Dagrenning - 01.08.1954, Side 27
heimför Ezra urðu þeir fyrst þjóðfélag
eða borg með eigin stjórn.“
Fræðimenn eru á einu máli um það,
að fyrsta ríkisár Artahsasta I. hafi byrjað
1. Nisan árið 464 f. K. (..aukaárið“ 465 f.
K.) og þess vegna hófst 7. ríkisár hans
með Nísan 458 f. K. Ezra fékk fyrirmæli
um að endurreisa Jerúsalem í Nisan-
mánuði á 7. ríkisári Artahsasta, eða í Nis-
an árið 458 f. K. og kom til Jerúsalem
fjórum mánuðum síðar. Ef vér teljum
nú 70 spádómsvikur, eða 490 ár, frá Nis-
an árið 458 f. K. komum vér að Nisan
árið 33 e. K. (490 h- 458 + 1 = 33) sem
er ekki aðeins árið, heldur einnig mán-
uðurinn, sem Kristur dó og reis upp,
samkvæmt áreiðanlegum mælingum í
Pýramídanum mikla, og hefir því spá-
dómurinn ræzt nákvæmlega og með al-
gerlega ótvíræðum hætti. Vígsla postul-
anna 12, á hvítasunnudag, fór fram í
þriðja mánuði ársins 33 e. K., eða þó
nokkru áður en fjórir mánuðir voru iiðn-
ir frá því að hinum 70 „vikum“ lauk, og
svarar það til hinna fjögurra mánuða,
sem Esra var að komast frá Babylon til
Jerúsalem árið 458 f. K.
Ef talið er í tunglárum er það einnig
mjög einfalt og auðskilið. Tunglárið,
sem þjóðirnar í Litlu-Asíu mæla tímann
eftir, eru 12 samfelldir mánuðir eða
tunglumferðir, m. ö. o. 12 sinnum tíma-
bilið milli tveggja nýrra tungla, en það
eru aðeins 3541/^ dagar. En eins og segir
í Nehemiabók 1. kap. 1.—3. v. frétti Ne-
hemia um hið ömurlega ástand Jerúsal-
em í Kislev-mánuði á tuttugasta ríkisári
Artahsasta, þ. e. í desember árið 445 f. K.
í 2. kap. segir Nehemia, að í Nísan-mán
uði næst á eftir, eða um vorið 444 f. K.,
hafi liann tjáð Artahsasta konungi á-
hyggjur sínar vegna Jerúsalem, og hafi
hann þá útnefnt sig landstjóra í Júdeu
og jafnframt ákveðið, hvenær hann skyldi
fara þangað. Samkvæmt frásögn Nehemia
kom hann til Jerúsalem í lok sama árs,
þ. e. ársins 444 f. K. Hann kvaddi til alla
verkfæra menn, sem tiltækir voru, og
skipaði svo fyrir, að borgarmúrarnir
skyldu byggðir upp að nýju, og í 6. kap.
15. v. skýrir Nehemia oss frá því, að þessu
þrekvirki hafi verið lokið á 52 dögum,
sem er furðulega skammur tími. Ef vér
teljum nú 490 tunglár (sem er sama og
474% sólarár) frá haustinu 444 f. K.,
komum vér aftur að vorinu 33 e. K.
Þannig hefir spádómur Daníels um liinar
„70 vikur“ ræzt nákvæmlega, hvort sem
talið er í sólarárum eða tunglárum, svo
sem sýnt er á uppdrættinum hér á undan.
Þess skyldi vandlega gætt í þessu sam-
bandi, eins og öllum öðrum tímaspádóm-
um Biblíunnar, að þegar það kemur fvrir
að þeir rætast í tunglárum er það auka-
ráðning. Allir spádómar Ritningarinnar
eru fyrst og fremst miðaðir við sólarár.
„Um miðja vikuna.“
Eitt mikilvægt atriði er enn eftir að
íhuga. I 27. versinu er oss sagt, að í miðri
70. vikunni verði sláturfórn og matar-
fórn afnumdar. Þess ber að gæta, að all-
ur þessi tímaspádómur er saminn frá
hinu guðlega sjónarmiði, eins og sýnilegt
er af ýmsum atriðum spádómsins. T. d.
var hið eilífa réttlæti, sem talað er um í
24. versinu „leitt fram“ í lok hinna 70
„vikna“, tryggt með dauða og upprisu
Krists, en í raun og veru er ævarandi rétt-
læti á jörðu enn ókomið ástand, frá
mannlegu sjónarmiði. Þá er „hin fast-
ráðna eyðing“, sem um getur í 26. og 27.
v. og Kristur boðaði rétt fyrir dauða sinn
og upprisu, þegar liann kvað upp dóm-
inn yfir Gyðingum með orðunum: .Sjá
hús yðar skal yður í eyði eftir skilið
DAGRENN I NG 25