Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015
orðin ansi mörg, elsku vinur.
Það var mikið hlegið, stundum
grátið og rifist en við vorum svo
miklir vinir að við gátum alltaf
fyrirgefið og talað um hlutina
okkar á milli. Það verður skrítið
að hafa þig ekki lengur hér hjá
okkur, sérstaklega á Sægreif-
anum. Að kyssa þig þegar ég
kom í vinnuna og þegar ég fór
heim, þér fannst það alveg
brilljant. Þú varst svo yndisleg-
ur við mig og börnin mín, vildir
gera allt fyrir alla. Þú máttir
ekkert aumt sjá. Þú kenndir
mér margt á þessum árum
Kjarri minn.
Hugrún dóttir mín gleymir
ekki þegar þið voruð að spila
Turtles í leikjatölvu sem var
heima hjá mér. Hún biður Guð
að geyma vin sinn.
Þú varst svo duglegur að
vinna og það sem þér datt
stundum í hug fannst okkur hin-
um bara fásinna, en þú hlustaðir
nú ekki á það. Stundum var það
framkvæmt en stundum ekki.
Þú þekktir svo marga en það
var mest gaman að þér þegar
þú varst að tala ensku; það kom
bara „yes“ eða „no“, en þú vildir
nú reyna að tala við alla þessa
túrista sem komu á Greifann.
Þú varst alltaf jafnhissa á þess-
um fjölda sem kom. Svo varstu
aðalmaðurinn í skötunni og
signa fiskinum. Þú kenndir mér
það allt saman eins og þú vildir
hafa það. Síðan hef ég verið í
því, en þú varst mjög ánægður
með það. Við eigum eftir að hitt-
ast seinna og þá fáum við okkur
snúning með sjómannalögunum
sem við áttum saman.
Nú kveð ég þig elsku vinur
með tár í augum með þessu
ljóði:
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(ÞS)
Guð gefi ykkur styrk á þess-
um erfiðu tímum elsku Jói, Hall-
dór, Elís, aðrir ættingjar og vin-
ir.
Kveðja,
Kolbrún.
Við Kjartan hittumst fyrst á
aðfangadegi jóla fyrir þó nokkr-
um árum. Ég kom í Sægreifann
til að kaupa reyktan ál og vildi
frekar láta hann kenna mér að
flaka fiskinn en að hann flakaði
fyrir mig. Rökin voru þau að
einhvern tíma kæmi að því að
hann hyrfi yfir móðuna miklu og
þá stæði ég eftir og kynni ekki
til verka. Nú sakna ég vinar í
stað en kann að flaka ál.
Þetta var rifjað upp þegar við
áttum kveðjustund á sjúkrahúsi
fáeinum dögum fyrir andlátið.
Kjartan brosti með augunum.
Reyktur áll var málið í fyrsta og
síðasta sinn sem við hittumst.
Í framhaldinu urðum við
kunningjar og síðan góðir vinir.
Það varð toppur tilverunnar að
mæta á Sægreifann og borða í
góðra manna hópi. Veitingahús-
ið hans Kjartans varð að flótta-
mannabúðum fyrir matarein-
stæðinga sem urðu að leita út
fyrir heimilið til að fá sér skötu,
siginn fisk eða signa grásleppu.
Eftirminnilegasta samveru-
stundin með Kjartani var þegar
ég bauð honum með mér í bíl-
ferð austur í Meðalland. Þar
vorum við heilan dag á rúnti
milli bæja. Hann kynnti mig fyr-
ir skaftfellskum vinum, sýndi
mér Syðri-Steinsmýri, þar sem
hann fæddist og ólst upp, og
sagði endalausar sögur úr sveit-
inni sem var honum svo kær.
Á heimleiðinni horfði Kjartan
um öxl og kvaðst vera lukk-
unnar karl í lífinu en alveg sér-
staka hamingju hefði það veitt
sér þegar Elísabet Jean Skúla-
dóttir tók við rekstri Sægreif-
ans. Vinir veitingastaðarins
glöddust líka því eigendaskipt-
um fylgdi yfirlýsing hennar um
að merki Kjartans yrði haldið
þar hátt á lofti áfram.
