Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015 Kingsman: The Secret Service Hasarmynd í léttum dúr, byggð á samnefndri teiknimyndasögu og leikstýrt af Matthew Vaughn sem á m.a. að baki kvikmyndinar Kick-Ass og X-Men: First Class. Í myndinni segir af háleynilegum njósna- samtökum í Bretlandi sem ráða til sín óstýrilátan en efnilegan götu- strák. Leyniþjónustumaður sem kominn er á eftirlaun tekur hann að sér og þjálfar. Þurfa þeir svo ásamt fleiri leyniþjónustumönnum að tak- ast á við illmenni sem ógnar heim- inum. Með aðalhlutverk fara Colin Firth, Taron Egerton, Michael Caine og Samuel L. Jackson. Metacritic: 60/100 Fifty Shades of Grey Kvikmynd byggð á samnefndri og umdeildri metsölubók E.L. James. Í henni segir af háskólanemanum Anastasiu Steele sem fer á fund auðmannsins Christians Greys til að taka við hann viðtal fyrir stúd- entablað. Steele er sakleysið upp- málað, ólíkt hinum myndarlega, snjalla og ógnvekjandi Grey. Þau hrífast hvort af öðru en Steele er óreynd þegar karlmenn, ást og kynlíf eru annars vegar. Kynferð- islegar langanir Greys koma henni í opna skjöldu og kynnist hún m.a. heimi BDSM. Leikstjóri myndar- innar er Sam Taylor-Johnson og með aðalhlutverk fara Dakota Johnson og Jamie Dornan. Metacritic: 47/100 Hasar, ofbeldi og kynlíf Bíófrumsýningar Skuggar Stilla úr 50 Shades of Grey sem verður frumsýnd í dag. Tvær sýningar verða opnaðar í Lista- safni Íslands í kvöld kl. 18. Annars veg- ar Konur stíga fram – svipmyndir 30 kvenna í íslenskri myndlist og hins veg- ar A Kassen Carnegie Art Award 2014. Fyrrnefnda sýningin byggist á heimildum og listaverkum valinna kvenna, úr fórum Listasafns Íslands, sem vitna um vitundarvakningu ís- lenskra kvenna og þátt myndlistar í staðfestingu á sjálfsmynd þeirra. Meðal þeirra sem eiga verk á sýning- unni eru Þóra Melsteð, Nína Tryggva- dóttir, Guðmunda Andrésdóttir, og Róska. Halldór Björn Runólfsson safnstjóri leiðir gesti um sýninguna nk. sunnudag kl. 14. Ranghverfir skilningi okkar Tilurð seinni sýningarinnar má rekja til þess að A Kassen vann til þriðju verðlauna Carnegie Art Award og áttu meðlimir hópsins að taka þátt í sýningarferð um Norðurlöndin. „Af fjárhagslegum ástæðum varð að hætta veitingu listverðlaunanna og fresta sýningarferðinni. Samtímalista- stofnunin Den Frie í Kaupmannahöfn bauð þá A Kassen að setja þar upp einkasýningu. Sýningin gengur á hólm við hefðbundna list og ranghverfir skilningi okkar á hugtökum á borð við list, hefð og sýning.“ Meðlimir A Kas- sen eru Christian Bretton-Meyer, Morten Steen Hebsgaard, Søren Pet- ersen og Tommy Petersen, en sýning- arstjóri er Jonatan Habib Engqvist. Í tengslum við sýninguna verður efnt til pallborðsumræðna í safninu um falsanir og frumverk á morgun kl. 15. Þátttakendur í pallborðsumræð- unum eru sýningarstjóri og aðstand- endur sýningarinnar. Umræður fara fram á ensku. Verk kvenna og falsanir Rödd Þóra Pétursdóttir Thoroddsen er meðal þeirra sem léði íslenskum konum rödd svo þær mættu öðlast aukna vitund um hag sinn og stöðu. Eftirmynd Með notkun myndefnis frá upprunalegu sýningunni hefur A Kassen endurskapað sýninguna fyrir Carnegie-listverðlaunin árið 2014. Ellen Kristjánsdóttir og öll hennar tónelska fjölskylda halda tónleika í Salnum í kvöld kl. 20.30. Fjölskyldan samanstendur af hjónunum Ellen og Eyþóri Gunnarssyni, píanó- og hljómborðsleikara, og dætrum þeirra, þeim Sigríði, Elísabetu og Elínu, sem starfa saman í hljómsveitinni Sísý Ey, og loks syninum Eyþóri Inga, sem stundar nám í Tónlistarskóla FÍH, leikur á ýmis hljóðfæri og semur raftónlist. Á efnisskrá tónleikanna verður tónlist úr ýmsum áttum, lög frá ferli hvers um sig og uppáhaldslög sem fjölskyldan hefur farið höndum um og gert að sínum. Morgunblaðið/Ómar Uppáhalds Ellen Kristjánsdóttir hefur á löngum og litríkum ferli sungið fjölda laga sem lifa með þjóðinni. Á efnisskrá kvöldsins eru ýmis uppáhaldslög fjölskyldunnar. Ellen Kristjáns og fjölskyldan í Salnum Breski stórleikarinn Michael Gam- bon hefur lýst því yfir að hann geti ekki framar leikið á sviði. Ástæðan mun vera að hann treystir sér ekki lengur til að muna mikinn leiktexta. „Það er hræðilegt að þurfa að við- urkenna þetta, en ég ræð ekki leng- ur við þetta,“ segir hann í samtali við breska dagblaðið Sunday Times. „Það tekur mig óratíma að leggja textann á minnið. Þetta er ógnvekj- andi,“ segir Gambon, sem er 74 ára. Umboðsmaður leikarans vill ekki svara því hvort þetta þýði að Gam- bon sé þar með líka hættur að leika í kvik- og sjónvarpsmyndum. Gambon má um þessar mundir sjá í sjónvarpsþáttunum Fortitude sem sýndir eru í Ríkissjónvarpinu auk þess sem hann verður í The Casual Vacancy eftir J.K. Rowling sem BBC One framleiðir. Michael Gambon hættur að leika á sviði AFP Stórleikari Michael Gambon. Emil Larsen opnar sýningu í Kubbnum, sýningarsal myndlist- ardeildar Listaháskóla Íslands á Laugarnesvegi 91, í dag kl. 15.30. „Sýninguna nefnir hann Welcome to my untitled ART show. Er þetta annað einkasýningarverkefni meistaranema í myndlist á vormiss- eri innan sýningaraðarinnar Kveikjuþræðir/SparkPlug,“ segir m.a. í tilkynningu. Þar kemur fram að sýningin stendur til 20. febrúar og er opin virka daga kl. 13-16. Emil Larsen er nemandi á fyrra ári við alþjóðlega meistaranáms- braut í myndlist við LHÍ en áður lauk hann grunnháskólanámi í myndlist frá Lista- og hönnunarhá- skólanum í Bergen (KHiB). Sýning- arröðin Kveikjuþræðir er unnin í samstarfi við meistaranámsbraut í listfræði við Háskóla Íslands. Sam- starfið hefur getið af sér samræður milli þessara tveggja nemendahópa og skrif listfræðinema í tengslum við sýningarnar. Emil Larsen sýnir í Kubbnum Listneminn Emil Larsen. 48 RAMMA E.F.I -MBL Spenna, hasar og ótrúlegar tæknibrellur í frábærri ævintýra- mynd með stórleikurunum Jeff Bridges og Julianne Moore 2 VIKUR Á TOPPNUM! www.laugarasbio.isSími: 553-2075 SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS OG MIDI.IS - bara lúxus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.