Dagrenning - 01.08.1954, Síða 34
BERNHARD L. BATESON:
Fyrírmælí Bíblíunnar
um mataræði
Vísindi síðustu áratuga hafa leitt margt furðulegt í ljós að því er snertir fæði manna
og fæðutegundir ckki síður en aðra hluti. Fyrir fáum áratugum var frekar lítiis neytt af
fæðu úr jurtaríkinu, en fæða úr dýraríkinu var aigengust og þótti holl. Nú er þetta mjög
að beyrtast. Þá er það og, að ekki þykir öll fæða úr dýraríkinu jafn holl nú, og er í því
efni fróðlegt að minnast þess, að í lögum Móse er ýmis fæða úr dýraríkinu bönnuð með
öllu og talin „óhrein." Vísindarannsóknir nútímans leiða ótvírætt í ljós, að sú fæða, sem
Iiiblían bannar, er ýmist skaðieg heilsu manna eða svo snauð af lífgefandi efnum, að var-
hugavert er að neyta hennar sem aðalfæðu. Langvarandi neysla slíkrar fæðu leiðir til
fjörefnaskorts, sem nú er algengur með öllum menningarþjóðum er engu skeyta fyrir-
mælum Bibliunnar eða niðurstöðum raunvísinda um þessi efni.
Grein sú sem hér fer á eftir tekur þetta efni til meðferðar með þeim hætti að öll-
um ætti að verða auðskilið. J. G.
Þegar ísraelsmenn höfðu verið frels-
aðir úr ánauðinni í Egyptalandi, svo sem
frá er sagt í Exodus (II. Mósebók), var
farið með þá að Síaní-fjalli og þar var
ísraelsþjóðin gerð að sérstöku ríki og
gefin stjórnskipan. Þjóðin var gerð að
guðsstjórnar-ríki. Þar gaf Guð þeim lög-
mál, sem líf þeirra átti að stjórnast af í
öllum atriðum — hegðun einstaklingsins,
fjölskyldunnar, félagsmál, fjármál, þjóð-
leg og alþjóðleg samskipti — ásamt fyrir-
mælum um guðþjónustur. í þessum lög-
um voru einnig reglur um mataræði fyr-
ir hina útvöldu þjóð:
„Og Drottinn talaði við Móse og Aron
og sagði við þá: Talið til ísraelsmanna
og segið: Þessi eru þau dýr, er þér megið
eta, af öllum ferfættum dýrum, sem eru
á jörðinni." (III. Móseb. 11:1-2).
Bönnuð fæða.
Af öllum ferfættum dýrum mátti að-
únistísku Austurlönd hafa gert. „Austr-
ið“ er sameinað af grimmúðugu harð-
stjórnarvaldi og sameinað um ákveðnar
kennisetningar. „Vestrið" hefði átt að
sameinast opinberlega um stofnun, sem
reist væri á siðferðilegum grundvelli.
Vegna þess að enn vantar slík sið-
ferðileg þjóðasamtök á Vesturlöndum,
og þá trú sem þau hefðu fengið styrk
sinn frá, verða Vesturlönd framvegis
föst í skrúfstykki valdastreitunnar, og
samtök þeirra liðast meir og meir sund-
ur fyrir augum vorum, en yfir vofir að
„austrið" fari með fullan sigur af hólmi
í hinu kalda stríði þjóðanna.
(J. G. þýddi.)
32 DAGRENNING