Dagrenning - 01.04.1954, Side 22

Dagrenning - 01.04.1954, Side 22
ærið kom, héldu fyrningarnar lífi í lands- lýðnum. En þeim var ekki miðlað ó- keypis. Fyrst var allt silfur, sem til var, tekið fyrir þær. Síðan allt kvikfé og loks sjálfir akrarnir, sáðlandið. Og með því var öllum gert ókeift að lifa án náðar og miskunnar Faraós. En auðvitað borg- aði það sig ekki fyrir Faraó að gera allan landslýðinn að þrælum í orðsins fyifsta skilningi, því að þá hefði hann einnig þurft að fæða þá, og því var það ráð tekið, að leigja þeim aftur landið fyrir finnnta hlutann af allri kornupp- skerunni framvegis. Þannig hefur það oft — ef til vill oftast — gengið. Safnar- inn verður máttugur í hlutfalli við hina og notar safnið til ills. Hann færir sér í nyt neyð annarrá og hlýtur að spillast við það og hinir einnig, því engum hlýnar til þess manns, sem rýr hann inn að skyrt- unni, eða fær hann til hins og annars, sem honum er ógeðfellt eða þvert um geð. En hvers vegna er það algengara að safnið sé notað til ills? Okkur er félags- lyndi í blóð borið. Félagslyndi felst í því, að laðast að öðrum einstaklingum og leita samvista við þá, sér til ánægju. Samfara því er einhver breytni, sem öðr- um einstaklingum er geðfelld eða þægi- leg. Sú breytni felst aðallega í því, að koma vingjarnlega fram við þá, vera glaður og reifur og hjálpsamur, ef þess þarf, yfirleitt að koma Jrannig fram, að Jreir skynji það og skilji, að maður sé þeim einlægur og vilji jDeim vel. Ég held, að grundvöllur Jress, sem kölluð hefur verið „eþísk“ breytni, liggi einmitt í Jreim þætti sálarlífs okkar, sem veldur þessu hugarfari og Jressari breytni, sem laðar okkur hvern að öðrurn, sameinar. En söfnun er hins vegar fólgin í því, að minnsta kosti þegar fram í sækir, að draga til sín, hvað sem öðrum líður og Joá oft frá öðrum eða eitthvað, sem þeir hefðu getað dregið til sín, ef Jreir hefðu verið sterkari eða heppnari eða orðið fyrri til. Og Jrað getur ekki verið öðrum geðfellt, að ég vinni á móti þeim, að ég dragi mér það, sem Jreir höfðu ætlað sér eða fundizt sér bera. Og komi ég þann- ig fram, er ég Jjeim alls ekki heill og einlægur. Ég sé ekki betur en að söfnun sé í eðli sínu andstæða þess, sem öðrum er geðfelld breytni og hafi svipuð áhrif til kala og sundrungar og „eþíski“ þátt- urinn hefur til velvildar osr sameining- ar. Og þt’í harðvítugri sem söfnun verð- ur og meiri samkeppni um safnhæf gæði, sem alltaf eru takmörkuð á hverjum stað og tíma, því meiri hætta á að velvildin og eindrægnin skerðist og sundrungin vaxi. En ef söfnun hættir til að sundra og spilla, er Jrá nokkur furða á því, Jhj að Jjeim einstaklingum, senr mestu tekst að safna og máttugastir verða hlutfalls- lega, hætti til að nota aðstöðu sína frek- ar til ills en góðs? IIE Þegar akuryrkja hafði staðið í þrjú til fjögur Jjúsund ár, fór að bera á verkaskiptingu: sumir fóru að sækja mat sinn til annarra rnanna. Og upp úr Jjví urðu borgarmenningarsamfélögin til. Tvennt af því, sem óaðskiljanlegt hefur verið manninum frá fvrstu tíð, er eitthvert samfélag og einhver menning. Samfélagið getur verið lítið eða stórt, einfalt að allri samsetningu eða mjög fjölþætt, en samt er Jjað alltaf samfélag einhverra manna, sem nota einhver verk- færi, hafa næga þekkingu og kunnáttu til að geta lifað og dafnað, hafa ein- hverja siði og háttu og umgengnisvenj- ur, hafa einhverja menningu. Meðan menn lifðu á veiðum, voru 20 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.