Elísabet er perla af manni og
hefur annast Kjartan, hjúkrað
honum og sinnt af takmarka-
lausri umhyggju og hlýju allt til
hinstu stundar.
Sárt er að sjá á bak Kjartani
en veitingahúsið hans góða fer
hvergi. Minningin lifir um hann
standandi við skötupott á Sæ-
greifanum með glens og grín við
gestina.
Atli Rúnar Halldórsson.
Elsku Kjarri. Okkur langar
til að kveðja þig með nokkrum
orðum. Við erum þakklátar fyrir
að hafa fengið að kynnast þér
og fyrir þann tíma sem við átt-
um saman. Það var alltaf gaman
að mæta í vinnuna, á Sægreif-
ann, því þú tókst alltaf svo vel á
móti okkur. Þú varst einstak-
lega skemmtilegur sögumaður
og sagðir okkur ótrúlegustu
sögur af sjálfum þér sem við
munum seint gleyma. Þér tókst
að gera óvinsælustu verkefnin
skemmtileg, eins og ruslaferð-
irnar sem þú heimtaðir að koma
með í og kallaðir þær brúð-
kaupsferðir. Það var alltaf stutt
í grínið hjá þér og þú tókst upp
á ótrúlegustu hlutum. Af og til,
þegar helgin nálgaðist, laumaðir
þú fleyg í skápinn okkar, sagðir
„passið ykkur á strákunum“ og
beiðst síðan spenntur eftir sög-
um frá ballinu.
Þó að við hættum störfum á
Sægreifanum hélst vinskapur
okkar áfram allt þar til þú
kvaddir. Við munum sakna og
minnast þín með miklum hlý-
hug.
Þínar vinkonur,
Anna Bogga, Hafrún og
Sandra Rós.
Kjartan heitinn varð þjóð-
þekktur eftir að hann hætti til
sjós og gerðist fisksali og veit-
ingamaður í gömlu verbúðunum
austan við slippinn og Ægisgarð
og sunnan við smábátaleguna.
Kjartan var jafnan léttur í lund
en enginn var í vafa um skoð-
anir hans til þjóðmála. Hann var
af heilum hug félagi okkar í
Frjálslynda flokknum frá upp-
hafi og lagði okkur lið á allan
hátt. Margir voru fundirnir sem
við fengum að halda í húsnæði
Sægreifans og hann stóð oft
sjálfur fyrir fundum um þörf
mál, eins og fiskveiðistjórnunar-
kerfið, kvótann og önnur at-
vinnumál.
Eftir að hann hóf veitinga-
rekstur voru ýmsir sem vildu
hann burt úr húsunum svo hægt
yrði að ryðja svæðið, rífa gömlu
verbúðirnar og byggja stórhýsi í
anda þenslunnar og stórbygg-
ingastílsins sem átti að einkenna
höfuðborgina. Sem betur fer var
karlinn ávallt fastur fyrir og
fljótlega sáu margir, m.a.
hafnaryfirvöld, að svæðið
óbreytt væri gersemi fyrir fram-
tíðina sem drægi að sér fjölda
ferðamanna.
Kjartan var sjómaður í fjölda
ára og matsveinn í hátt í áratug
á bátum þar sem Grétar Mar
Jónsson var skipstjóri. Við sem
vorum á Alþingi fyrir Frjáls-
lynda flokkinn eigum Kjartani
margt að þakka fyrir jákvæðar
aðfinnslur, góðar ábendingar og
vakandi áhuga á störfum okkar
og málflutningi.
Það sem var best í fari Kjart-
ans Halldórssonar var léttlyndi
og góður félagsandi. Það var
aldrei uppgjöf að finna hjá hon-
um. Að leiðarlokum viljum við
þakka allar þær mörgu sam-
verustundir sem við áttum með
honum og færa sonum hans,
öðrum ættingjum sem og sam-
starfsfólki á veitingastaðnum
Sægreifanum við Reykjavíkur-
höfn innilegar samúðarkveðjur.
