Dagrenning - 01.04.1954, Síða 29

Dagrenning - 01.04.1954, Síða 29
mundi tiltölulega auðvelt að framkvæma það, og það væri miklu minni annmörk- um háð en almennt væri álitið. Talið var, að auðvelt mundi að stöðva þegar í stað með siglinga- og hafnarverk- föllum 65%allra siglinga á Kyrrahafs- svæðinu því kommúnistar telja sig geta haft úrslitaáhrif í félagsskap hafnarverka- manna í Suður-Ameríku, Filippseyjum og Japan auk þess sem þeir ráða miklu í félagsskap hafnarverkamanna og sjó- manna í Kanada, Ástralíu og Banda- ríkjunum. Þeir ráða og mestu í félagskap hafnarverkamanna í Indonesíu og á Havai. Áhrif kommúnista eru ekki eins alger í sjómannasamtökum þessara landa eins og meðal hafnarverkamanna en þó munu þeir eiga mikil ítök í flestum skipshöfnum skipa þeirra, sem sigla um Kyrrahafssvæðið. Stöðvun siglinga á Atlantshafssvæðinu var talin hvergi nærri eins auðveld. Það var upplýst af Salliant, að kommúnistar gætu alveg stöðvað allar siglingar til og frá Frakklandi hvenær sem væri, en öðru máli gegndi um Bretland, því aðstaða kommúnista væri þar tiltölulega veik, þótt þeir gætu á stöku stað unnið skemmdarverk, sem hefðu svipaða verk- un og verkfall. Sú skoðun var almenn á fundinum, að ekki nægði eingöngu að hefja alheims siglinga- og hafnarverkfall, heldur yrði verkfallið einnig að ná til annarra þýð- ingarmikilla samgöngu- og flutninga- tækja, en þar sem þau eru undir stjórn og eftirliti ríkisstjórna hinna einstöku ríkja var talið að það yrði mun örðugra að framkvæma slíkt heildarverkfall í mörgum löndum í senn. Þó væri það engan veginn frágangssök, ef að því yrði unnið á skipulagsbundinn hátt að koma kommúnistum eða tryggum fylgismönn- um þeirra og vel þjálfuðum skemmdar- verkamönnum fyrir í starfi og stöðum sem úrslitaþýðingu geta haft í þessu efni. Sérfræðingar W. F. T. U. í verkföll- um og skemmdarstarfsemi töldu að ekki nægði styttri tími en sjö vikur til undir- búnings alheimsverkfalli ef það ætti að geta tekist vel og koma að tilætluðum notum. Kæmust hins vegar vestrænar ríkisstjórnir og verklýðssamtök á Vest- urlöndum að þessurn fyrirætlunum svo snemrna mundi árangurinn verða lítill eða enginn. Allt veltur þess vegna á því, að takast megi að halda þessari fyrirætl- an svo leyndri, að engar njósnir berist af framkvæmdum fyrir hinn tiltekna tíma. Ernst Wollweber núverandi öryggis- málaráðherra Austur-Þýzkalands kom á ráðstefnuna til þess að taka þátt í með- ferð þessá máls. Hann var þar algerlega á laun og mun hafa haldið til í aðal- bækistöðvum Rússa í Baden en farið í milli í rússneskri flugvél. Ákveðið var að fela hinum leynilegu sjómannasam- tökum sem liann veitir forstöðu (Inter- national Sailors Union) skipulagningu og framkvæmd alheimsverkfallsins. En þar sem samsærismennina vantaði vmsar þýðingarmiklar upplýsingar til þess að geta gengið til fulls frá þessu mikla sam- særi var ákveðið að halda annan fund, sem ekki fjallaði um neitt annað en þetta mál, og skyldi hann haldinn í að- albækistöðvum sjómannasamtaka Woll- webers á Gullbergseyju 11. jan. 1954. Fulltrúi, sem á fundi þessum mætti undir nafninu Smith, lét í ljósi þá skoð- un, að mjög auðvelt mundi verða að trufla samgöngu- og framleiðslukerfi Bandaríkjanna með skemmdarverkum. Nefndi hann í því sambandi mörg af stærstu og fullkomnustu iðjuverum DAGRENNING 27

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.