Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 4
gögn, sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins, munu vera gríð- arleg að umfangi, en meðal þeirra munu vera rafræn afrit af tölvubréf- um, sem fóru um tölvukerfi Kaup- þings banka hf. á tilteknu tímabili. Samkvæmt málflutningi af hálfu ákæruvaldsins fyrir Hæstarétti munu þau tölvubréf vera um 20.000.000 talsins og mætti áætla að skrá um þau yrði sem svaraði um 400.000 blaðsíðum að lengd. Meðal slíkra tölvubréfa hljóta eðli máls samkvæmt að vera í ríkum mæli orð- sendingar varðandi fjárhagsmálefni fjölmargra viðskiptamanna bankans, sem leynd verður að ríkja um, og að auki persónulegar orðsendingar, sem starfsmenn félagsins fengu eða sendu og vörðuðu einkalíf þeirra,“ segir Hæstiréttur. Málið dæmdu Markús Sigur- björnsson, Helgi I. Jónsson, Þorgeir Örlygsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen. Sakborning- arnir voru auk fangelsisvistar dæmd- ir til að greiða sakarkostnað. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015 Hallur Már Hallsson Jón Pétur Jónsson Kristján H. Johannessen „Okkur sýnist Hæstiréttur hafa að meginstefnunni til fallist á þau sjónarmið sem ákæruvaldið tjaldaði til í málinu og byggði málatilbúnað sinn á,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, um niður- stöðu Hæstaréttar í Al Thani- málinu svonefnda, en dómur féll í því í gær. Allir fjórir sakborning- arnir voru sakfelldir fyrir Hæsta- rétti. Verulegt fordæmisgildi „Þessir dómar sem falla eru gríðarlega þýðingarmiklir fyrir þau mál sem eiga eftir að klárast. Þann- ig að fordæmisgildið er mjög veru- legt,“ segir Ólafur Þór en að sögn hans er ljóst að Hæstiréttur sé með þessu að leggja ákveðnar línur varðandi það hvernig dæmt skuli í efnahagsbrotamálum. Hæstiréttur þyngdi dóma yfir tveimur sakborningum, þeim Magn- úsi Guðmundssyni, fyrrverandi for- stjóra Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafi Ólafssyni, stjórnarformanni Samskipa. Björn Þorvaldsson sak- sóknari segir þetta í samræmi við það sem farið var fram á. Spurður hvort dómur Hæsta- réttar í Al Thani-málinu komi til með að hafa fordæmisgildi svarar Björn: „Það verður að koma í ljós þegar við erum búin að skoða dóm- inn en mjög líklega. Við erum með svipuð mál til meðferðar og vænt- anlega verður hægt að byggja á þessu fordæmi í þeim málum.“ Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist hvorki í sakborninga né verj- endur þeirra í gær. „Fordæmisgildið er mjög verulegt“  Sérstakur saksóknari segir dóminn þýðingarmikinn Morgunblaðið/Kristinn Í viðtali Björn Þorvaldsson saksóknari ræðir við fjölmiðlamenn að dóms- uppkvaðningu lokinni við húsnæði Hæstaréttar Íslands. Vefsíða Hæstaréttar Íslands lá niðri um tíma eftir að dómur féll í Al Thani- málinu svo- nefnda. Ástæðan er að líkindum sú að mikill fjöldi fólks fór inn á síðuna til að nálgast áðurnefndan dóm, sem er rúm- lega níutíu blaðsíður að lengd. Dómur Hæstaréttar var kveð- inn upp laust eftir klukkan 16 í gær og innan við klukkustund síðar hætti vefsíðan að virka. Þess í stað birtust eftirfarandi skilaboð: „Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reynið aftur síðar.