Dagrenning - 01.08.1954, Qupperneq 41

Dagrenning - 01.08.1954, Qupperneq 41
VIII. Hvað á ég sameiginlegt með slík- um hóp? Auk þess sem þú átt við áfengisvanda- málið að stríða, muntu finna meðal fé- lagsmanna menn, sem þér munu falla vel í geð. A.A. er smækkuð mynd af þjóðfélagslífi okkar, og meðal félags- manna eru menn úr öllum stéttum: verzlunarmenn og konur, vinnuveitend- endur og launþegar, kennarar og nem- endur, ungir og gamlir. Þarna er að finna fólk, sem fæst við þjóðfélagsmál, hagfræði, stjórnmál, trúmál o. s. frv. Það er því sennilegt, að þú komizt þar í kynni við fólk, sem er þér að skapi. IX. Er A.A. sértiúarflokkur eða trúar- leg hreyfing? Nei! Ekki í venjulegum skilningi þeirra orða. En ef við viðurkennum að okkur sjálfum og öllum öðrum mann- legum máttarvöldum hefur hingað til ekki tekizt að hjálpa okkur, og ef við þörfnumst nauðsynlega hjálpar einhvers staðar frá, og erum fús til að þiggja þá hjálp, ef hún býðst — og ef sú hjálp er trú — þá er svarið: Já. A.A. hefur engar trúarsetningar, trú- arjátningar eða helgisiði. Það skiptir sér ekki af trúarskoðunum félagsmanna. Samt sem áður trúa flestir okkar því, að beiðni um hjálp frá æðra mætti, eftir eigin skilningi á þeim mætti, og við- taka slíkrar hjálpar, sé ómetanlegur styrkur í baráttunni við þessi önnur vandamál lífsins. X. Eru nokkur tillög eða félagsgjöld? Þar eð bindindissemi er ekki verð- mæti, sem hægt er að kaupa eða selja við afgreiðsluborð, eru engin félagsgjöld. A.A. hefur ekkert að selja. A.A. er sjálfboða starfsemi og vinn- an sjálfboðavinna. Það hefur samt reynzt nauðsynlegt að stofna til sam- skota á fundum til að standast kostnað af húsnæði, lestrarefni, hressingum o. fl. A.A. nýtur ekki utanaðkomandi stuðnings og leggur áherzlu á þá stað- reynd, að engum félagsmanna eru greidd nein laun eða þóknanir. XI. Hvers konar stjórn hefur A.A.? Hver félagsdeild, hvar sem hún er, velur sér sjálf starfsaðferðir. Hér er starfsaðferð einnar deildarinnar: Fimm manna framkvæmdanefnd er kosin af félagsmönnum. Hver nefndar- maður starfar í 5 mánuði og þar eð stöð- ug skipting fer fram, fer einn maður úr stjórn mánaðarlega og annar er kos- inn, þannig að allsherjarstjórnarkjör fer aldrei fram eftir það fyrsta. Á þennan hátt fást stöðugt nýir starfskraftar í nefndina; Framkvæmdanefndin kýs formann úr sínum hópi og sér hann um framkvæmd- ir samþykkta hennar. Auk þess eru rit- ari og gjaldkeri. Menn ráðgast við for- mann og með samþykki framkvæmda- nefndarinnar getur hann útnefnt und- irnefndir, sem starfa þegar þeirra telst þörf, til þess að gera starfsemi félagsins árangursríkari. XII. Hvernig get ég orðið félagsmaður? Þar sem engin formleg inntaka í fé- lagið fer fram, verður þú næstum sjálf- krafa meðlimur, ef þú — eftir að hafa skoðað hug þinn af grandgæfni og æðruleysi og viðurkennt, að þú sért drykkjumaður, sem vilt hætta að drekka fyrir fullt og allt — sækir fundi og reynir af einlægni og alúð að fara eftir leiðbeiningum og reynslu þeirra, sem með þér eru, og reynir eftir beztu samvizku að fylgja reglum og leiðbein- ingum A.A. DAGRHNNING 39

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.