Sérhver hygginn maður veit það, að uppskerutíminn nálgast og forðast því að neyta illgiesisins, án tillits til þess hvort honum er boðið það af heiðn- um „bræðra“-félagsskap, eða af efnishyggju trúarbrögðum, sem stefna að því að koma á fót framfærsluríkinu (the ícelfare state). Andi Krists einn er nauðsynlegur til þess að geta eignast lífið, því „ekki er lijálpræðið í neinum öðrum“, og „eigi er heldur annað nafn undir himninum, er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða.“ (Post. 4. 12). ★ Hér lýkur grein A. E. Jones, og er hún ærið íhugunarefni hverjum þeim, sem ekki er svo bundinn liinum lieiðnu efnishyggjuvísindum eða hinum fölsku „bræðralags" kenningum, að hann geti séð það ljós, sem þarna skín í myrkrinu. Hér kemur fram miklu dýpri og ljósari skilningur á þessari djúphugs- uðu dæmisögu en venjulegt er að heyra hjá prestum eða öðrum, sem um dæmisögur Krists fjalla að jafnaði. 4 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.