Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015 ✝ Ásgeir Ólafs-son fæddist 20. ágúst 1949 í Reykjavík. Hann lést 6. febrúar 2015. Foreldrar hans voru hjónin Bryn- dís Kristjánsdóttir, f. 8. september 1918, d. 25. október 1971, og Ólafur Þorsteinsson járn- smiður, f. 5. júlí 1918, d. 23. apríl 2003. Ásgeir var sjötti í ald- ursröð átta barna þeirra Bryn- dísar og Ólafs. Systkini hans eru: Erling Þórarinn, f. 1939. Álfheiður, f. 1941. Einar, f. 1943, d. 2004. Ólafur Þorsteinn, f. 1945. Rannveig Salóme, f. 1948. Kristján Hannes, f. 1951. Yngsta systkinið var drengur f. 1957, d. nokkurra daga gamall. 3) Heiðar Þór, f. 9. apríl 1976. Ásgeir bjó fyrstu ár ævi sinn- ar á Skúlagötu en fjölskyldan flutti síðan á Réttaholtsveg 97. Ólst Ásgeir upp í Bústaðahverf- inu, gekk þar í skóla og spilaði fótbolta með Víkingi sem barn og unglingur og var Víkingur alla tíð hans félag. Ásgeir lauk námi frá Garðyrkjuskóla rík- isins á Reykjum og lauk einnig sveinsprófi í skrúðgarðyrkju og starfaði við það fag framan af. Árið 1970 settust Ásgeir og Ásta að í Hveragerði þar sem þau bjuggu ásamt börnum sínum til ársins 2001. Ásgeir starfaði lengst af í garðyrkjustöðinni Álfafelli og síðar Hlíðarhaga til ársins 1996 og eftir það í nokkur ár í garðyrkjustöðinni í Ási. Frá árinu 2001 starfaði Ásgeir sem garðyrkjufræðingur hjá Reykja- víkurborg í Borgargörðum, allt til dauðadags. Útför Ásgeirs fer fram frá Guðríðarkirkju í Grafarholti í dag, 13. febrúar 2015, kl. 15. Ásgeir og Svan- hvít Ásta Jós- efsdóttir, f. 14. jan- úar 1949, gengu í hjónaband 1969. Þeirra börn eru: 1) Ebba Ólafía, f. 4. apríl 1968, henn- ar maður er Guðni Guðjónsson og syn- ir þeirra eru: a. Ás- geir Elvar, kona hans er Íris Ósk Hjálmarsdóttir og eiga þau börnin Elvu Karen, Arnar Bjarka og Heiðdísi Erlu. b. Bjarni Haukur, unnusta hans er Elsie Kristinsdóttir og eiga þau nýfædda dóttur. c. Páll Kristinn. 2) Ólafur Brynjar, f. 22. desem- ber 1972, sambýliskona hans er Åsa Elisabeth Emelie Ljung- berg og þeirra synir eru Anton Óskar og Aron Einar. Það er erfið stund þegar við systkinin sitjum saman og ætl- um að skrifa nokkur orð til að minnast pabba. Pabbi var garð- yrkjumaður af lífi og sál. Eins og tíðkast á sveitaheimilum tók- um við virkan þátt í þeim verk- um sem til féllu. Einhverja hjálp var af okkur að hafa, a.m.k. var okkur alltaf þökkuð hjálpin. Pabbi var mjög lífsglað- ur, jákvæður, þolinmóður og mikil húmoristi. Hann sá alltaf björtu hliðarnar á öllu. Óli var til dæmis lítið skammaður þeg- ar hann hóf niðurrif gróðurhús- anna á fjölskyldubílnum með því að rata ekki á réttan gír og þegar Heiðar keypti sér fyrsta bílinn sem var með þrjár mis- litar hurðir þá sagði hann ekki þetta er drusla, heldur sagði hann: nei flottur bíll. Við systk- inin vorum alsæl í Hlíðarhaga og brölluðum ýmislegt saman. Það var til dæmis alveg sama hvað voru keypt mörg sigti á heimilið, þau enduðu öll í Varmá þar sem við vorum endalaust að veiða síli og brún- klukkur. Þó að mamma og pabbi vissu að vinnan við dýra- hald okkar systkinanna myndi á endanum lenda á þeim þá vor- um við með hundinn Týru, kött- inn Brand, hundinn Kát og páfagaukinn Kíkí og allt á sama tíma. Pabbi var mikill fjöl- skyldumaður og naut sín best þegar allur hópurinn var saman kominn. Hann var ekki sá sem leit aftur fyrir sig til að velta sér upp úr hlutunum, hann leit áfram veginn og naut þess sem var í vændum. Hann kenndi okkur að vera