Morgunblaðið - 13.02.2015, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015
Kauptúni 3, 210 Garðabær | S. 771 3800 | Opið: mán.-fös. kl. 12-18, lau. 12-16 og sun. 13-16 | www.signature.is
Glæsileg ný lína af exo borðstofuhúsgögnum á frábæru verði!
Útiarinn stál 180 sm
Tilboð kr. 49.500
Skúffuskenkur
140x40x72H sm
Til í hvítu
háglans og
svörtu með
eikarfótum.
Tilboðsverð
kr. 71.825
Borðstofuborð stækkanlegt 160/200x90 sm.
Til í hvítu háglans, svörtu og eik.
Tilboðsverð kr. 67.915
Hér sýnt með stól nr. S110
Staflanlegur stóll með hvítu eða svörtu textíl-leðri.
Tilboðsverð kr. 10.965
Borðstofuborð,
stækkanlegt
180/240/300x90 sm.
Til í svörtu og
háglans hvítu.
Tilboðsverð kr. 135.915
TV skápur
160x40x50H sm
Til í hvítu háglans
og svörtu með
eikarfótum.
Tilboðsverð
kr. 67.830
Vandaður og þægilegur stóll
með svörtu textíl-leðri.
Tilboðsverð kr. 15.215
Glæsilegur stóll með
hvítu háglans baki
og svörtu
textíl-leðri.
Tilboðsverð
kr. 29.665
Stílhreinn og þægi-
legur stóll með háu
baki og svörtu
textíl-leðri.
Tilboðsverð
kr. 15.215
Vinstri meirihlutinn í Reykjavíker í miklum vanda. Hann er
með skatta í hæstu leyfilegu hæð-
um eftir að hafa fyrir tveimur ára-
tugum tekið við borginni með lág-
um sköttum líkt og
tíðkast enn í nokkr-
um sveitarfélögum,
til að mynda á Sel-
tjarnarnesi.
Og þrátt fyriralla þessa
skattheimtu mælist
Reykjavík nú með
lélegustu þjónustu
á landinu, en Sel-
tjarnarnes hefur
jafnan staðið sig vel
á þann mælikvarða.
Nú vill Dagur B.Eggertsson borgarstjóri
leysa vandann með því að samein-
ast Seltjarnarnesi. Menn geta rétt
ímyndað sér hvaða áhugi er á því
hinum megin við borgarmörkin.
En það var ekki aðeins að Dag-ur færi fram með þessa fjar-
stæðukenndu hugmynd. Jón Gnarr
Kristinsson, forveri hans, tók und-
ir þetta og sá svo ástæðu til að
bæta um betur og skrifaði á Face-
book:
Ef Reykjavík hyrfi af kortinuhvað yrði þá um Seltjarnar-
nes? Það mundi líklega gera útaf
við það og það yrði útgerðarlaust
einbýlishúsahverfi útá landi, með
enga atvinnustarfsemi eða raun-
verulega innviði. Það mundi hrein-
lega veslast upp. Ef Seltjarnarnes
hyrfi af kortinu hvaða áhrif hefði
það á Reykjavík? Líklega engin.“
Hvað gengur fyrrverandi borg-arstjóra til að láta svona lag-
að frá sér? Er einhver tilgangur
með því að tala þannig niður til
þessa ágæta bæjarfélags?
Dagur B.
Eggertsson
Vandamál
borgarstjóra
STAKSTEINAR
Jón Gnarr
Kristinsson
Veður víða um heim 12.2., kl. 18.00
Reykjavík -5 skýjað
Bolungarvík -11 skýjað
Akureyri -7 skýjað
Nuuk -12 skýjað
Þórshöfn 1 skýjað
Ósló 1 heiðskírt
Kaupmannahöfn 2 alskýjað
Stokkhólmur 2 heiðskírt
Helsinki 2 skýjað
Lúxemborg 0 þoka
Brussel 6 léttskýjað
Dublin 6 skýjað
Glasgow 6 alskýjað
London 5 skýjað
París 5 heiðskírt
Amsterdam 5 skýjað
Hamborg 1 þoka
Berlín 2 léttskýjað
Vín 6 léttskýjað
Moskva 0 þoka
Algarve 15 léttskýjað
Madríd 12 léttskýjað
Barcelona 12 léttskýjað
Mallorca 13 léttskýjað
Róm 12 léttskýjað
Aþena 5 skýjað
Winnipeg -22 alskýjað
Montreal -10 skýjað
New York 1 alskýjað
Chicago -10 léttskýjað
Orlando 16 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
13. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:31 17:54
ÍSAFJÖRÐUR 9:47 17:48
SIGLUFJÖRÐUR 9:30 17:31
DJÚPIVOGUR 9:03 17:21
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Kostnaður við að byggja upp 4G-kerfi
sem uppfyllir kvaðir á 4G-leyfi sem
365 fékk í 10 ár er 15-26 milljarðar, að
mati sérfræðinga í fjarskiptum.
