Dagrenning - 01.04.1958, Síða 31

Dagrenning - 01.04.1958, Síða 31
Asíuþjóðir með Kínverja í broddi fylk- ingar. Japanir eru að vísu utan þess ennþá, en þess verður ekki langt að bíða, að þeir bætist í hópinn. Araba- ríkin eru nú sem óðast að sameinast, þó að því fylgi smáárekstrar í bili og allir, sem vilja sjá, geta séð, hvar það bandalag lendir. Kommúnisminn fer eins og eldur í sinu um lönd svertingja í Afríku og sama er sagan í Indónesíu og Suður—Ameríku. Indland og ná- grannar þess, að Pakistan undanteknu, sigla hraðbyri í sömu áttina. Eru það þá nokkur ósannindi, að mannkynið sé nú sem óðast að skiptast í tvær fylk- ingar, og að í annarri sé aðal- lega hið hvíta mannkyn undir forustu hinna vestrænu lýðræðisþjóða, sem — að mínum dómi — eru afkomendur hinna týndu ættkvísla Israels, og hins vegar hinar lituðu þjóðir, sem fylkja sér undir merki Rússa, sem nú búa á þeim svæðum, sem Esekiel kallar „Rós, Mesek og Tubal“. Um þetta verður ekki deilt af viti, svo augljós eru þessi sannindi öllum andlega heilbrigðum mönnum. Hitt er hægt, eins og þér gerið, að neita blátt áfram þess- um (og öðrum) staðreyndum, og við slíka er þá ekki unnt að ræða. Hið eina, sem hér getur orðið dregið í efa, er að þetta sé sá liðssafnaður, sem átt er við í 37.—39. kapítula Esekielsbókar. Ég held því fram, að svo sé, og hefi fært mörg rök að, sem hér verða ekki endurtekin. Þér neitið hins vegar, að spádómur Eskiels eigi við nokkurn slík- an liðssafnað, þetta beri vafalaust allt að skilja „andlega", og þó að hann ætti sér stað, sé engan stað þess að finna í Heilagri ritningu, að sá liðs- safnaður fari eftir litarhætti þjóða. Það er rétt hjá yður, að Biblían talar ekki um litarhátt þeirra þjóða, sem í Gógsbandalaginu eru, en hún telur þjóðirnar í liði Gógs upp og sé athug- að, hverjar þær eru, þá eru það undan- tekningarlítið hinir lituðu þjóðflokkar. Magóg (Mongólar), Persar, Blálend- ingar (Afríkumenn) og Putmenn (Egyptar) eru allt litaðar þjóðir, Tó- garmalýður eru þjóðir þær, sem byggja suðurhluta Rússaveldis, umhverfis Ka- spíahaf og þar austur af, s. s. Ind- land og fleiri Suður-Asíulönd. Um þetta getið þér fræðzt, ef þér viljið, miklu betur í ágætri bók, sem heitir „The Russian Chapters of Ezekiel", eftir enskan prest, W. M. H. Milner. Þá bók ættuð þér að lesa með athygli sem allra fyrst. Að halda því fram, að heimurinn sé nú að skiptast í þau tvö bandalög, sem Esekiel talar um, segið þér að þýði það, „að við eigum að geta kveðið upp dóm Guðs sjálfs fyrirfram", að „við eigum að geta skipað þjóðunum sem höfrum og sauðum til hægri og vinstri við hið guðlega hásæti“, eins og þér komizt að orði. „Við“ skipum ekki þjóðunum í þessi bandalög. Það gera þær sjálfar eða forustumenn þeirra. „Við“ aðeins sjáum hvað gerist og það ber okkur að gera samkvæmt boði Krists, því að hann sagði: „Gætið að fíkjutrénu og öllum trjám, þegar þau fara að skjóta frjóöngum, þá sjáið þér og vitið af sjálfum yður að sumarið er í nánd. Þannig skuluð þér og vita, að þegar þér sjáið þetta fram koma, er guðsríki í nánd.“ (Lúk. 21). Nei, kæri hr. prófessor, „við“ erum alls ekki að „kveða upp dóm Guðs fyrir- fram“. Dómur Guðs er nú að ganga yfir þjóðir jarðarinnar og „við“ fáum þar engu um breytt. „Dagar heiðingj- anna“ eru nú að renna út og ný öld að hefjast. DAGRENNING 25

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.