Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
FRÁBÆRAR NÆRBUXUR
Í bómull, svart og hvítt, stærðir
M, L, XL, 2X á kr. 1.995
Í stærðum S, M, L, XL á kr. 2.995
svart og hvítt í stærðum S, M, L,
XL á kr. 1.995
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10–18,
laugardaga 10–14.
Þú mætir – við mælum og
aðstoðum.
www.misty.is
– vertu vinur
Húsviðhald
Hreinsa þakrennur,
laga leka og tek að
mér ýmis verkefni
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Ýmislegt
mbl.is
alltaf - allstaðar
Elsku Mundi, þegar við hitt-
umst síðast í sumar kvaddir þú
mig með þeim orðum að við hefð-
um sennilega hist í hinsta sinn á
lífi. Sú spá hefur því miður ræst.
Þú ert farinn frá okkur. En við
vitum að þú ert á leið til þinnar
ástkæru Möggu.
Guðmundur
Kristjánsson
✝ GuðmundurKristjánsson
fæddist 5. júní 1924
í Grísartungu í
Stafholtstungu-
hreppi í Borg-
arfirði. Hann lést 4.
febrúar 2015 á
hjúkrunarheim-
ilinu Brákarhlíð í
Borgarnesi.
Útför Guð-
mundar fór fram
frá Fossvogskirkju 12. febrúar
2015.
Sorgin er sárs-
aukafull en margar
góðar minningar
eru mér huggun.
Það reyndist mér
mikil gæfa að kynn-
ast þér á Lýsuhóli
1988 í minni fyrstu
heimsókn til Ís-
lands. Ég varð
strax ástfangin af
landi og þjóð og það
er ekki síst ykkur
að þakka að hrifningin hefur
blómstrað og dafnað æ síðan.
Á Lýsuhóli komst ég fyrst í
kynni við íslenska hestinn og þú
kenndir mér að umgangast hann
og tókst mig með þér í margar
hestaferðir.
Ég dáðist alltaf að því hvað þú
varst yfirvegaður og þolinmóður,
vingjarnlegur og hjálpsamur.
Mér var ávallt velkomið að kíkja
á þig og spjalla yfir kaffibolla.
Hvort sem það var á Lýsuhóli, í
Reykjavík eða síðast á dvalar-
heimili Borgarness, það er
ógleymanlegt hvernig þú tókst
alltaf á móti mér. Þér var líka
svo annt um mína fjölskyldu,
sérstaklega um Viki dóttur mína,
„þýska fósturbarnið“ ykkar.
Ég þakka þér fyrir allar þær
góðu stundir sem ég hef átt í þín-
um félagsskap. Fara í hestaferð-
ir á ströndinni, baða mig í heita
vatninu í fiskikerinu fyrir framan
húsið. Svo sá ég fyrsta spóa ævi
minnar í fylgd með þér og það
var sérstaklega skemmtilegt að
gefa kindunum á veturna. Þú
ræktaðir hefðir og siði og leyfðir
mér að komast í tæri við allt sem
íslenskt er. Ótrauður hélst þú
áfram að tala íslensku við mig
þrátt fyrir takmarkaða tungu-
málakunnáttu mína.
Einstaklega minnisstæður er
mér bíltúrinn okkar, sennilega
sumarið 2013, þegar við heim-
sóttum fæðingarstaðinn þinn.
Húsin voru horfin. Bara kyrrð og
friðsæld í náttúrunni. Þú varst
greinilega djúpt snortinn. Þú
gast ekki lengur farið úr bílnum
en þú naust útsýnisins og
bláberjanna sem ég tíndi fyrir
þig í brekkunni þinni. Ég mun
ævinlega þakka þér og Möggu
fyrir að hafa fengið að tengjast
ykkur svo sterkum tilfinninga-
böndum og sendi fjölskyldunni
innilegar samúðarkveðjur.
Roswitha Müllerwiebus,
Hamborg.
Elsku Mundi, það er sárt að
missa þig en ég á svo margar fal-
legar minningar um þig og mun
alltaf hugsa til þín. Þú hefur ver-
ið mér svo mikil fyrirmynd fyrir
jafnlyndi þitt og gæsku. Maður
fann ávallt fyrir góðvild og gleði
nálægt þér og samskipti við þig
kröfðust ekki margra orða. Samt
gafst þú mér tækifæri til að láta
reyna á og æfa íslenskuna mína.