bjartsýn og að halda þétt utan um þá sem stæðu næst okkur. Pabbi kenndi okkur að grípa daginn og vera ekki að fresta hlut- unum. Gerðu þetta bara núna það er ekkert betra að bíða með það. Fjölskyldan var mikilvæg- ust þegar rætt var um mik- ilvægið í lífinu hans pabba. Mamma var hans besti vinur og börnin, tengdabörnin, afabörnin og langafabörnin skipuðu stór- an sess í lífinu. Þar á eftir kom svo golfið, súkkulaði, góður ost- ur og Tottenham. Við kveðjum pabba með þessu fallega ljóði: Guð gaf mér engil sem ég hef hér á jörð. Hann stendur mér hjá og heldur um mig vörð. Hann stýrir mér í gegnum lífið með ljósi sínu. Ég er svo þakklát að hafa hann í lífi mínu. Ég vona að hann viti að hann er mér kær. Allar mínar bestu hugsanir hann fær. Hans gleði og viska við alla kemur. Við flestalla honum vel semur. Hann stendur mér hjá þegar illa ligg- ur við. Hann víkur ekki frá minni hlið. Nema sé þess viss að allt sé í lagi. Fer þá að vesenast í málarastússi af ýmsu tagi. Hann er vandvirkur og iðinn hann sinnir alltaf sínu vel hann segir það aðalatriðin sem er rétt, það ég tel. Hann hefur kennt mér að vera þolinmóð og sterk hvetur mig áfram að stunda mín dagsverk „þú skalt alltaf standa á þínu“ hann ávallt hefur sagt mikla áherslu á það lagt. Þótt svo hann segi ekki við mann oft mikið. Þá meinar hann alltaf margt. Hann getur aldrei neinn svikið það getur hann ekki á neinn lagt. Hann er bara þannig maður. Hann er bara þannig sál. Hann er aldrei með neitt þvaður. Hann meinar allt sitt mál. Hann sýnir mér svo mikla ást. Hann vill aldrei sjá neinn þjást. Hann er minn klettur og hann er mín trú. Hann er minn besti pabbi, staðreyndin er sú! (Katrín Ruth.) Ebba Ólafía Ásgeirsdóttir, Ólafur Brynjar Ásgeirsson, Heiðar Þór Ásgeirsson. Að kveðja mann eins og hann Ásgeir er ekki eitthvað sem við bjuggumst við að þurfa að gera á þessum dögum hækkandi sól- ar. Erfitt verður að greina í sundur með þeim hjónum, Ás- geiri og Ástu í Hlíðarhaga, því að samrýndara fólk verður vart fundið, í huga okkar hafa þau verið fyrirmyndin um kærleika og vináttu sem nær langt út fyrir það sem til er ætlast í hjónabandi. Best er að muna já- kvæðnina og bjartsýnina sem af þeim geislaði. Með stolti getum við sagt, hann Ásgeir var vinur okkar og tengdafaðir, allir sem geta stát- að af vini eins og hann er í okk- ar huga, mega vita að betri verður vináttan ekki, skilyrð- islaus og án væntinga um ábata eða eitthvað í staðinn. Í samverustundunum á að- fangadagskvöld eða gamlárs- kvöld eða ef við grilluðum sam- an var viðkvæði hans alltaf verðum við ekki öll saman og þá einhverjir vinir sem slæddust með. Fjölskyldan hefur alla tíð verið honum mikilvæg og var ekki gerð undantekning þó svo að einhverjir væru ekki skyldir, nægilegt var að einhverjum í hópnum þætti nægilegt að við- komandi ætti rétt á samver- unni. Allir voru jafnir, skyldir sem og óskyldir ef viðkomandi var í hópnum af einhverri gildri ástæðu. Reikna má með því að við undirrituð höfum verið boð- in velkomin af slíkri ástæðu. Þegar barnabörnin komu í heiminn var eins og hann væri ekki bara að verða afi heldur væri fjölskyldan einnig að stækka og hún yrði fjölbreytt- ari. Með sýn á bjartari hliðarnar gerði Ásgeir hlutina skýrari og sagði oft vertu ekki að líta aftur fyrir þig, lítið fram á við og njótið þess sem þið eigið. Hann átti til að læða að manni brönd- urum sem hann hafði heyrt, en hann var orðvar og blótsyrði voru afskaplega