Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 39

Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 39
Guði til borgar í Galíleu, sem beitir Nazaret, til meyjar, er var föstuð manni, sem Jósef hét, af ætt Davíðs, en mærin hét María . . . Og engillinn sagði við hana: „Vertu óhrædd, María, því að þú hefir fundið náð hjá Guði. Og sjá þú munt þunguð verða og fæða son, og þú skalt láta hann heita JESÚS“ (v. 26 27, 30, 31). í næsta kapítula, 6. og 7. v., seg- ir enn frentur: „En á meðan þau dvöld- ust þar [í Betlehem] kom að því, að hún skyldi verða léttari. Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, varfði hann reifum og lagði hann í jötu, af því að það var eigi rúm fyrir þau í gistihúsinu. Það vill svo vel til, að hægt er að afla sér vitneskju um það, upp á dag, hvenær þjónustutími Sakaría í musterinu endaði, en upp úr því varð Elísabet þunguð — og út frá þ\í má svo, með hliðsjón af framan- greindri frásögn Lúkasar, reikna örugg- lega út, hvenær Jesús fæddist. STARFSKVÖÐ SAKARÍA. Prestarnir störfuðu í 24 flokkum (1. Kronikubók 24., 7.—19.) og það er vit- að, að hver flokkur þjónaði í musterinu eina viku, eftir röð. Ef vér vitum ná- kvæmlega, á hvaða tíma hver flokkur eða deild þjónaði, er auðvelt að rekja tíma- röð flokkanna. Nýr flokkur presta tók við með hverri nýrri viku. Fyrsti dagur vikunnar byrjaði vitanlega um sólsetur að kvöldi sabbatsdags. Talmúta-sagnirn- ar og Josephus herma að Títus hafi eyði- lagt musterið í Jerúsalem þ. 5. ágúst árið 70 e. K. og að fyrsti prestaflokkurinn (Jójarib) hafi þá verið að taka við. Kvöld- ið áður hafði sabbatsdagurinn endað, svo að dagsetningin, sem vér eigum að reikna frá, er laugardagurinn (sabbatsd.) 4. ágúst 70 e. K. Þjónustutími Jójarib- flokksins, sem var fyrsta prestadeildin, var frá kvöldi h. 4. ágúst, árið 70 e. K., til kvölds h. 11. ágúst. Vér höfum sann- fært oss um að Kristur fæddist árið 2 f. K. Samkv. tilvitnunum úr Lúkasar guðspjalli, hér á undan, kemur fram, að Jóhannes skírari hefir verið aðeins 5 mánuðum eldri en Jesús og er því einnig fæddur árið 2 f. K., en fyrr á ár- inu — um vorið — en af því leiðir að frjóvgunin, 9 mánuðum áður, hefur far- ið fram um sumarið árið á undan, 3 f. K. Nú varð konan þunguð rétt eftir að Sakaría hafði þjónustu í musterinu, þ. e. þegar flokkur Abía (Abijah) hafði lokið þjónustutíma sínum, eftir röðinni, en hann var 8. flokkurinn. Sé talið aftur á bak frá dagsetniugunni 4. ágúst árið 70 e. K. þegar vikuþjónusta 1. flokksins Iiófst, kemur í ljós ,að 8. flokkurinn hef- ir endað sinn tíma og hætt þjónustu þ. 13. júlí árið 3 f. K. Sakaría hefir því far- ið heim úr musterinu í lok annarrar viku júlímán., árið 3 f. K., og Elísabet orðið barnshafandi í þriðju viku júlí, og eftir því ætti Jóhannes skírari að hafa fæðzt 40 vikum síðar, eða í vikunni, sem byrj- aði 20. apríl, árið 2 f. K., sem var fyrsti dagur páskahátíðarinnar. Frásögn Lúkasar guðspjalls hermir, að Elísabet hafi leynt sér í 5 mánuði, ]r. e. því í byrjun 3. viku júlí, árið 3 f. K., og hefir sá tími því runnið út með 3. viku desembermán., og þá hefir það verið í byrjun næstu viku á eftir, 4. viku des- ember, árið 3 f. K., sem María varð þung- uð að Jesú (v'ér muuum brátt sjá, hv'aða dag það var) því að í 1. kap. Lúkasar, 24.-26. v'., segir að Elísabet hafi verið komin á sjötta mánuð þegar María varð þunguð. Þegar María var orðin barns- hafandi „fór hún með flýti“ (Lúk. L, 39) frá Nazaret í Galileu til Ain Karim í Júdeu, til þess að heimsækja Elísabet DAGRENNING 37

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.