Dagrenning - 01.04.1958, Síða 47
En ég tel mig sjá merki komandi
vakningar, en ennþá er ekkert sem
bendir til að öll þjóðin sé að hverfa til
Drottins. Við náum aðeins til lítils hluta
þjóðarinnar.
Ameríka, ég gef þér andlegt herút-
boð: „Komið, vér skulum hverfa aftur
til Drottins, því að hann hefir .... lost-
ið, og mun binda um sár vor.“ Ameríka
getur hvorki skapað né keypt sér lausn.
Hún verður að biðja — ef við eigum
að bjargast.
„Sá maður, sem getur komið okkur
á kné í sárri iðran, mun reynast mesti
velgjörðarmaður þjóðarinnar, og orka
mestu til að koma kynslóð okkar á rétt-
an kjöl á ný,“ hefir einhver sagt.
Til að standa vörð um lýðræði okkar
og vernda hina sönnu amerísku lífs-
stefnu, þörfnumst við vakningar, já,
við verðum að öðlast vakningu á gamla
og góða kristilega vísu.
Guð fyrirgefi okkur syndir vorar,
forði okkur frá heimskupörum, hjálpi
okkur til afturhvarfs, starfs og bæna,
og varpi oss út í andlega baráttu.
Vor einasta von er vakning.
Ág. Guðrn. þýddi.
★
Eftlrmáli.
Hér lýkur þessari stórkostlegu hugvekju hins
mikla skörungs. Hún er orð í tíma talað, því
nú er komið á fremstu nöf, baeði í Ameríku og
annars staðar. Hin mikla hreinskiini og hin
öfgalausa gagnrýni höfundar á hagi og háttu
hans eigin þjóðar er virðingarverð. En hvaða
íslendingi, sem þetta les, verður ekki ósjálfrátt
hugsað til sinnar eigin þjóðar, og þess ástands
sem hér ríkir?
íslenzka þjóðin, sem í þúsund ár hefir varð-
veitt einn dýrasta menningararf mannkynsins,
og verið sér þess meðvitandi, að hún — er hún
barðist liér fyrir tilveru sinni við eld og ísa —
var að vernda sérstæða menningu og frelsi, sem
var dýrmætara en lífið sjálft, er nú að svíkja
öll sín fornu heit og fleygja sér út í hringiðu
heimsku og flysjungsháttar. Hver er sá, að hon-
um verði ekki við þennan lestur hugsað um
alla þá upplausn, spillingu, lygar og blekkingar,
sem eru ntegineinkennin á þjóðfélagsháttum
vorum nú á dögum. Hér skal þetta ekki rakið,
en aðeins á það bent, hvert stefnir, og að hinni
islenzku þjóð er þess ekki siður þörf en öðrum
stærri þjóðum, að gæta að því hvert stefnir.
íslenzka þjóðin á ekkert annað en manndóm
þegnanna til að reisa ríki sitt á. Hún á hvorki
þá mannmergð né auðæfi sem stórþjóðirnav
byggja tilveru sína á og kalla traustan grunn.
Ef vér týnum þeim eina auði sem vér eigum,
höfum vér glatað öllu. Einnig hér á íslandi er
mál að rísa af svefni andvaraleysis. En það er
hægara sagt en gert, þegar hin mikla „sinfónía":
heimskuvísindi skólanna, blekkinga- og lyga-
starfsemi dagblaðanna, sofandaháttur og úr-
ræðaleysi forustumannanna, skipulögð eyðilegg-
ingarstarfsemi stjórnmálaflokkanna, sem aldrei
líta á hag alþjóðar, heldur aðeins eigin hags-
muni, flokkshagsmuni eða þörf erlendra ríkja,
sem þeir þjóna, glymur látlaust í eyrum fólks-
ins og rænir það allri heilbrigðri hugsun.
Einasta von íslands er einnig öflug, trúarleg
vakning, sem sviptir burtu öllu lygaskvaldrinu
og blekkingunni, sem nú lokar augum þjóðar-
innar.
]. G.
DAGRENNING 41