Dagrenning - 01.04.1954, Page 21
Enginn dagur er öðrum líkur, alltaf
eitthvað nýtt og óvænt, og nauðsyn að
hafa augu og eyru á hverjum fingri.
En akuryrkjan breytir þessu öllu.
Óvissan og nýbreytnin hverfur. Menn
ganga að sömu verkunum dag eftir dag,
og þó er það verst, að enginn árangur
sézt fyrr en löngu seinna, og ef til vill
verður hann enginn, kornið getur brugð-
izt. Frost og stormar, hagl, þurrkur og
skordýr og önnur sníkjudýr geta evði-
lagt uppskeruna og til hvers var þá unn-
ið? Margt hjálpast að því að gera vinn-
una að erfiði, að leiðigjörnu erfiði, sem
menn vildu helzt komast hjá. Og svo
er enginn vanda að pæla í moldinni,
reyta illgresi og svo framvegis, ekkert
afrek að gera þetta, „ekkert sér til frægð-
ar að vinna“. Af Jdcssu leiðir það, að
menn vildu helzt ekki þurfa að vinna
þessi leiðinlegu störf, ef þeir kæmust
hjá því. En þá vaknar löngun til að
komast hjá störfunum, en það er ekki
hægt nema aðrir vinni þau. Og þá
breytist löngunin til að komast hjá þeim
í löngun til að láta aðra vinna þau.
Og í stað þess, að áður var sá mest met-
inn, sem mest gat afrekað, veitt mest,
tínt mest ber, fundið mest, fór aðdáun-
in að festast við þá, sem komust af með
að vinna sem minnst. Þetta varð fyrst
hvöt til að eignast mörg börn, börn gátu
unnið, þegar þau komust á legg, unnið
hin leiðinlegu og vandalausu verk. I
öðru lagi tókst slægum mönnum að fá
aðra sér fákænni til að vinna fyrir sig,
að minnsta kosti leiðinlegustu verkin.
Við þetta óx vegur þeirra, og svo tókst
þeim að fá meira korn með þessu móti og
það jók þróunina í þessa átt. En jafn-
framt versnuðu þeir, er þetta gerðu, því
sá, sem reynir að koma einhverju óþægi-
legu á aðra, hlýtur um leið að hugsa
leiðinlega til þeirra, og sá, sem það ger-
ir, fjarlægist þá og spillist sjálfur.
Og svo var söfnunin. Korn þroskast
ekki nema einu sinni til tvisvar á ári.
Og þegar kornið var orðið aðalmatur
mannanna, þurfti að geyma það á milli
uppskeranna, árlangt. Ef einliverjum
tókst það ekki, gat farið svo, að hann
og fjölskylda hans þyrfti að svelta, ein-
hvern tíma, eða búa við krappan kost.
En mönnum hefur sjaldnast þótt sultur-
inn góður, og til þess að koma í veg
fyrir hann, þurfti haustforði kornsins að
vera nægur, geymslan að heppnast vel
og eyðsla að vera hófleg. En bæði gat
haustforðinn orðið í minna lagi og
geymslan misheppnast að einhverju
leyti. Vatn gat til dæmis komist í hana
og valdið myglu og fúa. Eina ráðið við
þessu var að safna fyrningum, safna í
góðu árunum til hörðu áranna, eftir því,
sem við varð komið. Sá var öruggur um
sig og sína, sem átti alltaf nægan forða,
nægar fyrningar. Og ef einhver varð
bjargarlaus og annar átti fyrningar, gat
sá, sem fyrningarnar átti, miðlað hinum
og hlotið af því orðstír og jafnvel keypt
með því vinnu hans næsta sumar og ým-
is fríðindi. Það verður eftirsóknarvert að
þurfa lítið að vinna, og það verður eft-
irsóknarvert að eiga mikinn matarforða.
Forða gat einstaklingurinn aflað sér með
hagsýni og sparsemi, en þegar frá leið,
t'arð það stærð sáðlandsins, sem skapaði
forðann. En sá maður, sem tókst að láta
aðra vinna fyrir sig, gat komizt yfir að
hirða meira land en hinir, og þannig
tvinnaðist það saman að eiga mikið og
láta aðra vinna fyrir sig.
Alilr kannast við söguna af Jósep — í
Egyptalandi. Hann var sá forvitri og for-
sjáli maður og safnaði miklum fyrning-
um meðan góðærið hélzt. Og þegar harð-
DAGRENNING 19