Dagrenning - 01.04.1958, Síða 33

Dagrenning - 01.04.1958, Síða 33
stöðu er þar daglegt brauð, og enginn nær þar rétti sínum gegn valdhöfun- um. Menn eru líflátnir eða dæmdir í þrældóm og útlegð fyrir hinar minnstu yfirsjónir — jafnvel fyrir upplognar sakir, ef því er að skipta. Þetta þarf ég ekki að rekja fyrir yður, þér þekkið þetta allt eins vel og ég eða kannske betur. Ég veit, að þér eruð mér sam- mála um að bakvið slíkt stjórnarfar stendur djöfullegt vald: „samkunda Satans“. Þessi sami leynilegi stjórn- málafélgsskapur náði völdum í Þýzka- landi 1933 og þjónar hans voru þá þýzku nazistarnir og Hitler. Hitler komst til valda sem „höfuðandstæðing- ur kommúnismans“, en hvernig urðu endalokin: Vináttusamningur Sovét- ríkjanna og Þýzkalands gegn hinum vestrænu ríkjum. Þar upp úr heims- styrjöld, sem færði Sovétríkjunum — kjarnaríki „samkundunnar“ — yfirráð yfir allri Evrópu vestur að Saxelfi og Alpafjöllum og suður að Miðjarðar- hafi. Hitler „hvarf“ að loknu sínu hlut- verki í þágu „samkundunnar“. En „samkundan“ er víðar að verki en í „kjarnaríki“ sínu, Sovétríkjunum. Hún starfar einnig á Vesturlöndum. En þar er starfsemin með öðrum hætti. Þar er það fjármagnið — auðvaldið —, sem beitt er í stað ofbeldisins í austri. Samkundan vinnur á Vesturlöndum með allt öðrum hætti en í Sovétríkj- unum og leppríkjum þeirra. Hér starf- ar hún í nafni „frelsis og mannrétt- inda“ að niðurbroti hinnar kristnu lífs- skoðunar og útrýmingu kristinnar trú- ar. í þjónustu hennar hér eru öll dag- blöð — þau eru öll gefin út af sam- kundunni —, allir háskólar og flestir æðri skólar, margar kirkjudeildir, fjöldi presta, stjórnmálamanna, rithöf- unda, fjármálamanna, listamanna o. fl. Af öllum Vesturlöndum eru Banda- ríkin í mestri hættu nú, því að þar er nú höfuðvígi samkundunnar í hinum frjálsa heimi. Bandaríska þjóðin kýs sér ennþá þing og stjórn í frjálsum kosningum og hún kýs sér einnig þjóðhöfðingja — forset- ann — og hún veit lítið um samkund- una. En hverjir ráða raunverulegri stefnu Bandaríkjanna? Það eru a. m. k. að eins miklu leyti fjámagnssamtök þeirra (bandaríska auðvaldið) með öll- um sínum undirdeildum og samtökum, eins og þing og stjórn. Það er við þetta, sem átt er, þegar talað er um samstarf Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Hinn leynilegi stjórnmálaflokkur — sam- kunda Satans — hefir mikil völd í báð- um þessum stórveldum þó að hann hafi enn ekki opinberlega tekið í sínar liencl- ur stjórnina í Bandaríkjunum, eins og hann hefir gert í Rússlandi. ★ En þessi saga er ekki öll sögð enn. Til þess að brjóta niður frelsi og sjálf- stæði smáþjóðanna — og jafnvel stór- velda eins og Breta og Frakka — hefir samkundan sett á stofn „Sameinuðu þjóðirnar" og ýmis fleiri svokölluð „alþjóðleg“ fyrirtæki. Það er regin misskilningur, sem kem- ur fram í bréfi yðar, að Sameinuðu þjóðirnar séu fyrirtæki, sem komið sé upp og haldið uppi af hinum frjálsu, hvítu þjóðum. Auðvald Bandaríkjanna átti frumkvæðið að gamla „Þjóða- bandalaginu" og það, ásamt Sovétríkj- unum, átti frumkvæðið að stofnun „Sameinuðu þjóðanna“, eftir síðustu heimsstyrjöld. Sameinuðu þjóðirnar hafa með starfi sínu síðan þær voru stofnaðar stefnt að því að brjóta niðu þær þjóðir í Ev- rópu, sem til þessa hafa haldið á lofti DAGRENNING 27

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.