Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015 VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við erum búin að læra gríðarlega mikið af þessu og erum ekki búin að ná öllu, eigum eft- ir að læra meira,“ segir Magnús Tumi Guðmunds- son, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, spurður um þann lærdóm sem jarð- vísindamenn hafa dregið af jarð- hræringunum í Bárðarbungu og eldgosinu í Holuhrauni. Næstkom- andi mánudag verður liðið hálft ár frá því jarðhræringarnar hófust, 16. ágúst, en eldgosið í Holuhrauni sem enn stendur hófst 31. ágúst. „Við erum í fyrsta skipti, frá því nútímavísindi komust á legg, að fylgjast með öskjusigi í stórri ís- lenskri megineldstöð og stóru flæði- gosi sem tengist öskjusiginu,“ heldur Magnús Tumi áfram. Hann tekur fram að til séu stöku lýsingar af öskjusiginu 1875 þegar Öskjuvatn myndaðist en að öðru leyti takmark- aðar upplýsingar um þá atburði. Þá séu til góðar lýsingar af Skaftár- eldum. „Við höfum bara lýsingar á því sem gerðist fyrir 20. öldina. Það kemur ekkert í staðinn fyrir það að geta fylgst með eins og við getum í dag,“ segir Magnús og nefnir mæl- ingar og ljósmyndun til viðbótar við að fylgjast beint með atburðarásinni. „Í upphafi atburðanna fengust einstæð gögn um framrás berg- gangsins, mun ítarlegri en nokkurn tímann hafa fengist áður. Þá erum við líka að sjá og getum metið áhrif frá flæðigosi, meðal annars meng- unaráhrif. Við erum því að fá ítarleg- ar upplýsingar á mörgum sviðum sem við höfum haft takmarkaðar upplýsingar um. Þessir atburðir eru ekki aðeins mikilvægir fyrir skilning okkar á jarðfræði Íslands og stórum eldgosum, heldur líka á áhrifum á lofthjúpinn. Í heildina eru þetta ein- hver merkustu og lærdómsríkustu umbrot sem orðið hafa frá því farið var að fylgjast skipulega með eld- gosum og náttúrufari á Íslandi fyrir um 100 árum,“ segir Magnús Tumi. Spennandi fyrir vísindamenn Enn er verið að safna gögnun. Magnús Tumi segir að því fylgi vissulega álag. Nefnir sem dæmi að nauðsynlegt hafi verið að loka stærra svæði vegna hættunnar en dæmi eru um í fyrri eldgosum. Það hafi í för með sér álag á alla sem að slíkum ákvörðunum koma, að standa við þær, meta og endurmeta. „Það er jafnframt ljóst að þetta er mjög spennandi atburðarás fyrir jarðvís- indamenn. Fólk leggur því nótt við dag við að vinna úr upplýsingunum og átta sig á þeim.“ Segir Magnús að sú vinna standi áfram. Nú sé verið að tengja saman mismunandi gögn og búa til eina heildarmynd af þessum atburði þar sem allar mælingar eru teknar inn í myndina. „Það gengur þokkalega en er gríðarlega mikil vinna og mikil vinna er framundan fyrir þá sem henni sinna. Þá munu margir ungir vísindamenn, doktorsnemar og fleiri, vinna frekar út gögnunum á næstu árum og áratugum og reyna að skilja einstök atriði.“ Styrkir almannavarnir Niðurstöður rannsókna á jarð- hræringunum og eldgosinu nýtast ekki aðeins vísindasamfélaginu, að mati Magnúsar, heldur einnig í framkvæmd, við skipulagningu al- mannavarna. „Þessir atburðir reyna á almannavarnakerfið en styrkja það um leið. Það er því heilmikill ávinn- ingur af því að takast á við atburði af þessu tagi og standa þannig að þeim að ekki verði slys á fólki,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson pró- fessor. Hafa lært gríðarlega mikið af gosinu í Holuhrauni  Hálft ár liðið frá því jarðhræringar í Bárðarbungu hófust  „Það kemur ekk- ert í staðinn fyrir það að geta fylgst með eins og við getum í dag“ Morgunblaðið/RAX Holuhraun Hraunið hefur breiðst út um 85 ferkílómetra svæði norðan Dyngjujökuls og þannig breytt landslaginu til frambúðar. Eldgosið er þó á besta mögulega stað með tilliti til hættu fyrir íbúa og mannvirki. Magnús Tumi Guðmundsson VERTU VAKANDI! blattafram.is Karlar fremja 97% kynferðislegs ofbeldis á stúlkum og 71% brota á drengjum. Lífrænt Ríkt af Nitric Oxide og Sulforaphane Rauðrófu- og brokkolíduft ásamt spínati, gulrótum, steinselju og káli Fyrir eðaeftiræfingar Mikil orkaognæring Bragðgóðblanda 40 skammtar Ein teskeiðhrist í vatneða safa Fæst íapótekum,heilsubúðum,Krónunni, HagkaupogNettó.Umboð:Celsus. Frábærtí kúrinn!5:2 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Algjört verðhrun 1.000.- 2.000.- 3.000.- 4.000.- 5.000.- Bara 5 verð NÝJAR VÖRUR FÁ GERRY WEBER&BETTY BARCLAY ÚRVAL AFDÚNÚLPUM&ULLARKÁPUM Laugavegi 63 • S: 551 4422 www.laxdal.is ÚTSÖLUVÖRUR - VERÐHRUN SÍÐASTAÚTSÖLUVIKA Skoðið laxdal.is/sydney - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.