Morgunblaðið - 13.02.2015, Qupperneq 6
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Áformað er að hefja uppbyggingu á
svonefndum Tryggvagötureit í
Reykjavík næsta haust og er horft til
þess að framkvæmdum ljúki síðla árs
2017. Reiturinn afmarkast af
Tryggvagötu, Norðurstíg og Vestur-
götu. Hér fyrir ofan má sjá hugmynd
að nýju útliti húsanna Tryggvagötu
10 og 12.
Mannverk undirbýr uppbyggingu
á reitnum en félagið á nú í viðræðum
við skipulagsyfirvöld í Reykjavík um
hvað muni rísa á reitnum.
Hjalti Gylfason, framkvæmdastjóri
Mannverks, segir að núgildandi deili-
skipulag geri ráð fyrir verslun og
þjónustu á jarðhæð út að Tryggva-
götu í bland við stórar íbúðir/hótel á
efri hæðum. „Við höfum óskað eftir
því að fallið verði frá takmörkun á
fjölda íbúða. Okkar hugmyndir ganga
út á að byggja minni íbúðir og þá
fleiri, í anda þess sem markaðurinn
kallar eftir á þessu svæði. Uppleggið
er að þarna rísi annaðhvort hótel eða
smáíbúðir, enda munum við ekki
reisa stórar íbúðir vegna mikils fram-
boðs slíkra eigna miðsvæðis.“
Byggð í upprunalegri mynd
Að sögn Hjalta verða húsin
Tryggvagata 10 og 12 endurbyggð í
upprunalegri mynd. Húsið númer 10
er á horni Tryggvagötu og Norður-
stígs en það skemmdist mikið í bruna
í janúar 2009. Þar var í eina tíð fisk-
búðin Fiskhöllin, sem margir eldri
Reykvíkingar muna eftir. Samkvæmt
deiliskipulagi er heimilt að hækka
þakið á Tryggvagötu 10 um 1,6 metra
og er jafnframt heimilað að reisa turn
í upprunalegri mynd á húsið. Þá skuli
vera svalir og réttir gluggar. Bakhús
er hins vegar rifið. Tryggvagötu 12
skal lyft upp um eina hæð og kjallari
gerður undir því. Húsið er breikkað
og stækkar það við það umtalsvert.
Húsið Tryggvagata 14 og bakhús
verða rifin og annað hús reist í þess
stað. Hjalti segir að búið sé að dæma
húsið ónýtt en þar er nú taílenski
veitingastaðurinn Krua Thai. Húsið
sem þar rís verður jafnhátt og
Tryggvagata 16 til 18 eða fimm hæðir
að viðbættri þakhæð, ef jarðhæð er
talin með.
Skv. deiliskipulaginu verða bakhús
við Vesturgötu 18 einnig rifin og hús-
ið Vesturgata 16b flutt af lóðinni og
því fundinn annar staður í borginni.
Hjalti bindur vonir við að niðurrifið
geti hafist í byrjun sumars.
Morgunblaðið/Júlíus
Tryggvagata Húsin tvö verða rifin og endurbyggð og þeim breytt fyrir nýtt hlutverk.
Nýr Tryggvagötureitur að mótast
Tillaga um endurbyggingu húsa í upprunalegri mynd Uppbygging gæsti hafist næsta haust
Tölvuteikning/Teiknistofan Gláma-Kím
Nýtt útlit Hugmyndir eru um að veitingahúsið Fiskhöllin verði á Tryggvagötu 10.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Mikilvægt er að vanda valið þegar
kemur að kaupum á andlitsmáln-
ingu, því hún getur innihaldið svo-
kölluð hormónahermandi efni á
borð við paraben. Öskudagurinn er
í næstu viku með tilheyrandi bún-
ingum og andlitsmálningu og þessa
dagana fara fulltrúar Umhverf-
isstofnunar í verslanir sem selja
andlitsliti og lituð hársprey og
kanna innihald og merkingar.
Andlitslitir geta innihaldið litar-
efni, ilmefni og rotvarnarefni sem
geta verið varasöm. Umhverfis-
stofnun (UST) varar við rotvarnar-
efnum á borð við paraben í slíkum
varningi, en efnið er notað í margar
snyrtivörur. Paraben getur farið
inn um húð og haft áhrif á starf-
semi estrógens og annarra horm-
óna, ýmist með því að herma eftir
þeim eða loka fyrir þá samkvæmt
vefsíðu UST. Í fyrra var fram-
leiðsla snyrtivara með fjórum gerð-
um parabena bönnuð í Evrópu og
ekki má selja snyrtivörur sem inni-
halda þau eftir 30. júlí nk.