Eins og Morgunblaðið hefur greint
frá leiðir Samkeppniseftirlitið líkur
að því að „365 muni væntanlega óska
eftir viðræðum við Póst- og fjar-
skiptastofnun (PFS) um afléttingu
hluta þeirra uppbyggingarkrafna,
sem fylgi leyfunum svo raunhæft sé
að byggja upp 4G þjónustu“.
Fulltrúi samkeppnisaðila 365, sem
óskaði nafnleyndar, minnti á að PFS
hefði sett strangar forsendur þegar
leyfin voru veitt. Forsendurnar „gjör-
breytist“ ef slakað verði á kvöðum.
Sú kvöð fylgdi tíðnileyfi 365, sem
félagið keypti 2013, að það næði til
„99,5% íbúa á hverju skilgreindu
landsvæði fyrir sig fyrir lok árs 2016
og skuli bjóða 10Mb/s gagnaflutnings-
hraða“. Kvaðir á Símann, Nova og
Vodafone varðandi útbreiðslu 4G eru
minni og kostnaðurinn því lægri.
Í skýrslu Mannvits, Mat á umfangi
vegna uppboðs 4G tíðniheimilda, sem
unnin var fyrir PFS, eru nokkrar
sviðsmyndir varðandi 4G-kerfið.
Nái til 80% lands utan jökla
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins úr fjarskiptageiranum er
raunhæft að horfa til leiðar númer 3,
svonefnds stærra kerfis, ef 365 á að
uppfylla kvaðir. Þar segir að það kosti
22-33 milljarða „að byggja nýtt 4G
kerfi, á grunni núverandi kerfa eða frá
upphafi, sem nær til allra íbúa og 80%
landsins utan jökla [þannig að] hraði
til allra sé að minnsta kosti 10Mb/s“.
Það er gífurleg dreifing og herma
heimildir blaðsins að setja þurfi upp
500 senda um land allt til að ná slíkri
útbreiðslu. Kostnaður við hvern sendi
sé 5-15 milljónir króna og er kostn-
aðurinn áætlaður alls 5-6 ma. kr. Við
það bætist rekstrarkostnaður upp á
1-2 milljarða á ári. Á tíu árum geri
þetta gróft á litið 15-26 milljarða, sem
er talsvert lægra mat en hjá Mannviti.
Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova,
segir beinar fjárfestingar í 4G-kerfi
Nova trúnaðarmál. Heildarfjárfesting
Nova var 1.530 millj. árin 2013-14.
„Velta Nova á árinu 2014 var yfir 6
milljarðar og fjárfestingar því um 12%
af heildarveltu. Áætlað er að fjárfest-
ingar ársins 2015 verði svipaðar að
umfangi. Langstærsti hluti fjárfest-
inga Nova er í 3G og 4G fjarskipta-
kerfi Nova enda sérhæfir Nova sig í
farsíma- og netþjónustu umfram aðra
fjarskiptaþjónustu.“
Stefán Sigurðsson, forstjóri Voda-
fone, segir að sem skráð félag á mark-
aði hafi það þá reglu að tjá sig „ekki
um málefni sem varða afkomu eða
reksturinn svo nærri birtingu upp-
gjörs, en ársreikningur félagsins fyrir
árið 2014 verður birtur í næstu viku“.
„Frá því Vodafone bauð í 4G tíðni-
heimildir og fékk úthlutað í byrjun árs
2013, hefur félagið varið hundruðum
milljóna króna í uppbyggingu á 4G-
kerfi sem nær nú til yfir 70% lands-
manna,“ sagði Stefán.
Skv. upplýsingum frá Símanum
voru fjárfestingar félagsins í fyrra
þær mestu um árabil, alls 4,5 millj-
arðar, þ.m.t. í farsímakerfum.
Myndi kosta 365 15-26 milljarða
Sérfræðingar áætla kostnað 365 við að uppfylla kvaðir um 4G-kerfi í 10 ár
365 keypti leyfi sem fól í sér meiri og dýrari dreifingu en hjá keppinautum
Morgunblaðið/Eggert
365 Höfuðstöðvarnar í Skaftahlíð.