Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015 Ég hef verið beðinn að útskýra fullyrðingu mína í blaðagrein ný- lega, að „varmaorka“ sé gallað hugtak. Þá er einnig hiti gallað hug- tak, enda fæst þéttleiki varmaorku á einum stað með hitastigi þar og eiginleikum efnis- ins. Í stuttu máli er galli þessara hugtaka sá helstur, að hiti og varmi breiðist út með óendanlegum hraða samkvæmt varmaleiðnijöfnunni. Sú jafna er breiðbogslaga, en ekki fleygbogslaga eins og jöfnur sem stjórna rafseg- ulsviði, en það svið fer með end- anlegum ljóshraða. Raunar er einnig merkingarlegur galli til staðar. Það má t.d. sjá með því að slá hnefanum í borðið. Þá stöðvast hnefinn og hreyfi- orka hans breytist að hluta í hreyfi- orku einda borðplötunnar (upphafleg skilgreining varma á grundvelli lík- indafræði), en einnig að hluta í raf- segulsvið sem færir yfirborð borð- plötunnar smám saman í fyrra horf eftir smá sveiflur. Það er fyrir þessar sveiflur sem við heyrum hljóð frá högginu. Þessar sveiflur breiðast út í andrúms- loftið og raunar getur varminn ekki farið hrað- ar en þessi hljóðhraði. Enginn veit hve mikill hluti orkunnar verður að varma og hve mikill hluti að rafsegulorku. Verkfræðingum er al- veg sama og kalla raun- ar kraftsviðin frekar spennur í efninu. Sveifl- urnar kalla þeir stund- um skjálfta. Vissulega þurfum við oft að viðurkenna skilningsleysi okkar, en getum samt bjargað okkur fyrir horn. Þegar við sjáum skort á skiln- ingi þurfum við að hugsa „hvers vegna?“ eins og börnin. Loft og varmi Eftir Halldór I. Elíasson Halldór I. Elíasson » Þessar sveiflur breiðast út í and- rúmsloftið og raunar getur varminn ekki far- ið hraðar en þessi hljóð- hraði. Höfundur er stærðfræðingur. Ég er kennari í ung- lingadeild í skóla sem er í fararbroddi á land- inu varðandi fjöl- breytta kennsluhætti og notkun á tækni í kennslu. Í mínum skóla leitum við stöð- ugt leiða til að sjá til þess að nemendur skólans hafi öll tæki- færi á góðri og inni- haldsríkri framtíð. Nemendur eru stoltir af skólanum sínum og við heyrum oft að foreldr- arnir séu það líka. Um daginn var ég að tala um skólann við nokkra nem- endur í 9. bekk og þeir voru að tjá mér hvað þeir væru ánægðir með það sem við værum að gera, en þá segir einn nemandinn „verst að þessi skóli er í Breiðholti“ og hinir samsinntu því. Þetta eru þó ekki við- horf nemendanna til hverfisins, þeir eru mjög ánægðir með sitt nær- umhverfi, en þessi ummæli nemand- ans byggjast á skoðunum sem fjöl- miðlar halda sífellt á lofti um hverfið þeirra. Undanfarin mörg ár og jafn- vel áratugi hefur hverfið verið í mik- illi sókn og á ekki skilið þann stimpil sem fjölmiðlar vilja viðhalda. Af- brotatíðni er ekki meiri þar en ann- ars staðar og reyndar lægri en í sumum öðrum hverfum. Í Breiðholti búa mjög margir, enda er hverfið mjög stórt. Þar eru vandamál eins og í öllum öðrum hverfum, en þau alls ekki meiri eða verri þar en annars staðar. Börnin í hverfinu eiga ekki skilið að fjölmiðlar séu að taka þetta hverfi svona fyrir í fréttum. Breiðholt er hverfi í Reykjavík og Breiðholt er eitt af úthverfum Reykjavíkur. Þegar fjölmiðlar segja frá nei- kvæðum atburðum sem gerast í Breiðholti er hverfið oftast nefnt með nafni. En þeir eiga það til að segja frá at- burðum sem gerast í austurhluta Reykjavíkur, en þá er líklega verið að vísa til Árbæjarhverfis eða Graf- arvogs. Breiðholtið má alveg vera með í þeirri skilgreiningu, en það þarf að minnst kosti ekki að nefna hverfið með nafni í hvert sinn sem neikvæðar fréttir berast þaðan. Þetta þarf að breytast. Við vitum það að ef við tökum allt- af það neikvæðasta og hömrum stöð- ugt á því, verður það neikvæða ofan á. Ef þú segir sífellt við einhvern að hann sé ekki mikils virði, þá endar hann á því að trúa því. Nemendur í okkar skólahverfi hafa upplifað það að vera kallaðir gettóíbúar eða eitt- hvað álíka ósmekklegt þegar þeir fara t.d. að keppa í íþróttum utan hverfisins og þessu úrelta viðhorfi er viðhaldið í gegnum fjölmiðla enn þann dag í dag. Ég bjó í þessu hverfi sem unglingur fyrir fleiri árum en ég kýs að nefna og þá var það jafn ynd- islegt og það er enn í dag, þannig að ég hef aldrei skilið þennan neikvæða stimpil sem hverfið hefur á sér. Með sameiginlegu átaki getum við stopp- að þessa neikvæðu