Guðjón A. Kristjánsson,
Grétar Mar Jónsson,
Sigurjón Þórðarson.
✝ Hörður Ár-sælsson fædd-
ist í Reykjavík 22.
ágúst 1927. Hann
lést á Sunnuhlið í
Kópavogi 26. jan-
úar 2015.
Foreldrar hans
voru Ársæll Sig-
urðsson, f. 31.12.
1875, d. 20.3. 1972,
og Guðný Péturs-
dóttir, f. 15.5. 1890,
d. 16.12. 1963. Hörður átti fjög-
ur systkini: Sigríði, f. 1916, Sig-
urgeir, f. 1918, Ásu, f. 1926, og
Grétar, f. 1932. Hörður átti hálf-
bróður sammæðra, Stefán Mar-
inó, f. 1913. Systkini Harðar eru
öll látin nema Grétar.
Eftirlifandi eiginkona Harðar
er Anna Auðunsdóttir skókaup-
maður, f. 2.1. 1935, foreldrar
Örn Ingi Ágústsson, börn Ár-
sæls og Ingibjargar: Guttormur
Árni, f. 11.12. 1985, Hörður, f.
31.10. 1990. 3) Gils, f. 24.2. 1958,
matsveinn, börn: Ásmundur, f.
1979, Auðunn, f. 1982. 4) Hörður
Örn, f. 27.5. 1967, múrari, maki
Iben Breum, barn Harðar: Ólöf
Tara. 5) Guðni Pétur, f. 22.8.
1969, maki: Sujit Klonghuai-
bong, börn: Annie, f. 15.5. 1995,
Alex, f. 14.3. 1998.
Hörður ólst upp á Hverfisgöt-
unni í Reykjavík og vann ýmis
störf sem ungur maður. Hann
starfaði m.a. hjá Kolum og salti
og síðar Hegra hf. Hann lagði
stund á bífvélavirkjun og nam
þá iðn m.a. í Bretlandi. Lengst
af starfaði hann sem bifvélavirki
hjá Brimborg, allt þar til hann
fór á eftirlaun. Hörður og Anna,
sem hófu búskap í Reykjavík,
fluttust í Kópavoginn 1962 og
bjuggu þar æ síðan.
Útför Harðar hefur farið
fram í kyrrþey.
hennar voru Auð-
unn Jóhannsson og
Rannveig Lár-
usdóttir. Þau Hörð-
ur og Anna eign-
uðust fimm börn: 1)
Margrét, f. 6.1.
1955. Eiginmaður
hennar er Pétur
Björgvinsson húsa-
smíðameistari, börn
þeirra eru: Anna
Guðrún, f. 24.11.
1972, hennar maki er Sigurður
Oddfreysson bifvélavirki, f.
12.10. 1979, Þorgerður, f. 31.3.
1976. Hennar maki er Eysteinn
Ö. Garðarsson, f. 2.8. 1979. Birg-
ir Ívar, f. 28.3. 1981. 2) Ársæll, f.
9.1. 1956, rekstrarhagfræð-
ingur, maki Ingibjörg Kristjáns-
dóttir, f. 10.7. 1958, barn Ár-
sæls: Hildur, f. 31.1. 1980, maki:
Elsku pabbi. Nú kveð ég þig í
hinsta sinn, þín verður sárt sakn-
að. Hvorki verða fleiri Kanarí-
eða Benidormferðir né samveru-
stundir í sumarhúsinu. Þar áttum
við góðar stundir.
