Dagrenning - 01.04.1954, Qupperneq 15

Dagrenning - 01.04.1954, Qupperneq 15
Kulm-Hotel d Gornergrat. urnar af hótelunum væru svo miklar, að engin útsvör þyrfti að leggja á íbúa sveitarfélagsins. Hótelin stæðu undir öll- um útgjöldunum. Það er vel trúlegt að þetta séu réttar upplýsingar, en þó átti ég þess ekki kost að sannreyna þær frek- ar. Hópurinn sem við vorum í skiftist þarna í þrennt. Skandinavar, írar og Bretar voru í einum hópi, Indverjar og aðrir Asíumenn í öðrum, en Ameríku- menn í þeim þriðja. Suðurlandabúar, svo sem Frakkar og ítalir voru engir með í förinni. # Á Gornergrat var dvalið fram til kl. 2, en þá var stigið í lestina og ekið af stað til byggða, sömu leið og komið var. Ætl- unin var að fara í einum áfanga niður til Zermat og ná þar eftirmiðdagslestinni niður til Visp. En nú kom babb í bát- inn. Þegar nokkur spölur var eftir niður til Zermat, biluðu vélar lestarinnar svo hún varð að fara seinasta spölinn með þeim hætti, að stjórna ferðinni, með bremsunum einum saman. Spölurinn var að vísu ekki mjög langur, en því brattari var þessi hlíð, hlíðin ofan við Zermat. Og þó bremsurnar væru í lagi, eins og Benedikt Gröndal hafði réttilega spáð, við upphaf ferðarinnar, hitnuðu þær svo við hina miklu áreynslu, að það þurfti að stöðva lestina alveg við og við til þess að kæla bremsurnar svo þær eyðilegðust ekki. Síðasta áfangann smá mjakaðist lestin niður hlíðina, eins og maður, sem er aðfram kominn og sest niður í öðru hverju spori til að hvíla sig. DAGRENN I NG 13

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.