Dagrenning - 01.04.1958, Qupperneq 26
einhver skaðlegasta villukenning, sem
fram hefir komið, og hefir leitt af sér
meiri bölvun en orð fá lýst nú í nær-
fellt tvö þúsund ár.
Hafið þér gert yður ljóst, að til þess
að geta túlkað Ritninguna á þennan
veg, verðið þér að afneita svo að kalla
allri Biblíunni, bæði Gamla og Nýja
testamentinu, því að þar er engan
stuðning að fá við þessar kenningar
yðar? Til þess að komast að þessari
niðurstöðu, verðið þér að afneita öllum
spádómum Biblíunnar, öðrum en þeim,
sem eiga við fyrri komu Krists og líf
hans og starf þá. Þetta hefir kirkjan
líka gert svo rækilega, að það er nú
beinlínis kennt, að ekkert sé að marka
spádóma Biblíunnar og allir háskólar
eru í standandi vandræðum með þá,
nema sem „viðvaranir“. En þér verðið
að gera meira. Þér verðið að afneita
og telja týnda með öllu hina útvöldu
þjóð Guðs — ísrael —, sem bæði postul-
ar Krists og Kristur sjálfur sögðust
vera sendir til. Sjáið þér ekki, að
„kirkjan" er að draga hér til sín fyrir-
heit, sem hún ekki á og sem Drottinn
hefir aldrei fengið henni í hendur?
Einhver stórfelldasta blekking allra
tíma átti sér stað, þegar katólska kirkj-
an fór að halda því fram, að hún væri
einhvers konar „andlegur ísrael", sem
ætti að taka við hlutverki og fyrirheit-
um ísraelsþjóðarinnar. Af því leiddi
m. a. hinar stórfelldu ofsóknir á hend-
ur Gyðingum, sem katólska kirkjan hélt
uppi öldum saman, til þess að reyna að
útrýma þeim leifum fsraelsþjóðarinn-
ar, sem voru á yfirráðasvæði hennar.
Þegar Rómarkristni fór svo að berast
á Vestur- og Norðurlönd, hófst sama
útrýmingar-herferðin þar. Katólska
kirkjan útrýmdi þeirri kristni, sem
fyrir var á Bretlandi, þegar hún kom
þangað og gerði bandalag við heiðna
þjóðflokka í því skyni. Katólska kirkj-
an safnaði saman og eyðilagði allar
þær miklu rúnabókmenntir, sem voru
til víðs vegar um Evrópu og Bretlands-
eyjar og Norðurlönd, er sönnuðu, að
þeir þjóðflokkar, sem lönd þessi
byggðu, væru ísraelsættar — svo sem
Dansættkvíslin, sem nam Danmörku —,
svo að ekki fengjust þar sannanir fyrir
því, að höfuðkenning hennar um „and-
legan ísrael“ væri falskenning ein og
vísvitandi blekking. Á „andlegan fsra-
el“ er hvergi minnzt í Nýja testament-
inu, svo að hér er algjör fölsun á stað-
reyndum á ferðinni, — tilkomin eins
og að framan segir.
„Kirkjan", hvorki sú katólska, lút-
herska né nokkur önnur kirkjudeild, er
enginn „andlegur fsrael“, heldur „söfn-
uður Krists“, og þar ber ekki að gera
mun á mönnum eftir litarhætti eða
öðru. Það er við söfnuð Krists — þá,
sem skírðir eru til hans nafns, — sem
þau orð eiga: „hér er ekki Gyðingur né
grískur, hér er ekki þræll né frjáls
maður, hér er ekki karl né kona, því
að þér eruð allir einn maður í sam-
félaginu við Krist Jesúm. Ef þér til-
heyrið Kristi, þá eruð þér niðjar Abra-
hams, erfingjar eftir fyrirheiti." Því
fyrirheiti, sem Drottinn gaf Abraham:
„af þér skulu allar þjóðir jarðarinnar
blessun hljóta."
Að gera einn hrærigraut úr „kirkj-
unni“ og ísrael, er einhver stórkostleg-
asta villa, sem hægt er að gera sig sek-
an um, gagnvart réttri, heilbrigðri
hugsun. Að telja „kirkjuna" það ríki
Guðs, sem koma skal, á enga stoð í
Heilagri ritningu, en hefir valdið og
mun valda sívaxandi glundroða og
hrærigraut, sem að lokum ríður kirkj-
unni sjálfri að fullu, ef ekki tekst að
20 DAGRENNING