Dagrenning - 01.04.1954, Síða 27

Dagrenning - 01.04.1954, Síða 27
af kappi og forsjá, þá væri strax farið að hylla undir svo mikið batnandi líf alls þorra manna, að styrjaldarhættan gæti minnkað. Því eins og það getur gert menn hálf æðisgengna að sjá ekkert annað framundan en sama stritið, sama ömurleikann, sama lífið, eins getur trú- in á breytt og batnandi líf friðið hug- ann og gert menn rólega og ánægða. Annars er það ekki mitt hlutverk að segja vísindunum fyrir verkum. Vel gæti verið, að vandamálið mætti leysa á auð- veldari hátt en þann, sem ég hef drepið á. Nú standa yfir rannsóknir og til- raunir með þörunga, sem nýta sólar- orkuna svo miklu betur en grösin, að ef tækist að gera úr þeim sæmilega hollan mat, myndi hver fjölskylda ekki þurfa nema tiltölulega örlítið laud að flatar- máli sér til framdráttar. Og svo hafa ýms- ir trú á að „leyndarmál“ blaðgrænunn- ar uppgötvist áður en langt líður, og þá gæti hugsast að hver f jölskylda gæti fram- leitt meiri hluta fæðu sinnar í eldhús- inu heima hjá sér. Það er ekki ótrúlegt, að þetta mætti leysa á fleiri en einn hátt, en jrrjá kosti þyrfti þessi nýja að- ferð að hafa: 1. Hún juyrfti að vera nokkurnveginn örugg. 2. Hún Jryrfti að vera þannig, að hver maður gæti framleitt matinn sinn sjálfur og 3. Hún jjyrfti að vera svo auð- veld, að ekki færi nema þriggja klt. létt vinna húsbóndans til hennar daglega. Þá hefði hver maður meiri en nógan tíma aflögu til náms og hvers annars, sem hann vildi. Að vísu þörfnumst við fleira en mat- ar. En það myndi að mestu koma af sjálfu sér, ef tækist að sigrast á matvæla- öflunarvandamálinu í eitt skipti fyrir öll Sumir halda að hægt sé að friða jörð- ina með alræðisstjórn. Ég er ekki trú- aður á að það sé hægt nema rétt til bráðabrigða. Til þess Jryrfti svo mikla skipulagninu og rnikla stjórn, að það blessaðist aldrei til lengdar. Til varan- legs friðar þarf öryggi hvers einstaks án þess að hann þurfi að gera sig um of háðan öðrum mönnum með því, að sækja mikið af brýnustu nauðsynjum sínum undir þá. Aðrir trúa því, að vélarnar vinni kraftaverk. Að vélarnar útrými öllu erf- iði og mennirnir þurfi ekkert annað að gera en að stjórna Jreim. — Styðja á hnappa hér og Jrar. En slíkt myndi reka sig á það sama og hitt: Stóraukna skipu- lagningu og stjórn. Og Joað hefði í för með sér versnandi mannkyn. Og versn- andi mannkyn myndi hvorki tryggja frið né vaxandi hamingju. Með kornrækt hófst nýtt tímabil í sögu mannanna fyrir tíu þúsund árum. Þá var hún ný aðferð til matvælaöflun- ar. Með verkaskiftingu, sem einnig var aðferð til fæðuöflunar, hófst annað nýtt tímabil í sögunni. Skyldi ekki ennþá þurfa nýtt fæðuöflunartæki til þess, að nýtt tímabil geti hafist? DAGRENNING 25

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.