Dagrenning - 01.04.1958, Síða 22
röksemdir, sem ég hefi áður fyrir því
fært, að hann sé Biblían í steini og í
honum sé á táknrænan hátt komið fyrir
yfirskilvitlegum vísdómi frá löngu liðn-
um tímum, líkt og í spádómsritum
Biblíunnar. í bréfi yðar gerið þér þó
nú ofurlitla tilraun til þess að reyna
að afsanna, að Jesaja spámaður eigi
við Pýramídann mikla í spádómi sín-
um um Egyptaland. Ekki ætla ég að
deila við yður um þá skýringu, svo los-
araleg sem hún er. Þar gætum við þó
orðið sammála um eitt atriði, og það
er að sá tími, sem spádómurinn á við,
sé enn ekki kominn. Egyptar hafa ekki
enn „snúið sér til Guðs“ — Jesú — og
þess vegna er ennþá ekki hægt að skýra
spádóminn til fulls. Hvaða „stein“ þar
er þess vegna talað um verður því ekki
sannað nú, en líkingaskýringar yðar í
þessu efni eru ekki líklegri til að vera
réttar en mínar.
En ein setning í spádómi Jesaja
gæti gefið tilefni til að álykta að sú
stund væri ekki langt undan, að spá-
dómur Jesaja rættist. En þeirri setn-
ingu sleppið þér alveg. Það er þessi
setning: „Þá skal Egyptalandi standa
ótti af Júdalandi(Jes. 19, 17). Hvers
vegna gleymduð þér þessari setningu?
Júdaland (Gyðingaland = Ísraelsríki
nútímans) hefir ekki verið til sem sjálf-
stætt ríki síðan á dögum Jesaja fyrr
en nú. Og hverjum stendur nú mest ógn
af Júdalandi? — Spyrjið Nasser.
Spádómur Jesaja um Egyptaland er
hinn merkilegasti og einmitt ágætt
dæmi þess, hvernig Guð opinberar stór-
kostlega hluti oft í stuttu máli og mörg-
um öldum áður en atburðirnir gerast.
Þar er sögð sagan um hrun Egypta-
lands, hins mikla stórveldis fyrri tíma,
og um endurreisn þess, „þegar þeir
(Egyptar) hrópa til Jahve (Krists)
undan kúgurunum". Fyrri hluti spá-
dómsins hefir rætzt bókstaflega, en síð-
ari hlutinn ekki enn. Kristur er ekki
ennþá þeirra Guð og þeir hafa enn ekki
„hrópað til hans“. Ég efast ekki um að
síðaH hlutinn rætist eins og fyrri hlut-
inn. En þegar þar að kemur má vel
vera að merkissteinninn við landamær-
in — Pýramídinn mikli — hafi „talað“
svo skýrt, að jafnvel prófessorar skilji
mál hans.
„Hvers vegna nefndi Jesaja furðu-
verkið ekki sínu rétta nafni,“ spyrjið
þér, „í stað þess að nota heiti á mjög
svo algengu fyrirbæri, sem engum gat
komið til hugar að tengja við hið sér-
staka egypzka grafhýsi?“
Já — hvers vegna? Hvers vegna
geymdi Guð son sinn í Egyptalandi, en
ekki einhvers staðar annars staðar?
Hvers vegna lét Drottinn ísrael verða
að þjóð í Egyptalandi en ekki einhvers
staðar annars staðar? Hvers vegna
nefnir enginn spámannanna Frelsar-
ann með réttu nafni, þó að þeir spái
greinilega um hann? Hvers vegna birt-
ist Jesús Kristur ekki fræðimönnum
og faríseum eftir upprisuna, heldur
umkomulitlum lærisveinum og nokkr-
um konum? Þannig má spyrja enda-
laust, og svörin eru einfaldlega þau, að
Drottinn fer ekki í þessu né öðru þá
vegi, sem t. d. prófessorar nútímans
telja sjálfsagðasta, frekar en hann
skeytti forðum um það, hvernig fræði-
menn og farísear Gyðinga höfðu hugs-
að sér að koma Messíasar mundi verða.
Um Pýramídann mikla og spámæl-
ingar hans þýðir okkur því ekki að
deila meira, þar sem þér eruð þar fyrir-
fram sannfærður og þá er einskis
árangurs von.
★
16 DAGRENNING