sjaldgjæf frá honum og þá í hálfum hljóðum. Hann var glaðvær maður hafði gaman af fólki, var mannblend- inn, með skopskyn sem hann gat beitti fyrir sig á ólíklegustu tímum. Ásgeir var klettur sem haggaðist ekki í órétti og beitti sér óhikað ef á hann eða hans var hallað. Í dag fylgjum við vini okkar, föður maka okkar, afa barnanna okkar langafanum honum Ás- geiri, til grafar. Við eigum minningu um mann sem var svo miklu meira en hægt er að lýsa með fáum orðum. Elsku Ásta, missirinn er mik- ill en minningin lifir. Tengda- börn, Guðni Guðjónsson, Äsa Ljungberg. Í dag kveðjum við elskaðan bróður og mág, sem látinn er langt um aldur fram eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Það er sárt að sjá á eftir góðum bróður og vini. Á slíkum stund- um skynjum við best smæð okkar gagnvart almættinu. Ásgeir ólst upp í stórum systkinahópi, þar sem oft var glatt á hjalla og fjölskyldubönd sterk. Foreldrar hans, Bryndís og Ólafur, bjuggu börnunum gott og kærleiksríkt heimili. Þar voru allir velkomnir og oft margt um manninn. Ásgeir var hvers manns hug- ljúfi. Hann hafði góða nærveru og var stutt í bros og gam- ansemi. Á yngri árum stundaði Ás- geir íþróttir og meðal annars lék hann knattspyrnu með Vík- ingi. Síðar kynntist hann golf- íþróttinni sem hann heillaðist af og stundaði hvenær sem tæki- færi gafst með eiginkonu, systkinum og vinum. Ungur að árum hóf hann störf við garðyrkju og lauk síð- ar námi frá Garðyrkjuskóla Ís- lands. Ásgeir kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Ástu Jósefs- dóttur, og eignuðust þau þrjú börn. Þau bjuggu lengst af í Hveragerði og ráku þar garð- yrkjustöð. Síðar fluttu þau til Reykjavíkur og vann hann hjá Reykjavíkurborg við sitt fag. Á heimili þeirra hjóna var ávallt notalegt að koma, gest- risni mikil og eigum við margar góðar minningar þaðan. Síðustu mánuðir hafa verið Ásgeiri og fjölskyldu þungbær- ir. Þau hafa sýnt styrk og æðruleysi á þessum erfiðu tím- um. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (HJH) Við sendum Ástu, Ebbu, Ólafi, Heiðari og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Megi góður Guð varðveita ykk- ur og styrkja. Erling, Helga, Álfheiður, Ólafur, Ólafur Þorsteinn, Anna, kristján og Bjarnrún. Í dag kveðjum við ekki að- eins bróður og mág heldur góð- an vin. Ásgeir og Ásta hafa ver- ið félagar okkar í gegnum lífið og höfum við notið margra okk- ar bestu stunda í félagsskap þeirra hjóna. Við eigum Geira að mestu leyti að þakka að hafa byrjað að stunda golf en hann var alltaf ötull við að hvetja okkur áfram í þessari íþrótt sem hann unni svo mjög. Þegar upp kom óánægja með árangur okkar sagði hann jafnan í upp- hressandi tón: „Það þarf að æfa þetta!“ Þær eru óteljandi gleðistund- irnar sem við höfum átt saman á golfvellinum hvort sem er hér í Reykjavík, fyrir austan fjall, á Spáni eða á Akureyri með Óla bróður. Því miður náði hann ekki að verða atvinnumaður í golfi eins og hann hlakkaði til að verða, en það kölluðum við þá sem hafa lokið ævistarfinu og geta leikið sér í golfi alla daga. Vart er hægt að hugsa sér elskulegri bróður en Geira. Á yngri árum fylgdi hann systur sinni, sem var aðeins einu ári eldri en hann, hvert fótmál og lét það ekki stöðva sig þótt hún þyrfti að byrja í skóla heldur krafðist þess að fá að koma með og fékk að sitja við hlið hennar í kennslustundum. Ásgeir var ávallt glaðbeittur og sérlega hlýr í viðmóti og sýndi ungum sem öldnum ein- lægan