umræðu um hverfið, vandað mál okkar og séð til þess að þessir nemendur geti verið stoltir af sínu hverfi og það detti engum í hug að það sé verra að búa í Breiðholti en á öðrum stöðum. Fjölmiðlar hafa þarna mikil völd og þurfa að velta fyrir sér þeirri samfélagslegu ábyrgð sem á þeim hvílir. Það er varla þeirra hagur, né nokkurra annarra að viðhalda stöðn- uðu og óviðeigandi viðhorfi til stærsta hverfis borgarinnar. Ef fjöl- miðlamenn vilja endilega benda til einhvers svæðis í fréttum sínum mættu þeir líta á kjördæmaskipt- ingu og tala um suður- og norður- hluta borgarinnar. Þannig eru þeir að gæta jafnræðis og geta komið í veg fyrir að þetta slæma viðhorf sem svona fréttaflutningur hefur í för með sér haldi áfram, sérstaklega þar sem hann er í engum tengslum við það sem við sem þar störfum eða bú- um upplifum í þessu frábæra, fallega hverfi. Breiðholtið í fjölmiðlum Eftir Önnu Maríu Þorkelsdóttur » Fjölmiðlar hafa þarna mikil völd og þurfa að velta fyrir sér þeirri samfélagslegu ábyrgð sem á þeim hvíl- ir. Anna María Þorkelsdóttir Höfundur er grunnskólakennari. Í lok janúar er kom- ið að endalokum máls fv. innanríkisráðherra, smámál sem hentaði Alþingi vel sem þvælu- umræða. Næst er skjalasöfnun Víg- lundar Þorsteins- sonar, en umræðan um það lýtur að að- ferðum til að kjafta sig frá atburðarásinni. Víglundur ætti að vita að „G“ í VG stendur fyrir græningjar í efnahags- málum. Lögmál fjármálamarkaðarins eru einföld: „Ef almennur borgari óskar eftir ráðgjöf um hvað skuli kaupa, ráðleggur bankinn að kaupa það sem hann vill helst selja.“ Þetta lögmál gildir í sinni víðustu mynd um fjár- festingabanka. Fljótlega eftir hrun skrifaði ég blaðagrein með yfir- skriftinni „Þjóðin á skilið skaðabæt- ur“. Átti ég þar helst við að nýju bankarnir tóku við skuldum almenn- ings með 50% afföllum, uppfærðu lánin samkvæmt þeirri gengisfell- ingu sem þeir sjálfir ollu og fjöldinn allur af eigum almennings og fyrir- tækja féll nýju bönkunum í skaut. Ennþá eru nýju bankarnir að bjóða upp eignir almennings með mikilli velþóknun löggjafans, því ríkið fær góðan skatt af gjörningunum. Misréttið Á Davos-snobb-ráðstefnunni var talað mikið um tvær skýrslur sem sýndu að 1% manna átti 50% eigna. Ekkert var þó eins spennandi og op- inber tilkynning bankastjóra Seðla- banka Evrópu (ECB ) um að prenta eina trilljón evra til að kaupa skuldir evruríkja. Kassamynd var teiknuð af gjörningnum þannig að börn gætu skilið velgjörðina. Fjármálaberserk- irnir vissu hvað til stóð og höfðu byrjað nokkru áður að krosskaupa hlutabréf til hækkunar og kaupa gjaldmiðla til hækkunar, eða lækk- unar evru, jafnvel DKK var tekin með og nú liggja Danir í því með of háa DKK. Þegar tilkynningin um skuldakaupin kom var USD í 134,20, GBP í 2016,68, EUR niður í 151,45 samkv. skrán- ingu SÍ. Gjörningurinn var seldur með því að segja að seðlaprentun hefði gefist vel í BNA, en þess ekki getið að það voru allt aðrar að- stæður sem styrktu efnahag BNA en olíuverðfallið speglaði það. Afleiðingarnar Evrópubankarnir fá trilljón evra til að spila með og nota vogunarsjóði og skuggabanka til að sniðganga allar reglur sem þeim eru settar og ból- urnar sem myndast skerða stórlega efnahagslega samkeppnishæfni Vest- urlanda gegn Asíu. Gömlu skulda- bréfin sem verða eftir í ECB verður að greiða sameiginlega af öllum evru- ríkum og kemur það sér vel fyrir heimaland bankastjóra ECB en illa fyrir ráðsettar þjóðir sem Þjóðverja. Grísku kosningaúrslitin 25. janúar geta gefið vísbendingu um komandi vandræði. Einnig má túlka fund for- seta BNA með forseta Indlands sama dag, að verið sé að vísa gömlu Evrópu í kjallara. Til frekari staðfestingar á mis- réttinu, þá hópuðust helstu ráða- menn Vesturlanda til að hylla nýjan konung, er tók við sem fánaberi mis- réttisins. Það er það sem eftir stend- ur af Davos-ráðstefnunni. Mammon stjórnar lýðræðinu Eftir Elías Kristjánsson Elías Kristjánsson » Víglundur ætti að vita að „G“ í VG stendur fyrir græn- ingjar í efnahags- málum. Höfundur er fv. forstjóri. JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Vönduð og endingargóð vetrardekk sem koma þér örugglega hvert á land sem er 20. febrúar vinnur heppinn áskrifandi Morgunblaðsins Volkswagen e-Golf. Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.