Á vefsíðu Umhverfisstofnunar
segir að hér á landi og annars stað-
ar í Evrópu gildi strangar reglur
um andlitsliti og aðrar snyrtivörur
sem eigi að tryggja að vörurnar
valdi ekki heilsutjóni við eðlilega
notkun.
Bæði leikfang og snyrtivara
„Andlitslitir eru skilgreindir
bæði sem leikföng og snyrtivörur
og þurfa því að uppfylla kröfur um
hvort tveggja. Á umbúðum allra
snyrtivara skulu vera upplýsingar
um innihaldsefni og ýmsar merk-
ingar, samkvæmt kröfum Evrópu-
sambandsins um snyrtivörur. Öll
leikföng sem seld eru í Evrópu eiga
að vera CE-merkt,“ segir Jóhanna
Björk Weisshappel sérfræðingur á
sviði sjálfbærni hjá UST. Hún segir
að CE-merkingin ein og sér stað-
festi þó ekki að andlitslitir séu
hættulaus snyrtivara.
Stundum er varningur sem þessi
merktur Non-Toxic. Að sögn Jó-
hönnu er þar um að ræða fullyrð-
ingu framleiðandans um að hann
innihaldi ekki eiturefni, en segi
ekkert til um hvort hann innihaldi
efni sem geti verið ertandi, ofnæm-
isvaldandi eða hormónahermandi.
Fjölmargar erlendar netverslanir
selja andlitsmálningu á netinu.
Þegar nokkrar þeirra voru skoð-
aðar kom í ljós að allur gangur er á
því hvort innihaldið er gefið upp.
Þá er einnig afar mismunandi hvort
varan uppfyllir einhverja þekkta
staðla.
UST heimsækir þessa dagana
helstu verslanir og fyrirtæki sem
selja andlitsliti, litað hársprey og
skyldan varning. Þar er lögð
áhersla á að athuga hvort inni-
haldsefni og merkingar uppfylli
kröfur, þetta er í fyrsta skiptið sem
stofnunin fer í markaðseftirlit með
öskudagsvörum, en slíkt eftirlit
með snyrtivörum var áður á hendi
heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna.
Farið verður í eftirlit með fleiri
gerðum snyrtivara í ár, m.a. sól-
varna og verður eftirlit með and-
litsmálningu endurtekið fyrir
hrekkjavökuna.
Hægt að stöðva innflutninginn
Þetta eftirlitsverkefni með and-
litslitum er nýhafið og verða nið-
urstöðurnar birtar á vefsíðu UST
þegar því lýkur. „Ef ólöglegar
vörur finnast í eftirlitinu verður
brugðist við því,“ segir Jóhanna og
bendir á að mikilvægt sé að for-
eldrar lesi vel utan á umbúðir og
kynni sér hvað varan innhaldi. „Það
er mikilvægt að foreldrar séu vel
upplýstir um innihaldið. Það er
öruggast að kaupa vöru sem er
framleidd fyrir Evrópu, því þar
gilda sömu reglugerðir og hér.“
Að sögn Jóhönnu er ekki gerð
krafa um leyfi fyrir innflutningi á
andlitslitum, en sé varan illa merkt
og engar upplýsingar um innihald,
fær UST ábendingu um það hjá
tollinum, í framhaldinu er beðið um
meiri upplýsingar frá innflytjanda.
„Geti hann ekki sýnt fram á inni-
haldið, er hægt að stöðva innflutn-
inginn,“ segir Jóhanna.
Geta haft áhrif á hormónastarfsemi
Umhverfisstofnun fer um og kannar innihald andlitslita Sumir andlitslitir innihalda paraben
Efni í litunum geta farið inn um húð og haft skaðleg áhrif Mikilvægt að lesa innihaldslýsingu
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Öskudagsfjör Mörg börn bregða sér í búninga á öskudaginn, sem er í næstu viku hinn 18. febrúar. Oft fylgir því
andlitsmálning og Umhverfisstofnun bendir á að mikilvægt sé að ganga úr skugga um hvað hún innihaldi.
Góð ráð
» Umhverfisstofnun ræður frá
því að kaupa andlitsmálningu
án innihaldslýsingar.
» Þau paraben sem bönnuð
hafa verið í framleiðslu heita:
Isoprobylparaben, Isobutylp-
araben, Phenylparaben, Ben-
zylparaben og Pentylparaben.
» Sé innihaldslýsing á vör-
unni, ætti að gæta að því hvort
hún innihaldi þessi efni sem að
ofan eru nefnd.
Skannaðu kóðann
til að sjá mynd-
skeið á mbl.is