áhuga með spjalli um hugðarefni þeirra. Gleðinni og æðruleysinu gleymdi hann aldr- ei í þeim erfiðu veikindum sem sigruðu að lokum. Ásgeir lærði garðyrkju og starfaði við það alla sína starfs- ævi, fyrst í Reykjavík en fljót- lega fluttu þau hjón til Hvera- gerðis þar sem þau keyptu garðyrkjustöðina Hlíðarhaga. Þar ræktuðu þau blóm af mikl- um myndarskap. Oft heimsótt- um við þau um helgar þegar krakkarnir okkar voru litlir og nutum þar gestrisni þeirra. Börnin okkar, Bryndís og Þröstur, nutu frjálsræðisins í sveitinni og léku sér þar oftar en ekki við Ebbu Lóu, Óla Binna og Heiðar, að ógleymdri tíkinni Týru og kettinum Brandi, í fótbolta og fleiri leikj- um undir Hamrinum. Ásgeir og Ásta voru mjög samhent hjón og góðir vinir og er því missir Ástu og barnanna mikill, við sendum þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur. Rannveig og Árni. Það var mikið happ fyrir vinnustaðinn okkar að Ásgeir, eða Geiri eins og hann var alltaf kallaður, kom til starfa hjá okk- ur þegar þau hjónin, hann og Ásta, fluttust til Reykjavíkur í ársbyrjun árið 2000. Áður höfðu þau starfað lengi í Hveragerði sem garðyrkjubændur en einn- ig sá Geiri um rekstur garð- yrkjustöðvar elliheimilisins eftir að hann hætti eigin rekstri. Geiri var lærður skrúðgarð- yrkjumaður og því með alhliða reynslu í faginu. Það var snemma ljóst að hann vann öll sín verk af samviskusemi og vandvirkni. Snyrtimennska var honum í blóð borin. Mikill feng- ur fyrir vinnustaðinn. Mestu skipti þó ef til vill hvað Geiri hafði einstaklega góða nærveru og hafði góð áhrif á alla í kringum sig. Stutt í hlý- legt brosið og skopskynið kryddaði tilveruna. Hann hafði einstakt jafnaðargeð án þess að vera skaplaus. Á okkar vinnustað koma jafnan mörg ungmenni til starfa á hverju sumri. Það kom mikið til í hlut Ásgeirs að halda uppi aga varðandi umgengni í bæki- stöðinni og að góð regla væri á frágangi verkfæra og fleira. Hann hafði einstakt lag á að ná þessu fram án þess að þurfa að hækka róminn. Það kom eins og af sjálfu sér að því sem hann fór fram á var framfylgt enda góð fyrirmynd sjálfur. Eftir viku eða svo gekk allt eins og smurt. Geiri stundaði golf sér til heilsubótar og hafði mikla unun af. Hann var mikill fjölskyldu- maður og kom fjölskyldan gjarnan til tals í persónulegu spjalli í bland við góðar golf- sögur. Alltaf lá vel á Geira en þó alveg sérstaklega ef Totten- ham hafði unnið leik um liðna helgi. Við söknum sárlega góðs vinnufélaga og vinar, blessuð sé minning hans. Fjölskyldunni færum við innilegar samúðar- kveðjur og biðjum Guðs bless- unar. Fyrir hönd vinnufélaga í Laugardalnum, Axel Birgir Knútsson. Ásgeir Ólafsson Í dag verður afi minn, Júlíus, borinn til grafar. Afi var dugn- aðarforkur, mikill vinnuþjarkur og sannkallað hörkutól sem lifði tímana tvenna. Hann var þúsundþjalasmiður sem lærði ungur að lífið var vinna enda af þeirri kynslóð sem tók efnisleg gæði ekki sem sjálfsagðan hlut. Nýtni og virðing fyrir hlutun- um var í hávegum höfð. Afi fæddist í torfkofa í Fljót- unum. Ungur fluttist hann til Siglufjarðar og vann baki brotnu og með hörku og elju byggði hann til að mynda tvö hús á Siglufirði. Frásagnirnar voru framandi þar sem verið var að lýsa öðr- um heimi, heimi þar sem allt var skammtað og allt var nýtt. Margar eru sögurnar og minn- Júlíus Gunnlaugsson ✝ Júlíus Gunn-laugsson fædd- ist á Sjöundastöð- um í Flókadal 24. janúar 1924. Hann lést á dvalarheim- ilinu Hlíð á Ak- ureyri 3. febrúar 2015. Útför Júlíusar fór fram frá Ak- ureyrarkirkju 12. febrúar 2015. ingarnar enda var ég mjög heppin að alast upp í miklum samskiptum við bæði ömmu og afa. Það fyrsta sem ég man af honum voru hendurnar hans sem voru líkt og tröllslegir hramm- ar og hans djúpa rödd segja: „Það er bannað að vera í fýlu í afahúsum.