Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 16
Grunnkort/Loftmyndir ehf. Bassastaðir Klúkuskóli Steingrím sfjörður Bjarnarfjörður Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sverrir Guðbrandsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni á Hólmavík, þurfti á unglingsárum að hírast í meira en hálfan sólarhring í köld- um Land Rover-jeppa ásamt þremur yngri stúlkum og skólabíl- stjóra í kolvitlausu veðri. Þau voru á leið frá Bjarnarfirði yfir Bassa- staðaháls í Steingrímsfjörð þegar veðrið hamlaði för. Um síðustu helgi stóð Sverrir í ströngu ásamt samstarfsmönnum sínum þegar vatnavextir ollu mikl- um vegarskemmdum í Steingríms- firði. Hópur 56 nemenda úr Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra sat þá fastur í rútu í 17 klukku- stundir vegna vatnavaxtanna. Lík- lega er ekki saman að jafna dvöl unglinganna í rútunni nú og barnanna í jeppanum forðum daga. Vond veðurspá Sverrir, sem er frá Bassastöðum í Steingrímsfirði, var 14 ára nem- andi í 8. bekk í Klúkuskóla í Bjarnarfirði, þar sem nú er Hótel Laugarhóll. Klúkuskóli var heima- vistarskóli, börnin venjulega sótt á mánudegi og þeim ekið heim á föstudagskvöldi. Veðurspáin var mjög slæm fyrir föstudaginn 13. janúar 1984 og var því ákveðið að Hjörtur Þór Þórsson, bóndi og skólabílstjóri á Geirmundar- stöðum, færi að kvöldi fimmtu- dagsins 12. janúar að sækja börn- in. Skólabíllinn var stuttur dökkblár Land Rover-jeppi með sætum fyrir þrjá fram í og fjóra aftur í. Auk Sverris voru farþeg- arnir tvær systur hans, þær Guð- björg Ágústa, 13 ára, og Ragn- heiður Sigurey, 8 ára, og Guðbjörg Ósk Hjartardóttir, dóttir Hjartar bílstjóra, 11 ára. Þau voru komin að efsta ræsinu yfir Prestalæk á norðanverðum Bassastaðahálsinum þegar norð- austan óveðrið skall á eins og hendi væri veifað, sortabylur með talsverðu frosti. „Það sást ekki nema fram á hálft húddið og þegar við sáum girðingarstaur birtast framan við bílinn taldi Hjörtur betra að doka við,“ sagði Sverrir og hló þegar hann rifjaði þetta upp. Um leið og óþéttur jeppinn stoppaði í veður- hamnum fór strax að kólna í hon- um. „Það var dálítið kalt en ann- ars væsti ekkert um okkur,“ sagði Sverrir. „Við reyndum að sitja þétt saman og hafa hita hvert af öðru. Aðalvandinn var þegar þurfti að pissa. Karlpeningurinn fór út og fékk svolítið saltbragð í munn- inn! Stelpurnar pissuðu bara við afturhurðina en bíllinn hallaðist svolítið aftur og það lak þar út.“ Bein útsending í sveitasíma Hjörtur Þór bílstjóri sagði að hann hefði verið nýbúinn að fylla tankinn af dísilolíu og því var eng- in hætta á að jeppinn yrði elds- neytislaus. Ekkert höfðu þau að borða eða drekka. Þau voru ekki heldur með teppi. Í jeppanum var CB-talstöð sem gerði Hirti kleift að vera í talstöðvarsambandi við bæinn Odda í Bjarnarfirði. Enn var sveitasími í sveitinni og það kom sér vel því allir gátu verið á línunni og fengið fréttir af ferða- löngunum. Föðurbróðir Sverris, Rúnar Sverrisson, fór af stað frá Bassa- stöðum um nóttina á dráttarvél með framdrifi og ætlaði að freista þess að hjálpa til. Svo mikill snjór settist í loftsíuna að dráttarvélin hætti að ganga og þurfti Rúnar að láta fyrirberast á hálsinum alla nóttina sambandslaus við umheim- inn. Eins var reynt að fara á jeppa upp á hálsinn til aðstoðar en hann náði ekki langt vegna ófærðar og óveðurs. Guðbrandur Sverrisson, bóndi á Bassastöðum sem átti þrjú börn í bílnum, lá heima með brjósklos í baki og gat nánast ekki hreyft sig. Hann sagði að það hefði verið erfitt. Lítið svefnsamt um nóttina Þeim sem biðu í jeppanum á hálsinum varð lítið svefnsamt um nóttina, að sögn Sverris. „Við vor- um spennt að bíða og sjá hvort veðrinu slotaði ekki. Það var tölu- vert mikill munur að vera í tal- stöðvarsambandi við Odda.“ Veðrið fór ekki að ganga niður fyrr en í birtingu um morguninn. Þá komust þeir Baldur Sigurðsson og Jóhann Björn Arngrímsson frá Odda á jarðýtu upp úr Bjarnar- firði. Jóhann Björn stóð utan á ýt- unni og sagði Baldri til. Þannig gátu þeir rutt jeppanum leið yfir hálsinn. Börnin á Bassastöðum komu heim nokkuð eftir hádegið á föstudeginum. Ferðalagið tók því meira en hálfan sólarhring en vegalengdin frá Klúkuskóla að Bassastöðum er ekki nema um sjö kílómetrar. Sverrir sagðist oft hafa lent í öðru eins veðri síðan þetta var, enda eru starfsmenn Vegagerð- arinnar oft úti í vondum veðrum. Það hefur þó ekki komið fyrir síð- an þetta gerðist að Sverrir hafi þurft að sitja í bíl heila nótt uppi á fjalli vegna óveðurs. Hann sagði að engum sem í jeppanum var hefði orðið meint af ferðalaginu forðum og það væri fyrir mestu. Sáu fram á hálft húdd jeppans  Sverrir Guðbrandsson, vegavinnuverkstjóri á Hólmavík, þekkir af eigin raun að vera tepptur í skólabíl  Skólabíl- stjóri og fjögur börn hírðust í köldum Land Rover heila nótt Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vegavinnuverkstjóri Sverrir Guðbrandsson á Hólmavík stóð í ströngu ásamt samstarfsmönnum við að laga vegi sem rofnuðu í vatnavöxtum um síðustu helgi. Rúta með fjölda nemenda komst þá ekki leiðar sinnar. Bassastaðasystkinin F.v.: Guðbjörg Ágústa, Ragnheiður Sigurey og Sverrir Guðbrandsbörn nokkuð yngri en þegar ferðin var farin. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015 Verð fr á KAI eru: • Japanskir hágæða hnífar sem hafa verið framleiddir í yfir 100 ár • Gerðir úr hágæða stáli • Yfir 23.000 hnífar seldir á Íslandi • Hnífar fyrir fagmanninn jafnt sem áhugamanninn Hágæða hnífar SEKI MC Shun Prem iere Pure koma chi 2 Wasabi Bla ck 2.250 kr. Shun Allt fyrir eldhúsið Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–17, laugard. kl. 11-14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.