Dagrenning - 01.04.1954, Page 24

Dagrenning - 01.04.1954, Page 24
gott. En rúmsins vegna verð ég að tak- marka það við tvö atriði. a) Allri stöð- ngri eða langvinnri stjórn hættir til að vaxa og verða að meiri stjórn, og það af því, að hvað lítið sem stjórnin vex, vex þörfin á stjórn enn þá meira. Stjórnin sundrar mönnum og spillir þeim á meðan þeir eiga að búa við stjórnina og verður það einnig orsök til vaxandi stjórnarþarfa. En því meira sem stjórnin vex, því örar vex þörfin á meiri stjórn, og jafnframt verða ill áhrif henn- ar á mennina auðsærri og hættulegri. Enginn getur stjórnað öðrum eins vel og sjálfum sér. En þar sem öll stjórn er skerðing á sjálfsstjórn, er augljóst, að það, sem hún nemur af sjálfstjórninni, getur hún aldrei bætt að fullu. Þörfin á stjórn, miðað við fyllstu afköst og það, að hver stjórnaði sjálfum sér til fullrar iilýtar, vex því við hverja skerðingu sjálfstjórnarinnar. Þetta mætti orða svo: Því meiri stjórn því minni sjálfstjórn. Því rninni sjálfstjórn, því meiri þörf á stjórn, og þar af leiðandi: Því meiri stjórn, því meiri þörf á stjórn. — b) Okkur er það í blóð borið, að vilja vera sjálfráð athafna okkar og helzt að geta allt, sem okkur langar til. Hver skerðing á þessu er okkur ógeðfelld og vekur kala til þess, sem skerðingunni veldur. Þessi kali jrarf ekki að verða mik- ill, en hjá honum verður varla komizt. Stjórn er skerðing á sjálfræði okkar, því meiri stjórn, því meiri skerðing. Og verði þessi skerðing tilfinnanleg bein- ist kalinn að manninum eða mönnunum, sem með stjórnina fara. En þar sem all- ur kali rnanna á mili sundrar, fælir hvern frá öðrum, í stað þess að sameina, verður ekki komizt hjá því, að vekji stjórnin kala, þá sundrar hún. Og ef stjórnandinn gerir sér þetta ljóst og verð- ur þessa var, þá kólnar honum líka til undirmanna sinna. Og þannig verður þetta á báða bóga. Þessi kali og sundrung getur fengið útrás á ýmsan hátt. Verka- mennirnir geta orðið kærulausir, hyskn- ir, ósanngjarnir og lastmálgir. Stjórnand- inn drambsamur og kaldrifjaður, jafnvel grimmur. Og því meiri andstilling sem verður milli stjórnandans og þeirra, sem stjórnað er, og því lélegri langanir, sem verða ríkjandi hjá hvorum um sig, því meira þarf að herða á stjórninni til þess að sæmileg afköst náist og allt fari ekki á ringulreið. En því meiri, sem stjórnin verður, því hættara er við illum áhrif- um hennar. Og hér tjáir ekki að tala um vonda menn og góða menn vegna þess, að því einlægari, sem menn eru í fyrstu, bæði stjórnendur og verkamenn, því sár- ari og reiðari má búast við að þeir verði, ef þeir mæta kulda og skilningsleysi. En þar sem „hver lítur sínum augum á silfr- ið“, verður varla komizt hjá mismunandi „skilningi" til lengdar. Og skilningur annars aðilans verður hæglega að skiln- ingsleysi í augum hins. Stjórnandinn verður oft að lileypa í sig hörku, hálf- gerði illsku, til þess að gera það, sem hann þarf, og hinir að kingja vonbrigð- um og sárri gremju, og getur það allt haft hin verstu áhrif á líkama og sál. Stjórninni hættir til að mynda vítahring þannig, að því meiri sem hún er, því ábyrgðarlausari og kærulausari verða verkamennirnir, og því kærulausari, sem þeir verða, því meiri þarf stjórnin að verða. Ég held, að flestum geti komið sam- an um það, að bezt væri að þurfa ekki að gera miklar kröfur til annarra manna, þar eð krafan ber í eðli sínu vott um vanmátt, en í borgmenningu er ekki þægilegt að komast hjá því. Stjórnir 22 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.