“ Þegar ég var að alast upp var hann jafnan innan seilingar og alltaf tilbú- inn að styðja við bakið á mér, bæði í lífi og leik. Hann var ávallt tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að hjálpa og létta undir hjá öllum. Eftir að ég fékk bílprófið og eignaðist fyrsta bílinn spurði hann mig stundum hvort við þyrftum nú ekki að skella okkur í bæjar- ferð. Oftar en ekki fórum við á stjá í einhverja erindisleysu sem endaði á því að kagginn var fylltur af bensíni því hann vildi auðvitað borga fyrir alla bensíneyðsluna. Í seinni tíð voru stundirnar ófáar þar sem við amma sátum á snakki á meðan afi drakk kaffið sitt og hlustaði annars hugar á skrafið í okkur. Stund- um tók hann þátt en þá var það oftast þegar verið var að rifja upp gamla tíma, pólitík og landsmálin. Stundum slökkti hann einfaldlega á heyrnar- tækjunum. Afi lagði sig ávallt fram við að leita frétta af fjölskyldunni enda mikill fjölskyldumaður. Hann var hrókur alls fagnaðar þegar fjölskyldan var saman- komin og samheldnin sem ein- kennir hana var honum mikið gleðiefni. Stoltur fylgdist hann með lífinu gerast hjá öllum barnaskaranum, börnum sín- um, barnabörnum og barna- barnabörnum. Ég er virkilega þakklát fyrir að hafa átt slíkan afa sem skilur eftir sig arfleifð sem byggist á stolti, styrk, þrautseigju, umhyggju og elju- semi. Persónueinkenni sem ég vona að ég og börnin mín muni búa yfir að einhverju leyti og þannig lifi ekki bara minningin um afa heldur arfleifðin sem hann skildi eftir sig. Hvíl í friði elsku afi og takk fyrir allt. Þín Eva. Fyrsta minning mín um sam- verustund okkar er þegar ég sit á gólfinu á Háveginum með mál í ýmsum litum. Ég hef ver- ið á leikskólaaldri og nýbúin að læra litina. Þú ákvaðst að reyna á visku mína og þrjósku þegar þú spurðir mig út í litina á málunum. Svo komu spurn- ingar eins og hvort rauða málið væri ekki grænt, spurningun- um fylgdi hlýlegt glott. Ég taldi mig vera með litina á hreinu og svaraði spurningun- um hverri af annarri hátt og skýrt. Þið amma skiptuð með ykkur verkum eins og aðrir góðir fé- lagar gera, en þið voruð að vissu leyti á undan ykkar sam- tíð. Aldrei upplifði ég annað en að amma gæti sinnt öllum verk- um og sömuleiðis þú. Þið byggðuð húsin ykkar af natni en einnig varst þú liðtækur í eldhúsinu, að minnsta kosti í samanburði við kynbræður þína af sömu kynslóð. Þær eru ófár uppskriftirnar í upp- skriftabókum okkar barna- barnanna sem hafa hlotið hjá- heitið „afa“, til dæmis afaísinn. Þið voruð sterkar fyrirmyndir fyrir okkur sem yngri erum. Fjarlægðin á milli okkar gerði það að verkum að stund- irnar voru ekki nægjanlega margar en ég met gæðin um- fram magnið. Þú varst í miklu uppáhaldi, þú settir viðmiðið hátt, hafðir einstakt hjartalag sem heillaði mig frá því ég var lítið barn. Elsku afi, nú er komið að kveðjustund. Takk fyrir allar stundirnar, þú hefur vafalaust fengið góðar móttökur fyrir handan. Þangað kemur þú í tæka tíð til að skella í afaboll- urnar á bolludaginn fyrir þá sem okkur þykir vænst um þar. Hvíl í friði, Íris.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.