Þú varst mér mjög mikilvæg
hvatning til að vera dugleg að
bæta mig. Að geta talað við þig á
íslensku voru bestu verðlaun
sem hægt var að hugsa sér. Þú
kenndir mér líka svo margt ann-
að. Æðruleysið, að þekkja mun-
inn á réttu og röngu. Takmarka-
laus var hjálpsemi þín við alla.
Alveg sama hvað þú varst að
gera, ef einhver hringdi og bað
um aðstoð, til dæmis í heyskap,
þá varstu kominn áður en hinn
hafði lagt á.
Þú hafðir einstakt lag á hest-
um og dýrum almennt. Jafnvel
stressaðir og ungir hestar slöpp-
uðu af við að heyra þig tauta
„svona svona kallinn“. Þeir róuð-
ust eins og hendi væri veifað og
maður gat snert þá og jafnvel
komið múl á þá. Ég fór að vísu í
reiðskóla í Þýskalandi en hjá þér
lærði ég að sitja hest. Ég hef
alltaf dáðst að því hvað þú um-
gekkst hestana með mikilli virð-
ingu. Hjartans þökk fyrir allar
samverustundir í hestamennsku.
Ég mun alltaf geyma minningu
þína og Möggu. Hjartans þökk
fyrir allt sem þið gerðuð fyrir
mig og fyrir allan þann tíma sem
ég var svo heppin að fá að vera
hjá ykkur og með ykkur. Ég
votta fjölskyldunni innilega sam-
úð.
Viki Müllerwiebus,
Hamborg.
Mig langar að
minnast að nokkru
vinar míns Magnús-
ar Hjálmarssonar en
liðið er rúmt ár frá
andláti hans. Við áttum mörg sam-
eiginleg áhugamál, eitt þeirra var
náttúruskoðun og gönguferðir.
Annað sameiginlegt áhugamál
okkar var söfnun heimilda á einn
tiltækan stað um fjallvegi á Íslandi.
Magnús
Hjálmarsson
✝ Magnús Hjálm-arsson fæddist
30. janúar 1930.
Hann lést 19. nóv-
ember 2013. Útför
Magnúsar fór fram
28. nóvember 2013.
Árið 1995 skráð-
um við heimildir
hvar sem við fund-
um þær. Í bókum
eða með bréfa-
skriftum við stað-
kunnuga menn. Þá
skráðum við að
sönnu pistla frá eig-
in brjósti um fjall-
leiðir í Austfirð-
ingafjórðungi, sem
við ólumst upp við
og þóttumst þekkja af eigin
raun. Voru þessar heimildir síð-
an gefnar út í bókarformi. En
þegar Magnús var sestur í helg-
an stein frá amstri daglauna-
vinnu, skrifaði hann heimildir
um alla fjallvegi á Íslandi ofan
ca. 300 m hæðarlínu, aðra en þá
austfirsku, sem ætlunin er að
færa inn á netið.
Magnús hafði mikinn áhuga á
bókmáli hvers konar og þá ekki
síst á ljóðagerð. Var Guðmundur
skáld Böðvarsson honum mjög
hugleikinn. Aðallega voru það ljóð
og þó einkum lausavísur sem
Magnús hafði mest í hávegum og
kunni hann ógrynni af þeim. Þá
var hann vel fær um að kasta fram
vísum en var mjög dulur í þeim
efnum og vandlátur.
Foreldrar hans voru góðir hag-
yrðingar. Móðir hans, Jónína
Magnúsdóttir, orti fyrst og
fremst ljóð en faðir hans, Hjálmar
Guðmundsson, orti aðallega
lausavísur og átti þar í sjóði mörg
hundruð vísur. Margoft kom það
fyrir þar sem við áttum samleið að
í lok samtals okkar kafaði Magn-
ús ofan í vísnabrunn sinn og kom
upp með vísu, sem höfðaði til þess
sem við vorum að tala um, eða vís-
an bar í sér sama orð og kom fram
í okkar máli. Mér fannst þetta
mjög skemmtilegt og undraðist
vísnagnótt Magnúsar.
Magnús og eiginkona hans,
Guðrún R. Lúðvíksdóttir, nær
ætíð kölluð Gígja, bjuggu u.þ.b.
fjórtán ár á jörðinni Ytri-Völlum,
skammt innan við Hvammstanga.
Árið 1971 hættu þau hjónin bú-
skap og fluttu þá austur á Hérað, í
Eyjólfsstaði á Völlum með börn
sín, voru þar u.þ.b. hálft ár en
fluttu síðan í Egilsstaði þar sem
þau hjón áttu heima upp frá því en
börnin hafa dreifst um borg og bý.
