Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 12

Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 12
orðin, lögin og dómarnir voru ekki af- numin og eru enn í gildi, og þjóðinni ber að hlýða þeim. Hann var harðorður. í 15. kap. Mattheusar-guðspjalls, 7. v. segir hann: „Hræsnarar, vel hefur Jesaja spáð um yður.“ Tókuð þér eftir að Jesús notar orðið hræsnarar. Finnst yður það ekki all harkalega að orði komist? Þó not- aði Kristur það sjálfur við sértrúarflokka sinnar samtíðar, Farísea, skriftlærða og Sadúsea. Hann notaði jafnvel sterkari orð við ýms önnur tækifæri. í eitt skiptið sem hann var að tala við hræsnara sam- tíðar sinnar kallaði hann þá höggorma og nöðrukyn. í annað skipti tók hann svipu, og eftir að hann hafði nefnt hóp af víxlurum ,,þjófa“ rak hann Joá út úr helgidómi Drottins. Nei, Jesús var ekki sú teprulega, þreklausa og lítilfjörlega persóna, sem allur þorri prestanna er að lýsa fyrir yður. Hann var gæddur karl- mennsku, hugrekki, jrrótti og skapfestu. Hann fordæmdi óréttlæti, fyrirleit blekk- ingar, yfirskyn og hræsni. Hann sagði óguðlegu fólki nákvæmlega það sem það þurfti að heyra. En noti einhver prestur slík orð nú á dögum í ræðu eða riti, er hann talinn frekur og ruddalegur. Fólk segir að hann skorti menntun og sið- fágun og það fer brátt að segja honum til syndanna og hættir jafnvel að greiða til kirkjunnar og sækja messur hjá hon- um, ef hann ekki gætir sín. Af þessum ástæðum eru flestir prestar orðnir svo huglausir, að þeir þræða götu erfikenn- inganna, til þess að þóknast fjöldanum. Kristur ógilti ekki kenningar Gamla Testamentisins. f 15. kap. 11. v. Mattheusar guðspjalls segir svo: „Heyrið og skiljið: Eigi saurg- ar það manninn, sem inn fer í munninn — heldur það sem út fer af munninum, það saurgar manninn." Og í sama kapi- tula, 18.—20. v.: „En það, er út fer af munninum, kemur frá hjartanu, og það er þetta, sem saurgar manninn. Því að frá hjartanu koma vondar hugsanir, morð hórdómur, frillulífi, þjófnaður, ljúgvitni, lastmæli; þetta er það, sem saurgar mann- inn; en að eta með ójDvegnum höndum, saurgar eigi manninn." Flest kirkjufólk virðist haldið þeirri villu, að Jesús hafi ekki metið mikils orð Guðs í Gamla Testamentinu. Ekkert er fjær sannleik- anum en sú heimska. Hið sanna er, að hann breytti ekki í eitt einasta skipti út af boðum Gamla Testamentisins né ógilti nokkru sinni eitt orð af kenning- um þess. Hann, þvert á móti, hlýddi þeim, staðfesti jjær og hvatti fylgismenn sína allstaðar til þess að fara eftir þeim. Ýmsir munu segja við yður, þegar þér livetjið Jrá til að leggja niður óhollar venjur í mataræði, vegna heilsunnar og líkamans, sem er musteri Heilags anda, að Biblían segi, að það skipti engu ináli, hvað vér borðum, Jesús hafi sagt að það saurgaði ekki manninn, sem inn um munninn færi. Eins og venjulega kryfur fólk hér ekki textann til mergjar þegar Jrað les Ritninguna, og þess vegna höndl- ar það ekki nema hálfan sannleikann og kemst þar af leiðandi að rangri niður- stöðu. Það sem Jesús átti við í raun og veru, voru hugsanir mannsins, en ekki mataræði hans, eins og augljóst er af þeim ritningargreinum, sem vitnað var til hér á undan. Það eru hugsanirnar, sem fólk sendir frá sér, sem saurga það, ekki það sem inn í hugann fer frá öðrum. M. ö. o. þú getur ekki varnað því að fugl- arnir fljúgi yfir liöfuð þitt, en þú getur 10 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.