“ Síðan komst aftur í gagnið um klukkan 18. VEFSÍÐAN HRUNDI Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Hæstiréttur sakfelldi alla fjóra sak- borningana í Al Thani-málinu svo- nefnda í gær. Var Hreiðar Már Sig- urðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bank- ans, var dæmdur í fjögurra ára fang- elsi, Ólafur Ólafsson, stjórnarformað- ur Samskipa, var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi og Magnús Guð- mundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, sömuleiðis í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Með þessum dómi var refsing, sem Héraðsdómur Reykjavíkur gerði Hreiðari Má, staðfest. Fangelsisrefs- ing Ólafs var þyngd um eitt ár og refsing Magnúsar um eitt og hálft ár en refsing Sigurðar var milduð um eitt ár. Mennirnir voru allir fundnir sekir um markaðsmisnotkun. Þá var Hreiðar Már fundinn sekur um um- boðssvik og Sigurður og Magnús sak- felldir fyrir hlutdeild í umboðssvikum en Ólafur var sýknaður af þeim ákærulið. Hæstiréttur benti hins vegar sérstaklega á, að Ólafur hefði haft óbeina fjárhagslega hagsmuni gegnum félag, sem var næststærsti hluthafinn í Kaupþingi. Hæstiréttur segir í dómi sínum, að háttsemi fjórmenninganna hafi falið í sér alvarlegt trúnaðarbrot gagnvart stóru almenningshlutafélagi og leitt til stórfellds fjártjóns. Markaðsmis- notkunin hafi beinst í senn að öllum almenningi og fjármálamarkaðinum hér á landi í heild og verði tjónið, sem leiddi af brotum mannanna, beint og óbeint, ekki metið til fjár. Engar málsbætur „Þessi brot voru stórum alvarlegri en nokkur dæmi verða fundin um í ís- lenskri dómaframkvæmd varðandi efnahagsbrot. … (Brotin) voru þaul- skipulögð, drýgð af einbeittum ásetn- ingi og eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi. Öll voru brotin fram- in í samverknaði og beindust að mik- ilvægum hagsmunum,“ segir Hæsti- réttur og bætir við, að sakborningarnir eigi sér engar máls- bætur. Viðskiptin, sem málið snýst um, áttu sér stað 22. september 2008. Þá var tilkynnt að eignarhaldsfélag Sheikhs Mohammeds Bin Khalifa Al Thani, sem nefndist Q Iceland Fin- ance ehf., hefði keypt 5,01% hlut í Kaupþingi. Kaupverðið var 25,7 milljarðar króna. Allt lánað Í dómi Hæstaréttar sagði að bankastjóri Seðlabanka Íslands hefði 9. desember 2008 sent stutta saman- tekt um viðskiptin til ríkislögreglu- stjóra, sem framsendi það erindi samdægurs til Fjármálaeftirlitsins. Að undangenginni nokkurri gagna- öflun beindi það kæru til sérstaks saksóknara 13. mars 2009. Að lokinni lögreglurannsókn gaf saksóknarinn út ákæru 16. febrúar 2012. Fram kom við meðferð málsins, að Kaupþing lánaði allt kaupverðið. Viðskiptin fóru þannig fram, að Kaupþing lánaði félaginu Gerland Assets, sem var í eigu Ólafs Ólafs- sonar, sem átti 9,88% hlut í Kaup- þingi, og Serval Trading, sem var í eigu Al Thani, tæpa 12,9 milljarða króna. Fé frá báðum þessum fé- lögum rann 29. september 2008 inn á reikning félagsins Choice Stay. Það- an fóru peningarnir inn á reikning Q Iceland Finance í eigu Al Thanis sem greiddi þá aftur til bankans. Lánið til Serval var með sjálfskuldarábyrgð Al Thanis. „Eins og kaup Q Iceland Finance ehf. á 5,01% hlutabréfa í Kaupþingi banka hf. voru kynnt út á við gáfu þau ekki aðeins til kynna að þekktur og auðugur erlendur fjárfestir hafi einn átt þátt í þeim og staðið sjálfur straum af kaupverði hlutabréfanna, heldur hafi jafnframt búið þar að baki traust á félaginu sem banka á alþjóð- legum fjármálamarkaði og trú á arð- semi kaupanna. Hefði opinberlega verið greint frá raunverulegu meg- ininntaki þessara kaupa er ótvírætt að þetta traust og sú trú hefði fengið á sig allt aðra og lakari mynd. Í þess- um