Dagrenning - 01.04.1954, Side 11

Dagrenning - 01.04.1954, Side 11
áður en lestin kom til Montroux voru allir komnir í sæti, og andstreymið gleymt, og nú fór leiðsögumaðurinn að skilja meira og meira í enskunni, eftir því sem skaplyndi allra batnaði. Það er furðulegt live fljótt menn geta lært að tala og skilja erlend mál, ef vel liggur á þeim, sem við er talað. # Hraðlestin frá Genf brunar með ofsa- hraða meðfram Genfarsjó í áttina til Montroux. Sá bær er við norðurenda Genfarvatns. Hann er frægur fyrir legu sína og heilnæmt loftslag, og óvíða er fegurra umhverfi en þar. í Mon- troux er lítil viðdvöl og lestin þýtur enn af stað og er haldið inn í Efri- Rohndalinn og ekið með feiknahraða alla leið til Visp, en Visp er smábær, sem stendur við ármótin, þar sem áin Visp fellur í Rohn. I Visp förum við, sem ætlum til Zermat öll úr lestinni, því nú verður tekin fjallalest upp til Zermat. Hér fyrst kemur það í ljós hverjir eru í hópnum. Zermatfélagarnir safnast sam- an í borðsal veitingastaðarins á járnbraut- arstöðinni. Hér eru margar „þjóðir“ á ferð, en mest ber á tveim Jrjóðum: Ind- verjum og íslendingum. Frá öðrum lönd- um eru einn eða tveir „fulltrúar", en Indverjar og íslendingar hafa á að skipa ráðherrum og auk þess eru flestir sendi- menn beggja Jrjóðanna með í förinni. Það vill einnig svo vel til að allir sam- ferðamennirnir tala og skilja ensku svo að nú fer að komast lag á þetta ferðalag. Klukkan er orðin sex og er Jrá stigið í nýja járnbrautarlest og lagt inn í hinn langa og þrönga Nikulásardal, en efst í honum er fjallaþorpið Zermat, — skíða- þorpið fræga — en þangað er ferðinni heitið í dag. Visp stendur niðri á jafnsléttn Rohn- dalsins, og neðst er Nikulásardalurinn, sem þarna byrjar, allvíður en hann þreng- ist brátt. Byggðin er dreifð, bæirnir smá- ir og smáþorp hér og þar. Eftir Jrví sem ofar dregur verður allt fátæklegia og fornfálegra. Með okkur í lestinni er með- al annarra munkur einn í brúnum kufli. Hann er skrafhreyfinn og ræðir við „inn- Ienda“ farþega. Hvaða munkareglu hann heyrir til, veit ég ekki, og hann getur raunar tilheyrt hvaða munkareglu kat- ólsku kirkjunnar sem vera skal, nerna Jesúitareglunni, því hún er bönnuð í Sviss. Ég get ekki gert að Jrví, að ég veiti munk Jressum mikla athygli. Ég hefi eig- inlega aldrei séð munk fyrr. Þó ég liafi séð þá tilsýndar áður á götu í stórborg hefi ég aldrei séð munk svona vel, svona nálægt mér — sannkallaðan sveitamunk, sem býr hér í klaustri í Nikulásardal. Ætli gömlu íslenzku munkarnir hafi verið líkir þessmn brúnstakki? Hann er glaður og reifur, en talar þó mest í hálfum hljóðuin við samferðamenn sína. Fyir meir hélt ég að munkar væru einhverskonar heilagir menn, en ekki lítur þessi munkur út fvrir að vera neinn „helgigripur". Hann er miklu líklegri til að vera einhverskonar kaupmangari — og síðan hefi ég haft allt annað álit á munkum. Hann hverfur úr lestinni við klaustur Heilags Nikulásar, sem er hér í miðjum dalnum. Lestin fer hægt því alltaf er í fangið. Þetta er þó ekki svokölluð háfjallalest, er síðar kemur við sögu okkar, en bratt- ari og brattari gerist nú leiðin. Niðri hjá Visp er hæð yfir sjávarflöt 654 metr- ar, en við Nikulásarklaustur er hún orð- in 1130 metrar og fjallabærinn Zermat er 1620 metra yfir sjávarflöt. Lestin hef- DAGRENNING 9

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.