Við systkinin ólumst upp á Ás-
brautinni í Kópavogi og hófum
okkar skólagöngu þar. Mikið var
gott að alast þar upp, mikill
náungakærleikur og foreldrar
okkar meðal frumbyggjanna í
Kópavoginum. Þar var margt
brallað og meðal annars hlóðum
við krakkarnir í brennu nánast á
hlaðinu heima á gamlárskvöld ár-
um saman. Þar ríkti mikil gleði
og söngur undir harmonikkuund-
irspili. Við áttum góða vini í
blokkinni því öll vorum við á svip-
uðum aldri og erum við í sam-
bandi enn þann dag í dag. Móðir
okkar flutti síðust af Ásbrautinni
eða í september sl. eftir 53 ára
búsetu þar. Við systkinin erum
smáráðvillt því enn tölum við um
að hittast hjá mömmu á Ásbraut-
inni. Þú naust þín svo vel í sólinni
pabbi minn og varst hrókur alls
fagnaðar. Það var gaman að vera
með ykkur mömmu erlendis.
Fyrst á Kanaríeyjum og síðar á
Benidorm. Þegar sumarhúsið var
byggt tók öll stórfjölskyldan þátt
í því við erfið skilyrði. Vegarslóði
sem var hvorki fugl né fiskur,
ekkert rafmagn og ekkert vatn.
Það ríkti mikil gleði í sveitinni
þegar allir voru samankomnir.
Eftir að þú veiktist í mars 2013
áttirðu ekki afturkvæmt á Ás-
brautina. Í júlí 2013 fékkst þú svo
heimili í Sunnuhlíð, hjúkrunar-
heimili aldraðra í Kópavogi.
Elsku pabbi, ég sakna þín og
langar að biðja þig að passa Rak-
el Sunnu fyrir okkur og hann litla
Örn. Blessuð sé minning þín. Við
systkinin og mamma sendum
þakklæti í Sunnuhlíð fyrir góða
umönnun. Þar er gott starfsfólk
sem hugsaði vel um þig, pabbi
minn.
Ég boða þér fegurð sem opna mun
gáttirnar allar
Er yndisleg birta svo mögnuð frá sál
þinni skín
í draumi þú vakir, þegar þú höfðinu
hallar
þá heilsa þér englar – já þannig er
veröldin þín
(Kristján Hreinsson)
Margrét Harðardóttir.
Hörður Ársælsson
✝ Inga María Ing-ólfsdóttir fædd-
ist á Hrísum í Saur-
bæjarhreppi, nú
Eyjafjarðarsveit,
20. júní 1939. Hún
andaðist á Dval-
arheimilinu Hlíð 30.
janúar 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Guðrún
Anna Sigurð-
ardóttir, f. á Skúfs-
stöðum í Hjaltadal 25. mars 1907,
og Ingólfur Gunnarsson, f. á
Helgastöðum í Eyjafjarðarsveit
Inga ólst upp á Miðhúsum í
Eyjafjarðarsveit og gekk í
barnaskóla á Grund í sömu sveit.
Hún tók virkan þátt í búrekstri
foreldra sinn eins og þá var al-
siða. Á unglingsárum flutti hún
til Akureyrar þar sem hún fór að
vinna í Brauðgerð Kristjáns.
Verslunarstörfin urðu hennar
starfsvettvangur. Fyrst í brauð-
búð og síðar hjá Kaupfélagi Ey-
firðinga þar sem hún vann bæði
sem almennur starfsmaður og
útibússtjóri eins og það var kall-
að.
Inga bjó lengst af ásamt syni
sínum og foreldrum á Eyr-
arlandsvegi 12 á Akureyri en síð-
ustu árin bjuggu Hörður og Inga
í Dalsgerði 4d.
Úför Ingu Maríu fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 13. febr-
úar 2015, kl. 13.30.
22. febrúar 1915.
Inga var næstelst
fjögurra systkina.
Hin eru a) Bragi, f
16. sept. 1937, maki
Ursula Irena Karls-
dóttir, f. 1944, d.
2014, b)Sveinn, f.
14. des. 1940, maki
Ingibjörg Jóhann-
esdóttir, f. 1939, c)
Anna, f. 30. sept.
1945, maki Guðm.
Ómar Guðmundsson, f. 1946.
Inga eignaðist soninn Hörð
Inga Stefánsson, f. 23. okt. 1958.
