Dagrenning - 01.04.1958, Page 11

Dagrenning - 01.04.1958, Page 11
nú málefnum þjóðanna. Viðnámið gegn heiðindómnum er ekkert orðið og þess vegna leysast þjóðfélögin upp og verða auðveld bráð „drekanum og dýrinu“. Mjög er líklegt að á árinu 1958 takist með einhverjum hætti að koma skeyti til tunglsins, þó að líkindum dragist það um eitt til tvö ár enn, að það takist að koma mönnum þangað. Þetta kapphlaup um „yfirráðin í himingeimnum" kann að draga eitthvað úr hinni miklu spennu milli stórveldanna nú í bili, en til langframa verður það ekki. Geimsiglingar mannanna eiga eftir að mæta því viðfangsefninu sem örðugast verður, en það er árekstrar við geimför annarra hnatta — hina fljúgandi diska — þegar svo langt verður komið þróuninni hér, að geim- för héðan geta komizt út úr gufuhvolfi jarðarinnar. „Ráðsteina æðstu manna/* Það sem af er þessu ári hefir um fátt verið rætt jafn mikið og „ráð- stefnu æðstu manna“ eins og það er nefnt í fréttum. Það eru fyrst og fremst Sovétríkin, sem beita sér fyrir því að slík ráðstefna verði haldin, enda eru það þar „æðstu menn“, sem öllu 'ráða — almenning þarf þar ekki að spyrja um neitt. Á Vesturlöndum er þessari ráðstefnu mismun- andi vel tekið, enda ekki víst að þeir „æðstu menn“ þar, sem ákveða ráð- stefnuna og þátttöku í henni, komi til með að sitja hana, ef einhverjir þeir stjómmálaatburðir gerast í heimalöndum þeirra, sem hafa í för með sér stjórnarskipti eða kosningar. Það er athyglisvert, að smáþjóðir Evrópu — og þá sérstaklega Norð- urdlandaþjóðirnar — eru einna mest fýsandi þess, að ráðstefna æðstu manna verði haldin. Ástæðan er vafalítið bein hræðsla við yfirgang Sovétríkjanna, enda em þau öll, nema Island, nærri vettvangi ef til átaka skyldi draga. Bandaríkin em á yfirborðinu tregust til þátttöku í ráð- stefnunni, en Bretar virðast fýsandi þess, að ráðstefnan verði haldin. Frakkar og Þjóðverjar tvístíga nokkuð, en munu þó fremur hlynntir ráð- stefnunni, þó þeir geri sér ekki miklar vonir um árangur. Af hálfu Sovétríkjanna er ráðstefnan hugsuð fyrst og fremst sem áróð- ursbragð til þess að spilla samstarfi þjóðanna í Atlantshafsbandalaginu, því þar er nú hver höndin upp á móti annarri vegna afstöðu Bandaríkj- anna til málefna Bretlands og Frakklands. Þetta vita Sovétríkin vel og nú vilja þau hamra jámið meðan það er heitt. Manni verður ósjálfrátt hugsað til Genfarráðstefnunnar 1955, sem Rúss- v------------------------------------------------------------------------ DAGRENNING 5

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.