ráðstöfunum fólst því markaðs- misnotkun,“ segir Hæstiréttur m.a. Hann bætir við, að engin skýring geti verið á þeirri mynd, sem viðskiptin tóku í raun á sig, önnur en sú að með henni hafi átt að dylja að Ólafur Ólafsson stæði að baki þeim að helm- ingi. 20 milljónir tölvupósta Sakborningarnir lögðu fram marg- þættar kröfur um að málinu yrði vís- að frá dómi en Hæstiréttur hafnaði þeim öllum. Meðal annars kröfðust þeir frávísunar sökum þess, að brot- inn hefði verið á þeim stjórnarskrár- bundinn réttur til að fá aðgang að gögnum undir rannsókn lögreglu og dómsmeðferð. Um þetta segir Hæstiréttur, að sakborningunum hafi ekki verið neit- að um að fá aðgang að einhverjum til- teknum gögnum heldur hafi verið hafnað kröfum þeirra um að fá afhent eintak af umfangsmiklu heildarsafni gagna, sem þeim stóð til boða að fá aðgang að hjá lögreglu, og um að lög- regla leysti af hendi vinnu í þeirra þágu við skráargerð. „Ekki verður horft fram hjá því að Ekki hægt að meta tjónið til fjár  Allir sakborningar sakfelldir í Al Thani-málinu  Markaðsmisnotkun beindist í senn að öllum al- menningi og fjármálamarkaðinum í heild  Engin dæmi um jafn alvarleg efnahagsbrot hér á landi Morgunblaðið/Eggert Héraðsdómur Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Ólafur Ólafsson, ásamt lögmönnum og sínum þegar Al Thani-málið var tekið fyrir í Hérðasdómi Reykjavíkur en dómur Héraðsdóms féll í desember árið 2013. „Villa hefur komið upp“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði í ræðu sinni á Viðskiptaþingi í gær að losun fjár- magnshafta væri í góðum farvegi. „Þar er að sjálfsögðu nauðsynlegt að líta til margra samverkandi þátta, en allir sem hér sitja þekkja að það er nauðsynlegt skilyrði fyrir afnámi haftanna að skuldaskilum fallinna banka sé lokið með þeim hætti að þau ógni ekki efnahagslegum stöð- ugleika. Af því verður enginn afslátt- ur gefinn,“ sagði forsætisráðherra. Hann sagði að slitabúin sjálf hefðu ekki lagt fram neinar raunhæfar leiðir til lausnar vandanum. „Þess í stað reka kröfuhafar öfluga hags- munagæslu með fjölda íslenskra lög- fræðinga, almannatengla og ýmsa aðra á launaskrá, og reyna að setja þrýsting á stjórnvöld með margvís- legum spuna. Það má þó vel halda því fram að með neyðarlögunum, endur- reisn bankanna, hafi verið langt seilst í að gæta hagsmuna kröfuhaf- anna og að innan haftakerfisins hafi svo verið búið um þá í bómull og þeir fóðraðir vel. Og það þótt jafnvel hefði verið tilefni til að sekta fyrirtækin eins og gert hefur verið með ýmsum hætti víða erlendis,“ sagði Sigmund- ur Davíð meðal annars. Jafnvægislist hins opinbera Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs Íslands, sagði m.a. í ræðu sinni að ákvörðun um umfang þjónustu hins opinbera væri jafn- vægislist sem snerist um forgangs- röðun og skilvirka nýtingu fjármuna. Á undanförnum áratugum hafi vant- að mikið upp á að þessi sjónarmið hafi verið höfð að leiðarljósi. Að- haldsaðgerðir hins opinbera á síð- ustu árum hafi að mestu leyti verið í formi skattahækkana og samdráttar í fjárfestingu, sem seint gæti talist varanleg hagræðing. Þá sagði hann það vera skýra af- stöðu Viðskiptaráðs að grundvöllur bættra lífskjara felist í langtíma- stefnu þar sem áhersla er lögð á bætta samkeppnishæfni og þar með aðstæður til verðmætasköpunar. Losun hafta í góðum farvegi  Engar raunhæfar leiðir frá slitabúunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.