„Sælla er að gefa en þiggja.“
(Post. 20:35.)
Mágkona mín Inga María
greindist með heilaæxli fyrir tæp-
um 10 árum og hefur nú lokið erf-
iðri sjúkdómsbaráttu sem hún
hefur tekist á við með stöku æðru-
leysi.
Hlutverk hennar í lífinu var
öðru fremur að þjóna, sinna og
gefa af sér. Hún byrjaði ung að
taka þátt í sveita- og heimilisstörf-
um á heimili foreldra sinna í Mið-
húsum. Eftir að hún flutti til Ak-
ureyrar hélt hún því áfram.
Verslunarstörf voru hennar
starfsvettvangur í lífinu. Þar sem
hún starfaði bæði við almenna af-
greiðslu og verslunarstjórn. Í
þeim störfum voru vinnudagarnir
oft langir og strangir og þegar
heim var komið tóku við ýmis
heimilisstörf, þar sem hún hélt
heimili með foreldrum sínum og
um tíma bjuggu þar líka föður-
amma og föðurafi hennar. Þegar
heilsa Guðrúnar móður hennar
tók að bila urðu þær systur, Anna
og Inga, ásamt föður sínum að
annast um móður þeirra og var þá
þunginn oft mestur á Ingu. Síðar
þegar Guðrún var komin á hjúkr-
unarheimili tóku við heimsóknir
og önnur umönnun að vinnu lok-
inni. Það sama gerðist aftur þegar
heilsa föður þeirra fór að gefa sig.
Það var sama hversu mikil verkin
voru, aldrei kvartaði Inga og
sinnti sínu af stakri trúmennsku.
Það eru forréttindi að hafa
fengið að kynnast Ingu. Það er
tæplega hálf öld síðan kynni okkar
hófust þegar ég fór að venja kom-
ur mínar í Eyrarlandsveginn. Þá
kom fljótt í ljós hversu heilsteypt
og sterk hún var. Hún fylgdist vel
með þjóðmálum og glettin tilsvör
hennar hittu iðulega í mark. Og
síðan í gegnum öll árin okkar
Önnu hefur verið svo gott að hafa
hana við hlið sér. Það skipti ekki
máli hvort til hennar var leitað að
nóttu eða degi eða hvert verkefnið
var. Í afmælum, fermingum eða
við aðrar uppákomur í fjölskyld-
unni kom Inga gjarnan með eitt-
hvað á veisluborðið og voru brauð-
terturnar hennar í sérstöku
uppáhaldi. Margan pakkann var
hún búin að koma með og leggja í
litlar og stórar hendur og þá gilti
einu hvort um var að ræða börn
eða barnabörn mín. Og ekki kom
maður að tómum kofunum þegar
litið var inn á Eyrarlandsveginum
eða síðari árin í Dalsgerðinu. Allt-
af var hún boðin og búin að þjóna
og gefa af sér.
Þegar hillti undir að starfsævin
væri á enda og líkur á að hún gæti
farið að njóta erfiðis síns greindist
hún með illvígan sjúkdóm sem
kom að verulegu leyti í veg fyrir
það. Þrátt fyrir það var hún áfram
tilbúin að gefa af sér og naut þess
að hafa fólk í kringum sig, bæði
litla og stóra.
Ég vil nota þetta tækifæri til að
koma á framfæri þakklæti til allra
þeirra sem aðstoðuðu hana í erf-
iðum veikindum hennar. Ég tel
ekki á nokkurn hallað þó að sér-
staklega séu nefndar konurnar í
Heimahlynningu á Akureyri og
Friðbjörn Björnsson krabba-
meinslæknir. Auk starfsfólksins á
Hjúkrunar- og dvalarheimilinu
Hlíð, skammtímavistun. Guð
blessi ykkur öll.
Guðm. Ómar Guðmundsson.
Inga frænka, eins og við köll-
uðum hana alltaf, var okkur afar
kær. Hún var systir mömmu og
þær voru alla tíð nánar og því er-
um við alin upp við að hún var
hluti af okkar nánustu fjölskyldu.
