Dagrenning - 01.08.1954, Side 20

Dagrenning - 01.08.1954, Side 20
grafarinnar með ilmjurtirnar, er þær höfðu útbúið,“ á föstudeginum. En stein- inum, sem gröfinni var lokað með, hafði þá verið velt frá, líkami Drottins var horf- inn og tvær engilverur tilkynntu þeim að Frelsarinn væri risinn upp frá dauð- um og minntu þær á þau orð Jesú, að hann myndi rísa upp aftur „á þriðja degi“ (7. vers). Þessi dýrðlegi upprisu- morgunn var 16. Nísan í tímatali Gyð- inga, en 5. apríl A. U. C. 785, eftir hin- um júlíanska tímareikningi Rómverja, þ. e. sunnudagurinn 5. apríl árið 33 e. K. Jóhannesar guðspjall segir að næsti dag- ur eftir krossfestinguna hafi verið „hvíld- ardagur" og „mikill dagur“ eða það sem kallað var „mikli hvíldardagur," sökum þess, að hann var ekki aðeins hinn viku- legi hvíldardagur, heldur einnig páska- hvíldardagurinn. „Veifibundininu" var fórnað á sunnudegi, 16. Nísan (5. apríl) árið 33 e. K. sem „fyrsta frumgróða.“ Jes- ús var reistur upp frá dauðum þann sama dag, sem „frumgróði þeirra, sem sofnað- ir voru.“ Taflan á bls. 19 sýnir þetta ljóslega á augabragði. Eitt atriði þarf að minnast á í sam- bandi við útreikning á dögum í Biblí- unni samkvæmt hebreskri og grískri venju. í Ritningunni þýðir orðalagið „þrír dagar“ eða „eftir þrjá daga“ ekki fulla þrjá daga eða þrisvar sinnum 24 klukkustundir (eins og það gerir venju- lega nú á tímum). Báðir dagarnir voru þar meðtaldir, þ. e. a. s. dagurinn, sem atburðurinn skeði á, eða dagurinn, sem tímabilið hófst á, og dagurinn, sem það endaði á, voru taldir með. í I. Samúels- bók 20: 12 kemur skýrt fram, að þriðji dagurinn er dagurinn eftir „morgunn- daginn“: „Þegar ég á morgunn um þetta leyti, eða þriðja degi, hef komist eftir, hvað föður mínum býr í skapi."1) Orða- lagið eftir þrjá daga þýddi ávalt á þriðja degi, að fyrsta og síðasta degi báðum með- töldum, en „eftir fulla þrjá daga“ mvndi þá þýða „á fjórða degi,“ sem væri sama og „á fimmta degi,“ ef sú aðferðin væri notuð, að telja fyrsta og síðasta daginn báða með. Vér skulum taka dæmi, bæði úr Gamla Testamentinu á hebresku og Nýja Testa- mentinu á grísku, sem sýna þetta ljóslega. í I. Konungabók 12: 5 stendur, að Rehabeam hafi sagt við sendimennina: „Farið nú burt og komið aftur til mín að þrem dögum liðnum. Og lýðurinn fór burt.“ Frásögnina um það, að fólkið kom aftur á hinum tilsetta tíma, er að finna í 12. versi, og þar segir svo: „Og Jeróbó- am og allur lýðurinn kom til Rehabeams á þriðja degi, eins og konungur hafði sagt, þá er hann mælti: komið til mín aftur á þriðja degi.“ Þetta er að sjálfsögðu í þýðingu á Gamla Testamentinu úr he- bresku. Og nú skulum vér taka dæmi úr grískunni á Nýja Testamentinu. í Mattheusar guðspjalli 27. kap. 63.-64. v. er sagt frá því, að eftirfarandi ósk hafi verið borin fram við Pílatus: „Herra vér minnumst þess nú, að svikari þessi sagði í lifanda lífi: Eftir þrjá daga rís ég upp. Bjóð þú því, að grafarinnar verði gætt allt til hins þriðja dags.“ Það er þess vegna augljóst, að samkvæmt þessum tímaskilningi þýddi eftir þrjá daga sama og á þriðja degi. Ennfremur að fyrsti og síðasti dagurinn voru taldir með, eins og sk)Tt kemur fram í því, hvernig dagarnir frá krossfestingunni til upprisunnar eru taldir hjá Lúkasi í 23. kap. 50. v. til 24. kap. 7. v., sem vitnað var í áður og sýnt 1) Orðin „eða þriðja degi“ vantar í íslenzku útgáfuna. Þýð. DAGRENNING

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.