Magnús bar mikla umhyggju
fyrir gróðri jarðar og dýrum
hvers konar. Við höfðum áhyggj-
ur af hinni gífurlegu fólksfjölgun í
heiminum sem flæðir um jörðina
og enginn veit hvar endar, en
eyðir og sóar gæðum hennar í
stjórnlausu kapphlaupi eftir
þægilegri lifnaðarháttum en sér
ekki fótum sínum forráð. Vonandi
rís úr öskustónni það hugsjóna-
fólk sem kemur vitinu fyrir þá
sem í blindni ganga hinn breiða
veg. Við vissum ekki hvort við
ættum að hryggjast eða gleðjast
við þá tilhugsun að líklega hristi
jörðin af sér óværu þessa smám
saman, eða mannskepnan tor-
tímdi sér sjálf í gæðakapphlaup-
inu með úlfúð og yfirgangi þegar
um hana þrengdi, svo sem raun er
þegar orðin í allnokkrum ríkjum
heimsins.
Ég lýk þessum minningabrot-
um með vísu sem við höfðum dá-
læti á.
Sumarsins sólhærði morgunn
kom sigrandi í ríkið inn.
Hann breyttist úr fjarlægu bliki
í bjartasta drauminn þinn.
(Guðmundur Böðvarsson
á Kirkjubóli)
Bragi Björgvinsson
frá Víðilæk.
✝ ÞórhallurÓskar Þór-
hallsson (Óskar)
fæddist á Lang-
húsum í Fljótsdal
7. september 1944.
Hann lést 1. febr-
úar 2015.
Foreldrar hans
voru Þórhallur
Ágústsson, bóndi á
Langhúsum, f.
14.9. 1901, d. 25.6.
1984, og Iðunn Þorsteinsdóttir
frá Klúku í Fljótsdal, f. 20.8.
1907, d. 28.12. 1966.
Systkini Þórhalls voru átta
talsins og eru þau í aldursröð:
inmanni sínum ásamt tveimur
börnum.
Þórunn er ógift og barn-
laus.
Sturla kvæntist Tine 2012
en þau slitu samvistir 2014.
Þórhallur ólst upp og bjó í
Fljótsdal til 1980 og fluttist þá
til Reykjavíkur þar sem hann
bjó að mestu þar til hann dó.
Hann vann ýmis störf, þar á
meðal á byggingakrana við
ýmsar byggingar í Reykjavík,
hjá Íslenskum aðalverktökum
og síðast hjá Olís í Mjódd.
Árið 2007 fluttist Þórhallur
til Spánar í sex mánuði og
naut sín vel þar.
Þórhallur var laginn í hönd-
um og var hann ávallt
reiðubúinn að hjálpa þeim sem
óskuðu eftir aðstoð hans.
Útför Þórhalls fer fram frá
Árbæjarkirkju í dag, 13. febr-
úar 2015, kl. 13.
Ágúst, f. 1932,
Þorsteinn, f. 1933,
Rebekka, f. 1935,
Sigurður, f. 1937,
d. 2006, Ingibjörg,
f. 1939, d. 2014,
Soffía, f. 1942,
Bragi, f. 1947, d.
2002, Ragnhildur,
f. 1951.
Þórhallur eign-
aðist þrjú börn,
elst þeirra er Þóra
Björk, f. 27.1. 1985, svo Þór-
unn Ester, f. 27.10. 1986, og
yngstur er Sturla, f. 21.10.
1987.
Þóra Björk býr með eig-
Elsku pabbi. Ég varla trúi því
enn að þú sért farinn. Að þú hafir
verið tekinn svona snöggt frá
mér eftir baráttu þína við veik-
indin sem við sigruðumst næst-
um á.
Þú sem varst svo hress þegar
við töluðum saman á laugardags-
kvöldinu og við ákváðum að mæla
okkur mót á sunnudeginum til að
skoða bílinn minn en þegar ég var
á leið til þín að sækja þig þá fæ ég
fregnirnar um þig.
Þegar ég hugsa til baka þá er
ég rosaþakklát fyrir þann tíma
sem ég átti með þér og allt sem
þú hefur gert fyrir mig síðustu
ár.