Það var alltaf gott að koma til
Ingu. Hún tók vel á móti okkur
með brosi og hlýju og hafði mikinn
áhuga á því sem maður hafði að
segja. Hún þekkti okkar hagi og
það skipti hana máli að okkur
gengi vel í því sem við vorum að
fást við hverju sinni. Inga var stolt
fyrir okkar hönd þegar við lukum
skólagöngu, fengum vinnu eða
náðum að ljúka einhverjum
áfanga í okkar lífi. Inga vann alla
sína starfsævi hjá kaupfélaginu,
lengst af í Hrísalundi. Öll unnum
við systkinin með henni þar í sum-
arvinnu eða með skóla sem ungl-
ingar. Hún hafði metnað í sínu
starfi og það var dýrmætur skóli
fyrir unglinga eins og okkur að
stíga okkar fyrstu skref á vinnu-
markaði með hennar stuðningi og
leiðsögn.
Þegar við fórum að eignast
börn fannst Ingu fátt skemmti-
legra en að fá okkur í heimsókn
með krílin okkar og einnig fannst
okkur öllum gaman að njóta sam-
vista við hana. Hún átti heilmikið í
þeim með okkur. Hefð var fyrir
því í fjölskyldunni að hittast hjá
henni eftir hádegi á aðfangadag
og skiptast á gjöfum og fá okkur
kaffi. Þetta var hlýlegt og notalegt
upphaf jólahátíðarinnar fyrir okk-
ur öll.
Inga barðist við veikindi sein-
ustu ár og tók á þeim með æðru-
leysi og aldrei vorkenndi hún sér
þó að aðgerðir og lyfjameðferðir
væru ófáar. Hennar helsta dægra-
dvöl seinni ár voru dagblöð og
sjónvarp. Hún hafði einlægan
áhuga á fólki og var langt á undan
okkur unga fólkinu að vita hverjir
væru vinsælir tónlistarmenn eða
leikarar hverju sinni á Íslandi.
Alltaf gat maður rætt við hana um
mál sem voru efst á baugi hverju
sinni. Við kveðjum kæra frænku
með söknuði og minnumst hennar
með hlýju.
Guðrún Rut, Guðmundur
Rúnar, Davíð Ingi og
Hanna Þórey.
Inga María
Ingólfsdóttir
Ella frænka hefur
kvatt okkur alltof fljótt en minn-
ingin um hana mun lifa. Sökn-
uðurinn er mikill innan fjöl-
skyldnanna. Við vottum
fjölskyldu hennar sem og öllum
ástvinum dýpstu samúð. Við
biðjum Guð að blessa þau öll í
þeirra miklu sorg.
Hvers virði er allt heimsins prjál
ef það er enginn hér
sem stendur kyrr
er aðrir hverfa á braut.
Sem vill þér jafnan vel
og deilir með þér gleði og sorg
þá áttu minna en ekki neitt
Elín Björnsdóttir
✝ Elín Björns-dóttir fæddist í
Hafnarfirði 8. des-
ember 1955. Hún
lést á krabbameins-
deild Landspítalans
25. janúar 2015.
Útför Ellu fór
fram frá Hafnar-
fjarðarkirkju 4.
febrúar 2015.
ef þú átt engan vin.
Hvers virði er að eign-
ast allt
í heimi hér
en skorta þetta eitt
sem enginn getur
keypt.
Hversu ríkur sem þú
telst
og hversu fullar hend-
ur fjár
þá áttu minna en ekki
neitt
ef þú átt engan vin.
Það er komin vetrartíð
með veður köld og stríð.
Ég stend við gluggann
myrkrið streymir inní huga minn.
Þá finn ég hlýja hönd
sál mín lifnar við,
eins og jurt sem stóð í skugga
en hefur aftur litið ljós.
Mín vetrarsól.
(Ólafur Haukur Símonarson)
Björgvin Halldórsson
og fjölskyldur.