Dagrenning - 01.04.1958, Page 42

Dagrenning - 01.04.1958, Page 42
Háskólar og æðri skólar ráðleggja leynt og ljóst „reynslu-hjónabönd". Hin heimspekilega uppeldisfræði, sem álít- ur að hver og einn eigi að hafa frjáls- ræði í útrás tilfinninga sinna, hefir gagnsýrt hugi Ameríkumanna. Æsku- fólk okkar, á tíu og ellefu ára aldri, „veit meira“ en foreldrar þeirra gerðu um tvítugt. Glæpafaraldurinn er geigvænlegur. Síðasta ár voru framin 16 milljón af- brot og tjónið af þeim metið 17 þúsund milljónir dollara. Glæpum hefir fjölgað um 800% síðustu fjörutíu árin. Þeir, sem handteknir voru í fyrra, voru flest- ir á seytjánda árinu. Skækjulifnaður og afbrot aukast um 40% árlega. „Smá-afbrot meðal skólaæskunnar hafa aukizt geigvænlega,“ segir J. Ed- gar Hoover. 70 % skólaæskunnar drekk- ur. Árið 1938 var talið að gömlu „pútna- húsin“ myndu aldrei rísa upp aftur. Nú eru 750 þús. ný „samkvæmishús" í Ameríku. Árlega deyja um 40 þúsund manns á þjóðvegunum, og 90% þessara dauðsfalla má kenna áfengisneyzlu. Við erum í þann veginn að drekka okkur í hel. Við notum daglega tvær milljónir dollara í deyfilyf. Hverjar eru orsakirnar? Hoover upplýsir ennfremur: „Þetta ástand er í nánum orsakatengslum við hið skelfilega fráhvarf í trúarlegum efnum. Yfir 60 milljónir manna (í Bandaríkjunum) játa engin sérstök trúarbrögð. Margir trúa alls ekki á Guð. Þetta er alvarlegasta hætta Ame- ríku.“ „Hamarinn og sigðin“ er ekki hættu- legasti óvinur okkar. Það er okkar innri hnignun, sem veldur hinni hröðu þró- un til glötunar og eyðingar, og hún er hraðari en hjá nokkurri annarri kyn- slóð. Margir uppeldisfræðingar ræða um „svikna menningu“. Og margir ágætir menn álíta meiri upplýsingu rétta svar- ið við hættunni. Háskólar okkar og æðri skólar, sem stofnaðir voru af trú- arlegum innblæstri, kenna nú guðleysi eða guðsafneitun. Þess vegna kveðja þúsundir æskumanna skóla vora efa- gjarnir og reikulir í trúarefnum, eða þá sem hreinir guðleysingjar, sem bera litla eða enga virðingu fyrir Guði. f bók sinni, „Uppruni tegundanna", notar Darwin yfir átta hundrað sinn- um „höllum okkar að“ og „við getum örugglega fallizt á“ eða svipuð orðtil- tæki. Af áþekku orðagjálfri vænta sumir, að við tökum góða og gilda þá niður- stöðu, að mennirnir, leiddir af innri vilja, hafi þróazt frá dýrunum, já, ör- lítilli frumu, án afskipta Guðs. Á liðn- um árum hafa aðrir skólar bætt ýmsu við og notað nokkuð af því, sem Dar- win ályktaði eða gerði ráð fyrir. Frá þessum veiku niðurstöðum, ímyndun- um og getgátum manna, sem forsmáðu Biblíuna og kærleika Guðs, er þróunar- kenningin runnin. Þeir, sem trúa þróunarkenningunni, afneita sköpunarsögu Biblíunnar. Þeir afneita persónulegum, skapandi Guði. Þeir kenna að mennirnir verði stöðugt vitrari, betri og fullkomnari. í staðinn fyrir synd tala þeir um „mistök" og „bresti“, sem gefi mönnum von um að verða betri og fullkomnari. Atburðir og lærdómar síðustu ára hafa hrakið allar staðhæfingar þróun- arkenningarinnar. Mennirnir verða ekki betri. Mennirnir fullkomnast ekki stöðugt. Aparnir þróast ekki upp til mannanna, það mætti fremur segja, að 36 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.