Dagrenning - 01.04.1954, Síða 37

Dagrenning - 01.04.1954, Síða 37
jafnframt kenninguna um rétta ártalið, 2 f. K., en sannleikurinn er sá, að þetta er allt reist á röngum forsendum. Hve- nær sem Jesús hefur fæðst og hvaða ár, sem Heródes mikli hefur dáið, þá höfum vér heimildir fyrir því, í ritum Josephus- ar og Tacitusar, að Varus var enn við völd eftir dauða Heródesar, og það var meira að segja hann, sem sendi herinn til þess að bæla niður óeirðirnar, rétt fyrir páskana, tveimur mánuðum eftir að Heródes dó. Eigi er heldur nokkur vottur af sönnun til fyrir því, að Kýren- íus hafi tekið strax við af Varusi, en hafi hann gert það, hefir það verið í fyrsta lagi 2 árum eftir fæðingu Krists. Ennfremur má geta þess, að Justin písl- arvottur, sem var fæddur í Palestínu og einn hinna elztu kirkjufeðra, segir þrisv- ar sinnum að þessi skrásetning hafi farið fram undir stjórn Kýreníusar. í fvrsta varnarskjali sínu fyrir Kristindóminn, sem hann ritaði keisaranum Antoníusi Píus, (Það var á valdatíma hans, 138—161 e. K., sem hinn frægi Forth &: Clyde Rómagarður var lagður yfir suðurhluta Caledóniu [Skotlands] er var nyrsta markalína Rómaveldis) getur hann um fæðingu Krists í Betlehem og fullvrðir að fá megi staðfestingu á henni í mann- talsskýrslum Kýreníusar (sjá Ramsv, bls. 156). Hvernig á að leysa Jressa gátu? Lausnin er fólgin í því, að gríska orðið sem notað er, þýðir ekki einungis Gover- nor (landstjóri), merking Jress er líka foringi (leader) eða yfirmaður (chief) og er notað um hvern þann, sem falin er einhver umsjá eða embætti, og að því er snertir opinber störf er það notað um þann, sem veitir forstöðu einhverri stjórnardeild, hvort heldur sem yfirmað- ur almennra mála eða herstjóri. Árið 7 e. K. varð Kýreníus landstjóri í Sýr- landi. í Antiquities XVIII, 1, 1, segir Josephus að þegar keisarinn hafi sent Kýrenius til þess að gegna þessari stöðu, liafi hann einnig sent Coponíus til Sýr- lands og fengið honum „æðsta vald yfir Gyðingum". Coponius var ekki undir- maður Kýreníusar á nokkurn hátt, held- ur liafði liann „æðsta vald“ á sínu stjórn- arsviði í nýlendunni. Þannig liefði gríska orðið „landstjóri" í Lúkasarguðspjalli, 2. kap. 2. v„ verið jafngilt um hvorn þeirra sem var, Kýreníus eða Coponíus. Kýren- íus var hinn mikli manntals- og skrán- inga fræðingur. Ein þessara skrásetninga, sem fram fór 14. hvert ár, og áður var á minnzt, stóð nú fyrir dyrum í Sýrlandi, og Jress vegna sló keisarinn tvær flugur í einu höggi með því, að skipa Kýreníus landstjóra í Sýrlandi Jiað ár. Átta árum áður liafði farið fram rnann- tal í Landinu helga, áður en Jrað \'arð hluti af rómversku nýlendunni Sýrlandi. Það manntal var tekið um það leyti sem Jesús fæddist. Varus var Jrá landstjóri í Sýrlandi, árið 2 f. K„ en Kýreníus hafði æðsta vald á því sviði stjórnarinnar, sem snerti skráningu, skattamál o. s. frv. (af framangreindum ástæðum), og hann var ekki undir landstjórann gefinn, því að hann var sjálfur landstjóri í þessum mál- um og Jress vegna er það hárrétt í Lúkas- ar guðspjalli, að nefna hann „land- stjóra“ eins og gert er í 2. kap. 2. v. guðspjallsins. Og Jrótt engar heim- ildir hermi að Kýreníus hafi orðið land- stjóri í Sýrlandi (Governor-Generall fvrr en hann var skipaður í embættið árið 7 e. K., hefir hann, eigi að síður, einu sinni áður, Jo. e. um Jjað leyti er Kristur fædd- ist, verið landstjóri yfir einni stjórnar- deild, með æðsta valdi í þeirri deild, í landstjóratíð Varusar (alveg eins og Coponíus hafði síðar „æðsta vald“ yfir DAGRENN I NG 33

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.