Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 17
áreiðanlegustu grísku handrita, þar á
meðal hinu fræga Sinaitic, er ákveðni
greinirinn ekki felldur niður á undan
orðinu „hátíð“, og er því 1. versið í 5. kap.
Jóhannesar guðspjalls þar á þessa leið:
„Eftir þetta var Gyðingahátíðin, og Jesús
fór upp til Jerúsalem." Þetta tekur af all-
an vafa, því engin önnur hátíð en pásk-
arnir er nefnd Gyðingahátíðin. Það er
augljóst mál, að hjá einhverjum hinna
fornu afritara hefir hinn litli grízki grein-
ir n fallið niður af vangá og þess vegna
verið sleppt í síðari afritum. í hinni end-
urskoðuðu ensku þýðingu er athuga-
semd neðanmáls við 1. versið í 5. kap. Jó-
hannesar, á þessa leið: „í mörgum forn-
um handritum stendur hátíðin.“
Með þessu er sannað að Drottinn vor
hefir verið á fjórum páskahátíðum þann
tíma, sem hann kenndi, og að kennslu-
tími hans hefir verið 3 ár, en öll þjónusta
hans, frá skírninni til krossfestingarinnar
Sl/2 ár. En vér skulum samt sanna þetta
betur. Á þessari öld rannsóknanna eru
allir fræðimenn á einu máli um það, að
ekki komi nema tvennt til greina um
tímann, sem Kristur kenndi, þ. e. 2l/o ár
eða 3/2 ár. Látum oss því athuga hvort-
tveggja og sjá hver niðurstaðan verður.
Vér skulum þá fyrst gera ráð fyrir að
tíminn hafi verið 2l/> ár. Frá skím Krists,
í október árið 29 e. K., eru þá liðin 2/2
ár í apríl árið 32 e. K., og ætti því kross-
festing hans að hafa farið fram þá. Eins
og öllum ber saman um var hann kross-
festur í byrjun páskahátíðarinnar, en hún
hófst með því, að páskalömbunum var
slátrað og súrdegið flutt úr húsunum síð-
ari hluta dags h. 14. Nísan. Árið 32 e. K.
bar 14. Nísan í tímatali Gyðinga upp á
14. apríl í hinu Júlíanska tímatali Róm-
verja, og var það mánudagur. En það er
fyllilega ljóst af frásögn Ritningarinnar,
eins og allir vita, að Jesús var ekki kross-
festur á mánudegi eða í byrjun vikunn-
ar; og þar sem páskar byrjuðu á mánu-
degi árið 32 e. K. er það næg sönnun þess,
að það ár getur ekki verið krossfestingar-
árið, og þess vegna hlýtur sú hugmynd,
að hann liafi kennt í 2þ£ ár, að vera röng.
Dagur, mánuður og ár
krossfestingarinnar.
Nú skulum vér prófa þá skoðun, að
starfstími Krists hafi verið 3]/2 ár og vita
hvernig það kemur heim. Ef vér bætum
3/2 ári við skírnarárið, í október 29 e.
K., komum vér að aprílmánuði 33 e. K.
sem krossfestingartímanum, en eins og
áður var sagt fór hún fram í byrjun
páskanna, sem ávallt hófust á því, að
páskalömbunum var slátrað og súrdegið
flutt á brott síðari hluta dags h. 14. Nísan.
Árið 33 bar 14. Nísan upp á 3. apríl (Júl.)
sem var föstudagur, og allir fræðimenn
eru sammála um að Kristur hafi verið
krossfestur á föstudegi, eins og Biblían
tekur af allan vafa um. Þegar Jósef frá
Arímaþeu kom og bað um leyfi til að taka
líkama Jesú af krossinum, segir frásögn-
in að verið hafi „aðfangadagur, það er
dagurinn fyrir hvíldardaginn" (Mark.
15 : 42). Eins og sjöundi dagur vikunn-
ar var nefndur sabbatsdagur þannig var
aðfangadagur heiti sjötta dagsins, sem
vér nú nefnum föstudag. Á sama hátt
segir Lúkas (23 : 54) „og það var aðfanga-
dagur, og hvíldardagurinn fór í hönd.“
Nákvæmlega hið sama kemur fram hjá
Josephusi, Antiq XVI, vi, 2. Dagurinn
var kallaður aðfangadagur vegna þess að
hann var undirbúningsdagur hvíldar-
dagsins. Á fyrri öldum kristninnar not-
uðu kirkjurnar orðið paroskeue (aðfanga-
dagur) í sömu merkingu og dies veneris
(föstudagur).
DAGRENNING 1S