Þú kenndir mér svo margt og
er mér minnisstæðast hvernig þú
varst alltaf tilbúinn að sýna mér
hvernig ég gæti lagað bílinn minn
sjálf ef ég þyrfti þess. Það verður
skrítið að geta ekki hringt í þig
þegar eitthvað bjátar á en þú
kenndir mér svo margt að það
verður allt í lagi, ég hef ekki langt
að sækja þrjóskuna til að laga
það sem laga þarf.
Ég mun alltaf sakna þess að
geta ekki litið inn lengur í heim-
sókn og fengið kökur og kókó-
mjólk. Þú sem passaðir ávallt
uppá það að eiga kókómjólk i ís-
skápnum ef ég skyldi líta við.
Það er svo margt sem þú áttir
eftir að gera í lífinu en ég trúi því
innst inni að þinn tími hafi verið
kominn.
Ég mun ávallt sakna þín og
elska þig pabbi minn.
Takk fyrir allt og þann dýr-
mæta tíma sem við áttum saman,
þú varst ávallt mín stoð og stytta.
Og stoltur þótt þú segðir það ekki
of oft en þá vissi ég það alltaf.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Hvíldu í friði.
Þín dóttir,
Þórunn Ester.
Þórhallur Óskar
Þórhallsson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar
Alveg frá því ég
man eftir mér hef
ég vitað að amma
Gyða væri merkileg kona. Hún var
mikill skörungur, hæfileikarík og
virtist oft fara ótroðnar slóðir. Að
mörgu leyti er hún mér fyrir-
mynd.
Það var alltaf mikil tónlist í
kringum ömmu. Hún spilaði á gít-
ar og sagði engan geta komist af í
lífinu án þess að kunna vinnukonu-
gripin. Þau kenndi hún mér ásamt
nokkrum lögum sem ég spila enn
og syng þegar þannig liggur á
mér. Sjálf hafði hún fallega söng-
rödd og þótti gaman að syngja.
Einnig kom fyrir að hún spilaði á
munnhörpu og ef ég suðaði nógu
lengi í henni þá spilaði hún fyrir
mig á greiðu. Skemmtilegast
fannst mér þó að hlusta á hana
jóðla. Hún var merkilega fær jóðl-
ari.
Amma var opin fyrir tæknileg-
um nýjungum og óhrædd við að
reyna nýja hluti. Eitt sinn þegar
ég var unglingur stóðum við fyrir
utan Kringluna þar sem boðið var
upp á teygjustökk. Amma hvatti
mig til að prófa en ég var eitthvað
óviss með það. Mér til hvatningar
sagðist hún sjálf þora ef ég þyrði,
ég stykki fyrst og hún á eftir mér.
Gyða
Jóhannsdóttir
✝ Gyða (skírn-arnafn Guðný)
Jóhannsdóttir
fæddist 19. sept-
ember 1923. Hún
lést 23. janúar
2015. Útför Gyðu
var gerð 2. febrúar
2015.
Þrátt fyrir að til-
hugsunin um þá
nær sjötuga ömmu
mína í teygjustökki
hafi vissulega kitlað
þá þorði ég ekki og
amma fór aldrei í
teygjustökk. Ég er
þó handviss um að
ef ég hefði stokkið
þá hefði hún gert
það líka.
Ólíkt ömmu hef
ég ekki hugarfar viðskipta-
mannsins. Þó reyndi hún margoft
að vekja áhuga minn á viðskipt-
um. Stundum hafði hún orð á því
að við ættum að opna saman fata-
verslun. Ég vissi að amma hefði
rekið fataverslun áður en ég
fæddist og hafði það alltaf á til-
finningunni að hún saknaði þess
að starfa í viðskiptum. Í þessu
lágu leiðir okkar þó ekki saman.
Amma Gyða var vissulega
ákveðin og hafði sínar meiningar
um flest málefni. Hún gat verið
ströng og gagnrýnt harkalega en
hún var líka dugleg við að veita
hrós. Hún var ekki mikið fyrir að
bera tilfinningar sínar á torg en
sýndi væntumþykju sína með
mikilli gjafmildi. Amma kenndi
mér að ég gæti gert flest það sem
ég ætlaði mér. Með ákveðni og
þrautseigju væru mér allir vegir
færir og það væri aldrei of seint
að læra eitthvað nýtt og prófa
nýja hluti í lífinu. Ég er þakklát
fyrir allan þann tíma sem ég fékk
með henni í þessu lífi og allt það
sem hún hefur kennt og gefið
mér.
Ásthildur Valtýsdóttir.