Dagrenning - 01.08.1954, Síða 24
inna af hendi þann dag og þá stund, uns
hann hafði að lokum gert að veruleika
öll tákn og spádóma um sjálfan sig.“
Fyrsta prédikun Krists var um tímann.
Jesús kom og sagði: „Tíminn er fullnað-
ur.“ „Þegar tíminn var fullnaður dó
Kristur." „Hann reis upp aftur á þriðja
degi, samkvæmt Ritningunum." Meðan
liann kenndi reyndu óvinir hans hvað
eftir annað að handtaka hann, en gátu
það ekki, „því að stund hans var enn ekki
komin“ (Jóh. 7: 30). Til þess að átta oss
fullkomlega á þessu og skilja á hve ná-
kvæmlega réttum tíma hann kom og
framkvæmdi verk sitt, verðum vér að
rifja upp spádóm úr Gamla Testament-
inu.
í 9. kapítula Daníelsbókar sagði spá-
maðurinn nákvæmlega fyrir að Messías
myndi koma ÁÐUR en borgin Jerúsalem
og helgidómur hennar, musterið, yrði
eyðilagt (það var gert árið 70 e. K.) Þessi
staðreynd ætti að vera mikilvæg hjálp
fyrir þá, sem eiga erfitt með að átta sig
á, hver hinn sanni Messías er.
Vér skulum því rannsaka þennan spá-
dóm lið fyrir lið.
Hinar „sjötíu vikur“ Daníels.
í spádómabók Daníels, sem rituð var
500 árum áður en Jesús kom til jarðar-
innar, var það sagt fyrir, í 9. kap. 24.-27.
vers.
24. v. „Sjötíu sjöundir (vikur) eru á-
kveðnar lýð þínum og þinni heilögu
borg til þess að drýgja glæpinn til fulls
og fylla mæli syndanna og til þess að
friðþægja fyrir misgjörðina og ’eiða
fram eilíft réttlæti, til þess að innsigla
vitran og spámann og vígja hið há-
heilaga."
25. v. „Vit því og hygg að: frá því er orð-
ið um endurreisn Jerúsalem út gekk,
og til hins.smurða höfðingja, eru sjö
sjöundir (vikur), og sextíu og tvær sjö-
undir: skulu stræti hennar og múrar
endurreist verða, þó að þrengingar-
tímar séu.“
26. v. „Og eftir þær sextíu og tvær sjö-
undir mun hinn smurði afmáður
verða, án þess að hann hafi nokkuð til
saka unnið, og borgina og helgidóm-
inn mun eyða þjóð höfðingja nokkurs,
sem koma á, og endirinn á því mun
verða flóð, og allt til enda ófriðarins
er eyðingin fastráðin.
27. v. „Og hann mun staðfesta sáttmál-
ann við marga um eina sjöund, og um
hálfa sjöundina (um miðja vikuna)
mun hann afnema sláturfórn og mat-
fórn, og í stað þeirra mun viðurstvggð
eyðingarinnar upp reist verða, og liún
fastráðin.steypast yfir eyðandann."1)
í tímaspádómum hefur Guð sinn eigin
kvarða, og hjá Esekiel, 4. kap. 6. v. er
oss sagt, hver hann sé: „Tel ég þér dag
fyrir ár hvert.“ Þessi kvarði er 1 dagur
= 1 ár. Þessi kvarði á allstaðar við í
Biblíunni. Af spádómnum hér á undan
er ljóst, að þessar 70 spádómsvikur eru
490 spádómsdagar (70X7=490) sem sam-
kvæmt þeim kvarða, er Guð hefur látið
oss í té, „dag fyrir ár hvert,“ verða 490 ár
og að þeim tíma liðnum átti þessu öllu að
vera lokið. Skráin hér á eftir sýnir þetta
og hvernig það rættist.
Öll framangreind atriði eru í spádómn-
um og áttu að vera komin fram í lok
hinna 70 „vikna,“ og þau gerðust öll árið
1) Lesendur eru beðnir að athuga, að þar
sem þýðingunni á spádómnum ber ekki saman
við íslenzku Bibíluna er farið eftir enska text-
anum, sem höfundurinn tekur upp orðréttan.
22 DAGRENN I NG